Mín skoðun
181.þáttur Mín skoðun 26102020

181.þáttur Mín skoðun 26102020

October 26, 2020

181.þáttur.  Þórhallur Dan er kominn úr sóttkví og mætti í hljóðver. Við ræddum um boltann um helgina og fleira. Fórum í U21 árs landsliðið og spurðum; hvað gerðist útí Luxembourg. Þá eru sögusagnir á kreiki varðandi FH og þjálfaramál og að sjálfsögðu var rætt um það. 

180.þáttur Mín skoðun 23102020

180.þáttur Mín skoðun 23102020

October 23, 2020

180.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og ég skal bara segja ykkur það að við ræddum um allt milli himins og jarðar. Tóti er enn kátur á fjórða degi sóttkvíar.  Þá komu Andri Steinn Birgisson og Stefán Sæbjörnsson í heimsókn og við ræddum meðal annars um Pele sem er 80 ára í dag.  

179.þáttur Mín skoðun 22102020

179.þáttur Mín skoðun 22102020

October 22, 2020

179.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og dagur númer 3 í sóttkví fer ágætlega í hann. Við ræddum um sóttkví er varðar landsliðin, Meistaradeildina og Evrópudeildina. Þá var Pétur Pétursson þjálfari Vals í PepsiMaxdeild kvenna á línunni en Valur er að fara að mæta finnsku meisturunum í HJK í Meistaradeildinni. 

178.þáttur. Mín skoðun 21102020

178.þáttur. Mín skoðun 21102020

October 21, 2020

178.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum um niðurstöðu KSÍ, Meistaradeildina og svo aðeins um hvernig er að vera í sóttkví, en Tóti er á öðrum degi í sóttkví.  Þá var Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna frá Grenivík á línunni en Magnamenn er ánægðir með niðurstöðu KSÍ. 

177.þáttur Mín skoðun 20102020

177.þáttur Mín skoðun 20102020

October 20, 2020

177.þáttur.  Þórhallur Dan var í spjalli og við ræddum um KSÍ, Meistaradeildina í fótbolta og fleira. Tóti er í sóttkví og elskar konuna sína.  Þá var Róbert Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ á línunni um handboltann og næstu vikur. 

176.þáttur Mín skoðun 19102020

176.þáttur Mín skoðun 19102020

October 19, 2020

176.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum meðal annars um reglugerð KSÍ varðandi Covid 19. Kristinn Jakobsson fyrrum alþjóða knattspyrnudómari var á línunni vegna dómgæslu í leik Everton og Liverpool og fleira til. Þá heyrði ég í Hermanni Hreiðarssyni sem er búinn að framlengja hjá Þrótti Vogum sem þjálfari liðsins. Allt þetta var í beinni á SPORTFM 102.5 milli klukkan 12.00 og 13.00 í dag. 

175.þáttur Mín skoðun 16102020

175.þáttur Mín skoðun 16102020

October 16, 2020

175.þáttur.  Everton og Liverpool mætast í enska boltanum á morgun og að því tilefni hringdi ég í Tryggva Gunnarsson sem er eldheitur Everton aðdáandi og Hödda Mag (Hörð Magnússon) sem er grjótharður aðdaándi Liverpool.  Þá var Þórhallur Dan á línunni og við ræddum um allt og allt og hann spáir West Ham enn einu sinni tapi, hahahaha.                                                  Ég minni svo á að MÍN SKOÐUN verður á nýjum tíma á SPORTFM 102.5 frá og með næsta mánudegi,                                   milli klukkan 12.00 og 13.00.  Góða helgi elskurnar. 

174.þáttur Mín skoðun 15102020

174.þáttur Mín skoðun 15102020

October 15, 2020

174.þáttur. Þórhallur Dan, Böddi Bergs og Óli Stefán Flóventsson voru í umræðu dagsins um landsleikinn í gær og fleira til. Sannarlega menn með skoðanir og vert að hlusta á þá.  

173.þáttur Mín skoðun 14102020

173.þáttur Mín skoðun 14102020

October 14, 2020

173.þáttur.  Kristinn Hjartarson mætti og við fórum yfir landsleikinn og margt fleira.  Þá var Þórhallur Dan á línunni vegna landsleiksins og við töluðum einnig um golf og fleira. Njótið og ÁFRAM ÍSLAND

172..þáttur Mín skoðun 13102020

172..þáttur Mín skoðun 13102020

October 13, 2020

172.þáttur. Kristinn Hjartarson kom í heimsókn og við ræddum um Covid 19 og allt tengt því ásamt að ræða um landsliðið, Man.Utd. og fleira.  Börkur Edvardsson formaður knd. Vals var á línunni og þar var komið víða við í því spjalli.  Þá var Óli Stefán Flóventsson þjálfari Sindra á Höfn í Hornafirði á línunni en Óli Stefán tekur við þjálfun liðsins eftir yfirstandandi leiktíð. 

Play this podcast on Podbean App