Episodes

Thursday Jun 24, 2021
345.þáttur. Mín skoðun. 24062021
Thursday Jun 24, 2021
Thursday Jun 24, 2021
345.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta í sportinu. Við tölum um peyjamótið í eyjum, þýska handboltann, Mjólkurbikarinn í fótbolta, EM, UEFA, og margt margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.

Wednesday Jun 23, 2021
344.þáttur. Mín skoðun. 23062021
Wednesday Jun 23, 2021
Wednesday Jun 23, 2021
344.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Mikil umræða hefur skapast eftir "Ákall KSÍ" vegna hegðunar foreldra, þjálfara og annarra í garð dómara og ég og Þórhallur Dan tókum þetta mál fyrir í gær. Eftir þátt gærdagsins fengum við félagar mörg skilaboð og símtöl er varðar þetta málefni og er það vel og takk fyrir það. Við höldum áfram að ræða þessi mál í dag ásamt því að fjalla um EM og Mjólkurbikarkeppni KSÍ. VIð förum aðeins í fréttir og slúður og eitthvað fleira. Njótið.

Tuesday Jun 22, 2021
343.þáttur. Mín skoðun. 22062021
Tuesday Jun 22, 2021
Tuesday Jun 22, 2021
343.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan. Við töæum meðal annars um ákall KSÍ vegna hegðunar í garð dómara. Tóti segir frá reynslu sinni sem þjálfari yngri flokka og einnig sem dómari á yngri flokka móti. Mjög athyglisverðar sögur. Þá tölum við um þjálfaraskiptin hjá FH, tippum á EM og fleira og fleira. Síðan hringi ég í Einar Bollason körfuboltagoðsögn og við ræðum um leikinn í kvöld á milli Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn. Verður Þór Íslandsmeistari í kvöld? Einar er hafsjór af visku og gaman að ræða við hann. Njótið dagsins elskurnar.

Monday Jun 21, 2021
342.þáttur. Mín skoðun. 21062021
Monday Jun 21, 2021
Monday Jun 21, 2021
342.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í þætti dagsins hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson. Við ræðum um körfuboltann þar sem Þór Þ. og Keflavík eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, EM í fótbolta og að sjálfsögðu PepsiMax. Við Tóti erum í tipparakeppni í EM og PepsiMax og þar er sko spenna. Við förum í fréttir og slúður og ein ótrúleg saga er af liði Chile sem er að keppa í Copa America. Þá heyri ég í Andra Steini Birgissyni en hann er sérfræðingur minn í Lengjudeildinni og við förum yfir stöðu mála þar eftir 7 umferðir. Njótið elskurnar.

Friday Jun 18, 2021
341.þáttur. Mín skoðun. 18062021
Friday Jun 18, 2021
Friday Jun 18, 2021
341.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Tippari vikunnar er á sínum stað. Hallgrímur Ólsafsson(Halli Melló) leikari með meiru er tippari vikunnar og það er mikið hlegið í kringum þann yndislega mann. Haukar og Valur mætast í kvöld í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar er á línunni og spáir í spilin með mér. Andri Steinn Birgisson er sérfræðingur minn í Lengjudeildinni og þar kemur maður ekki að tómum kofanum. 5 leikir eru í dag og á morgun í þessari æsispennandi deild. Þá heyri ég að sjálfsögðu í Þórhalli Dan og við förum yfir gang mála í EM, PepsiMax, slúður og fréttir og margt margt fleira ásamt því að spá í leikina á EM og í PepsiMax. Njótið helgarinnar.

Wednesday Jun 16, 2021
AUKAÞÁTTUR. Hörður Björgvin Magnússon 16062021
Wednesday Jun 16, 2021
Wednesday Jun 16, 2021
AUKAÞÁTTUR. Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður með CSKA Moskvu kom í heimsókn til mín á veröndina og við ræddum um allt í boltanum. Fram, landsliðið, samningsmál, framtíðina, meiðslin hjá honum og fleira og fleira. Njótið elskurnar og eigið góðan dag.

Wednesday Jun 16, 2021
340.þáttur. Mín skoðun. 16062021
Wednesday Jun 16, 2021
Wednesday Jun 16, 2021
340.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í FYRRI ÞÆTTI DAGSINS heyri ég í Andra Steini Birgissyni og við ræðum um Lengjudeildina en Fram og Þróttur mætast í kvöld. Keflavík og Þór Þorlákshöfn hefja í kvöld baráttu sína um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og ég heyri í Inga Þór Steinþórssyni körfuboltaþjálfara og gúrú. Þá er Þórhallur Dan Jóhannsson að sjálfsögðu á línunni og við ræðum um PepsiMax deildina, EM og Cristiano Ronaldo, handboltann og svo margt margt fleira. Seinni þáttur dagsins er svo AUKAÞÁTTUR þar sem ég ræði við Hörð Björgvin Magnússon landsliðsmann í fótbolta og leikmann CSKA Moskvu. Njótið

Tuesday Jun 15, 2021
339.þáttur. Mín skoðun. 15062021
Tuesday Jun 15, 2021
Tuesday Jun 15, 2021
339.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir íþróttasviðið. PepsiMax karla, EM, handboltann, landslið kvenna og íslensku liðin í Sambandsdeildinni(Conference League). Og þá tölum við aðeins um UEFA gegn danska landsliðinu en svo virðist sem dönum hafi verið stillt upp við vegg eftir atvikið með Eriksen. Eigið frábæran dag.

Monday Jun 14, 2021
338.þáttur. Mín skoðun. 14062021
Monday Jun 14, 2021
Monday Jun 14, 2021
338.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins hringi ég í Þórhall Dan og við förum um víðan völl. Eiðs Smára-málið er tekið fyrir, við ræðum um Christian Eriksen og í því samhengi UEFA og BBC. Þá förum við aðeins í Copa America, PepsiMax er á sínum stað og svo EM og margt fleira. Ég hringi svo í Einar Andra Einarsson handboltagúrú og við tölum um úrslitakeppnina í handbolta. Við ræðum einnig um afrek Arons Pálmarssonar og svo um þýsku deildina í handbolta en þar eigum við íslendingar margan snillinginn. Njótið.

Friday Jun 11, 2021
337.þáttur. Mín skoðun. 11062021
Friday Jun 11, 2021
Friday Jun 11, 2021
337.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Það er fjör í þætti dagsins. Tippari vikunnar er enginn annar en Garðar Örn Hinriksson fyrrum fótboltadómari oft nefndur Rauði Baróninn. Mikill snillingur og við eigum frábært spjall um dómgæslu og svo margt fleira ásamt því að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Þá hringi ég í Þórhall Dan og ræði við kappann um boltann um helgina og við erum komnir í tippara keppni í EM. Tóti segir einnig sögu af sér og Garðari Erni. Þá heyri ég í Andra Steini Birgissyni sérfræðingi mínum í Lengjudeildinni og við tölum um leiki gærkvöldsins ásamt því að spjalla um leikina sem eftir eru í þessari 6.umferð. Njótið helgarinnar elskurnar og verið góð hvert við annað.

