Episodes

Friday Jul 09, 2021
355.þáttur. Mín skoðun. 09072021
Friday Jul 09, 2021
Friday Jul 09, 2021
355.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Tippari vikunnar er enginn annar en Þorlákur Árnason sem er nýkominn til landsins en hann var síðastliðin tvö og hálft ár yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong og við ræðum um veru hans þar ytra. Hörður Magnússon fræðir okkur um stórleik Argentínu og Brasilíu í úrslitum Copa America en leikurinn er annaðkvöld í beinni á Viaplay. Andri Steinn Birgisson fer yfir gang mála í Lengjudeildinni en heil umferð er á dagskrá í dag og á morgun. Að sjálfsögðu er Þórhallur Dan Jóhannsson svo á línunni en við ræðum um úrslitaleik EM á milli Ítalíu og Englands og úrslitaleikinn í Copa America ásamt því að fara í PepsiMax deildina og svo margt margt fleira. Njótið elskurnar og góða helgi.

Thursday Jul 08, 2021
354.þáttur. Mín skoðun. 08072021
Thursday Jul 08, 2021
Thursday Jul 08, 2021
354.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins hringi ég í Kristin Jakobsson okkar besta dómara fyrr og síðar og tala við hann um vítaspyrnudóminn í leik Englands og Danmerkur á EM í gær. Við ræðum um það atvik sem og atvikið með að tveir boltar voru inná vellinum í aðdraganda dómsins og margt margt fleira. Þá hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson og við fjöllum um leikinn, vítaspyrnudóminn þar sem við Tóti erum ósammála. Við ræðum um íslensku liðin í evrópukeppninni en þrjú lið eru að leika í dag, FH, Stjarnan og Breiðablik. Slúður og fréttir er svo á sínum stað og margt fleira. Njótið.

Wednesday Jul 07, 2021
353.þáttur. Mín skoðun. 07072021
Wednesday Jul 07, 2021
Wednesday Jul 07, 2021
353.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sviðið í fótboltanum. EM, Copa America, tipparakeppnin okkar er tekin fyrir, slúður, Krummasögur, PepsiMax kvenna og margt margt fleira. Njótið og eigið góðan dag.

Tuesday Jul 06, 2021
352.þáttur. Mín skoðun. 06072021
Tuesday Jul 06, 2021
Tuesday Jul 06, 2021
352.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan og við förum yfir sviðið í boltanum, slúður og bara allt saman. Mjög gaman. Þá hringi ég í Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni og við förum yfir leikina í 10.umferð. Við tölum einnig um fréttir og slúður í deildinni. Njótið.

Thursday Jul 01, 2021
350.þáttur. Mín skoðun. 01072021
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
350.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins hringi ég fyrst í Þórhall Dan Jóhannsson. Við spjöllum um Covid19 en smit kom innan raða Fylkis í meistaraflokki karla og stór hluti liðsins er kominn í sóttkví. Við ræðum einnig um PepsiMax kvenna og svo aðeins um Lengjudeildina og svo förum við í óskalista Solskjær hjá Man.Utd. Þá hringi ég í Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni en heil umferð er á dagskrá í deildinni í kvöld. Njótið.

Wednesday Jun 30, 2021
349.þáttur. Mín skoðun. 30062021
Wednesday Jun 30, 2021
Wednesday Jun 30, 2021
349.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum í dag yfir helstu fréttir. Við tölum um EM, körfubolta, slúður og svo margt, margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.

Tuesday Jun 29, 2021
348.þáttur. Mín skoðun. 29062021
Tuesday Jun 29, 2021
Tuesday Jun 29, 2021
348.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins hringi ég fyrst í Þórhall Dan Jóhannsson. Við ræðum um PepsiMax deildina og fjöllum aðeins um Sævar Atla Magnússon leikmann Leiknis sem farið hefur á kostum það sem af er leiktíð. Við ræðum einnig um EM í fótbolta en okkur félögum gengur hálf illa að tippa á rétt úrslit hahahhaha. Þá hringi ég í Ómar Inga Magnússon, markakóng Bundesligunnar í handbolta, en þessi frábæri leikmaður er búinn að leika stórkostlega í vetur með Magdeburg. Njótið elskurnar.

Monday Jun 28, 2021
347.þáttur. Mín skoðun. 28062021
Monday Jun 28, 2021
Monday Jun 28, 2021
347.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan ræðum málin í þætti dagsins. Við tölum um EM þar sem Tóti er enn með forystu í tipparakeppninni, ótrulegt en satt. Við ræðum einnig um PepsiMax deildina, förum aðeins inná þýska handboltann og svo eru Krummasögur í lok þáttar. Njótið.

Friday Jun 25, 2021
346.þáttur. Mín skoðun. 25062021
Friday Jun 25, 2021
Friday Jun 25, 2021
346.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Tippari vikunnar er enginn annar en Gummi Ben og ég skora á ykkur á að hlusta á spá kappans en hann tippar á 5 leiki á Lengjunni, 4 á EM og 1 í PepsiMax. Andri Steinn Birgisson er sérfræðingur minn í Lengjudeildinni og hann spáir í 8.umferð sem hefst í kvöld. Þórhallur Dan er svo á línunni. Við tölum um UEFA og öll vandræðin sem eru þar á bæ, við spáum í leiki helgarinnar á EM og PepsiMax ásamt því að spá í spilin fyrir leikinn í kvöld á milli Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur. Njótið helgarinnar elskurnar.

Thursday Jun 24, 2021
345.þáttur. Mín skoðun. 24062021
Thursday Jun 24, 2021
Thursday Jun 24, 2021
345.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta í sportinu. Við tölum um peyjamótið í eyjum, þýska handboltann, Mjólkurbikarinn í fótbolta, EM, UEFA, og margt margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.

