Episodes

20 hours ago
1022.þáttur. Mín skoðun. 04072025
20 hours ago
20 hours ago
Heil og sæl. Í dag ræði ég við Þórhall Dan og Svanhvíti um Bestu deildina, fráfall Diogo Jota, kvennalandsliðið, Lengjudeildina, N1 mótið á Akureyri og margt fleira. Ásthildur Helgadóttir spáir svo í leik Íslands og Sviss á EM kvenna í knattspyrnu auk þess sem við við förum aðeins í síðasta leik Íslands sem var tap gegn finnum. Þetta og margt fleira kæru hlustendur og takk fyrir að hlusta.

4 days ago
1021.þáttur. Mín skoðun. 01072025
4 days ago
4 days ago
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum ítarlega um Bestu deild karla, leiki síðustu umferðar og hvað er framundan. Við spáum einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins á milli Vals og Stjörnunnar ásamt einhverjum fréttum utan úr heimi. Margrét Lára Viðarsdóttir er svo á línunni og við spáum í leikinn hjá íslenska kvennalandsliðinu á morgun gegn Finnum. Maður kemur ekki að tómum kofanum þar sem Margrét Lára það eitt er víst. Takk fyrir að hlusta og eigið góðan dag.

Thursday Jun 26, 2025
1020.þáttur. Mín skoðun. 26062025
Thursday Jun 26, 2025
Thursday Jun 26, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Þórhalli Dan. Við tölum um Bestu deild karla og förum nokkuð ítarlega í það sem þar er í gangi. Við tölum einnig um þjálfaramál sem og vítaspyrnudóma í síðustu umferð Bestu deildarinnar og leikbönn og svo er ein Krummasaga tengd Víkingum. Svanhvít er síðan á línunni um kvennalandsliðið okkar en á morgun(föstudag) er æfingaleikur gegn Serbíu og síðan byrjar úrslitakeppni EM næsta miðvikudag. Við förum einnig í gang mála í Lengjudeildinni og svo fréttir og slúður.

Tuesday Jun 24, 2025
1019.þáttur. Mín skoðun. 24062025
Tuesday Jun 24, 2025
Tuesday Jun 24, 2025
Heil og sæl. Í dag er Kristinn Kærnested í spjalli um Bestu deild karla og við förum ítarlega í leikina sem voru í 12.umferð ásamt því að tala um felumótið, HM félagsliða og ýmislegt fleira. Svanhvít er svo á línunni og við förum yfir gang mála í Lengjudeildinni en þar eru eins og svo oft, ótrúlegir hlutir að gerast. Við tölum einnig um fréttir og slúður í boltanum og þá aðallega í enska boltanum ásamt einhverju fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Friday Jun 20, 2025
1018.þáttur. Mín skoðun. 20062025
Friday Jun 20, 2025
Friday Jun 20, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Einari Jónssyni handboltaþjálfara. Við ræðum um Final4, Gísla Þorgeir og Ómar Inga, landsliðið og U-21 árs landsliðið ásamt ýmsu fleiru. Svanhvít er á línunni og við spjöllum um Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla og sitthvað fleira. Kristinn Kærnested er svo í spjalli um Bestu deild karla, bikarinn, enska boltann og slúðrið þar sem og íslenska boltann. Við tölum einnig um bjórsölu á leikjum og fleira til. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Jun 12, 2025
1017.þáttur. Mín skoðun. 12062025
Thursday Jun 12, 2025
Thursday Jun 12, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Einar Jónssyni þjálfara Fram í handbolta og við tölum um Final 4 í Meistaradeildinni og einnig um íslenska handboltann. Kristinn Kærnested er á línunni um Bestu deild karla, íslenska landsliðið í fótbolta, fréttir og slúður og þá einkum um Liverpool. Svanhvít er svo í spjalli um Bestu deild kvenna, bikarkeppni kvenna í fótobolta og Lengjudeildina ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Tuesday Jun 03, 2025
1016.þáttur. Mín skoðun. 03062025
Tuesday Jun 03, 2025
Tuesday Jun 03, 2025
Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested. Við förum ítarlega í Bestu deild karla þegar tíu umferðir eru búnar og síðan förum við í Þjóðadeildina og fréttir af Liverpool. Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ er síðan á línunni um dómaramál til þessa á Íslandsmótinu. Ég legg margar spurningar fyrir hann og Þóroddur svarar af einlægni eins og ávallt. Því næst heyri ég í Svanhvíti og við tölum um leikinn Ísland-Frakkland í Þjóðadeild kvenna. Tölum síðan um Lengjudeildina og förum síðan í fréttir og slúður í boltanum. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Friday May 30, 2025
1015.þáttur. Mín skoðun. 30052025
Friday May 30, 2025
Friday May 30, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Haraldi Hróðmarssyni þjálfara Grindavíkur í fótbolta og við förum ítarlega í Bestu deild karla ásamt því að spá í næstu umferð. Við tölum einnig um Lengjudeildina og fleira fleira til og svo ein Krummasaga. Svanvhít er svo á línunni um Noreg-Ísland í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Við tölum einnig um Bestu deildina, förum vel í fréttir og flúður hér innanlands og ytra og svo ein Krummasaga að auki ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Tuesday May 27, 2025
1014.þáttur. Mín skoðun. 27052025
Tuesday May 27, 2025
Tuesday May 27, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum ítarlega um Bestu deild karla og spáum í spilin í næstu umferð ásamt því að tala um fögnuð stuðningsmanna Liverpool sem síðan breyttist í hörmungar. Því næst eru tveir handboltaþjálfarar í spjalli. Fyrst er Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals í viðtali og síðan Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram. Það er af nógu að taka í þætti dagsins og takk fyrir að hlusta.

Friday May 23, 2025
1013.þáttur. Mín skoðun. 23052025
Friday May 23, 2025
Friday May 23, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Ægi Þór Steinarssyni körfubolta snillingi. Við tölum um úrslitakeppnina, landsliðið, Hlyn Bærings og svo margt margt fleira, mjög gaman. Bjarni Fritzson handboltaþjálfari, rithöfundur og fleira er á línunni um Fram og Íslandsmeistaratitil þeirra í gær. Við ræðum um handbolta vítt og breytt. Að lokum heyri ég svo í Kristni Kærnested og við tölum um úrslitaleik Evrópudeildarinnar, Bestu deild karla og lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem er um helgina ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.