Episodes

Thursday Jun 10, 2021
336.þáttur. Mín skoðun. 10062021
Thursday Jun 10, 2021
Thursday Jun 10, 2021
336.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins hringi byrja ég á að heyra í Andra Steini Birgissyni sérfræðingi mínum í Lengjudeildinni. Við ræðum um þá fjóra leiki sem eru í kvöld. Síðan hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson og við ræðum um einvígið á milli Stjörnunnar og Þórs frá Þorlákshöfn í körfunni. Við ræðum einnig um Lengjudeildina sem og 2.deildina, slúður og svo aðeins um EM en við eigum eftir að vera á kafi í EM umræðu næsta mánuðinn eða svo. Njótið.

Wednesday Jun 09, 2021
335.þáttur. Mín skoðun. 09062021
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
335.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins hringi ég til Þýskalands og spjalla við handboltasnillinginn Ómar Inga Magnússon. Við ræðum um leikinn gegn Kiel í gær, lífið í Magdeburg, handboltann, framtíðina og hreinlega um allt. Þá heyri ég í Þórhalli Dan og við ræðum um landsleikinn í fótbolta í gær, handboltann, körfuboltann og svo margt fleira. Njótið og eigið góðan dag.

Tuesday Jun 08, 2021
334.þáttur. Mín skoðun. 08062021
Tuesday Jun 08, 2021
Tuesday Jun 08, 2021
334.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan Jóhannsson yfir það helsta í sportinu. PepsiMax karla og kvenna og körfuboltinn eru á sínum stað. Við tölum um landsleikinn í dag og spáum um úrslit, EM er aðeins tekið fyrir en við eigum eftir að fara nánar í það í lok vikunnar. Við förum í topp 10 lista BBC yfir óvæntustu úrslit EM frá upphafi og förum svo aðeins í fréttir og slúður. Njótið og eigið góðan dag.

Monday Jun 07, 2021
333.þáttur. Mín skoðun. 07062021
Monday Jun 07, 2021
Monday Jun 07, 2021
333.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins komum við Þórhallur Dan víða við. Við tölum um hið frábæra lið KA/Þórs í handbolta sem varð Íslandsmeistari um helgina. Höldum áfram að tala um uppþotið eftir leik Aftureldingar og Fjölnis í Lengjudeildinni. Tölum um landsliðið í fótbolta, leik Vals og Víkings í kvöld, körfuboltann og margt margt fleira. Njótið.

Friday Jun 04, 2021
332.þáttur. Mín skoðun. 04062021
Friday Jun 04, 2021
Friday Jun 04, 2021
332.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Ég og Þórhallur Dan förum yfir margt og mikið í sportinu. Uppþotið í Mosfellsbæ í gær þar sem Tóti er með nýjan vinkil á því máli, landsleikurinn gegn Færeyjum í dag, handboltinn og körfuboltinn og margt margt fleira. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er tippari vikunnar og þar á bæ er nóg að gera enda sjómannadagshelgi framundan. Þá er Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeildinni á línunni og spáir í leiki helgarinnar og ræðir um leiki gærkvöldsins. Njótið helgarinnar.

Thursday Jun 03, 2021
331.þáttur. Mín skoðun. 03062021
Thursday Jun 03, 2021
Thursday Jun 03, 2021
331.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins hringi ég í Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni og við spáum í leiki kvöldsins. Þá heyri ég Þórhalli Dan og við ræðum um körfubolta kvenna og karla. Til hamingju Valsstelpur með Íslandsmeistaratitilinn. Við ræðum einnig um handboltann í karla-og kvennaflokki. Fréttir og slúður eru á sínum stað sem og Krummasögur en Krummi er með eina góða í dag af landsliðsþjálfaramálum. Njótið dagsins.

Wednesday Jun 02, 2021
330.þáttur. Mín skoðun. 020262021
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
330.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins hringi ég í Benedikt Guðmundsson nýráðinn þjálfara Njarðvíkur í körfubolta karla. Við ræðum um samninginn og samningaferlið sem og leikmannamál og margt annað. Þá heyri ég í Þórhalli Dan. Við förum í fréttir dagsins, slúður, handboltann og tökum aðeins fyrir UEFA gagnvart liðunum þremur sem enn eru í Super League og margt margt fleira. Njótið.

Tuesday Jun 01, 2021
Tuesday Jun 01, 2021
329.þáttur. Mín skoðun. AUKAÞÁTTUR. Heil og sæl öllsömul. Loksins tókst að ná viðtali við Böðvar Guðjónsson formann körfuknattleiksdeildar KR eftir sigurleikurinn gegn Val í úrslitakeppninni. Hann var til í dag og búinn að núllstilla sig eins og hann komst að orði. Ég tala við hann um allt er viðkemur KR í körfunni, fjármál, Kristófer-málið, hallarbyrltinguna í aðalstjórn og margt fleira. Njótið.

Tuesday Jun 01, 2021
328.þáttur. Mín skoðun. 01062021
Tuesday Jun 01, 2021
Tuesday Jun 01, 2021
328.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum við Þórhallur Dan yfir sviðið í sportinu. Við ræðum um landslið karla í fótbolta og einnig um þjálfaramál á Íslandi. Úrslitakeppnin í körfubolta er tekin fyrir sem og úrslitakeppnin í handbolta karla. Við ræðum um Super league sem ekkert varð af og stöðu Barca, Real Madrid og Juve í því máli gagnvart UEFA. Þetta og margt margt fleira í þætti dagsins. Njótið.

Monday May 31, 2021
327.þáttur. Mín skoðun.31052021
Monday May 31, 2021
Monday May 31, 2021
327.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins fer ég yfir gang mála í Lengjudeild karla með Andra Steini Birgissyni en nú er fjórum umferðum lokið þar og mikið gekk á um helgina. Ég hringi svo í Þórhall Dan og við förum yfir Meistaradeildina þar sem Chelsea varð meistari. Landsliðið okkar í fótbolta er tekið fyrir sem og PepsiMax karla og Tóti tjáir sig vel um það mál og körfubolti og handbolti koma líka við sögu. Þá ræðum við sérstaklega um leiki í Lengjudeildinni sem voru leiknir þrátt fyrir ofsaveður. Þættinum barst bréf úr Grindavík vegna fyrirkomulags fyrir leik Vestra og Grindavíkur og við Tóti fjöllum um það og leik Fjölnis og Fram. Njótið elskurnar.

