Episodes

Monday Aug 23, 2021
385.þáttur. Mín skoðun. 23082021
Monday Aug 23, 2021
Monday Aug 23, 2021
385.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins fer ég yfir gang mála í sportinu með Þórhalli Dan. Það var nóg um að vera um helgina og fjörið heldur áfram. PepsiMax karla og kvenna, enski boltinn, ítalski boltinn, Mourinho, Ronaldo og svo íslenska landsliðið sem verður valið í vikunni fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Njótið dagsins.

Friday Aug 20, 2021
384.þáttur. Mín skoðun. 20082021
Friday Aug 20, 2021
Friday Aug 20, 2021
384.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Tippari vikunnar er að þessu sinni Siggi Hlö hinn eini sanni. Kappinn sá heldur með Víkingi og Man.Utd. svona ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. Hann tippar á 5 leiki á Lengjunni og við ræðum um liðin og einnig um ferðaskrifstofubransann en Siggi á Visitor.is sem sérhæfir sig í fótboltaferðum meðal annars. Þá er Þórhallur Dan á línunni en við ræðum um Lengjudeildina, PepsiMax, enska boltann, þýska boltann, Mourinho, fréttir og slúður. Nóg um að vera hjá okkur félögum. Njótið helgarinnar.

Thursday Aug 19, 2021
383.þáttur. Mín skoðun. 19082021
Thursday Aug 19, 2021
Thursday Aug 19, 2021
383.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um PepsiMax kvenna, boltann í Evrópu, slúður og fréttir, þar á meðal um Kane, Mbappe, Donnarumma og Mourinho. Þá heyri ég í Andra Steini Birgissyni um Lengjudeild karla. Þrír leikir eru í kvöld og við förum yfir sviðið. Andri Steinn er afar fróður um Lengjudeildina. Njótið.

Wednesday Aug 18, 2021
382.þáttur. Mín skoðun.18082021
Wednesday Aug 18, 2021
Wednesday Aug 18, 2021
382.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég fyrst í Þórhall Dan og við förum um víðan völl í boltanum. PepsiMax kvenna, eyjamenn í sóttkví, yfirlýsing KSÍ vegna ofbeldimála og margt margt fleira. Því næst hringi ég til Svartfjallalands og heyri í Hannesi S.Jónssyni formanni KKÍ sem er rámur eftir sigur Íslands á dönum í gær og einnig heyri ég í Kristni Pálssyni leikmanni Íslands. Þeir tveir voru glaðir rétt áður en haldið var heim á leið. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur og körfuboltagúrú er einnig í spjalli þar sem við ræðum um árangur Íslands og leikinn í gær og einnig komum við inná stöðu mála hjá Njarðvík. Njótið.

Tuesday Aug 17, 2021
381.þáttur. Mín skoðun. 17082021
Tuesday Aug 17, 2021
Tuesday Aug 17, 2021
381.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Þórhallur Dan er á línunni í dag í uppahfi þáttar. Við ræðum um PepsiMax leikina sem fóru fram í gær og Tóti tjáir sig eins og honum einum er lagið. Við ræðum einnig um Barcelona sem virðist vera nánast gjaldþrota og svo Ronaldo en líkur aukast nú á að hann fari frá Juventus. Þá heyri ég í Benedikt Guðmundssyni körfuboltaþjálfara og gúru en Ísland mætir dönum í dag í undankeppni HM þar sem Ísland þarf sigur til að tryggja sig áfram. Njótið.

Monday Aug 16, 2021
380.þáttur. Mín skoðun. 16082021
Monday Aug 16, 2021
Monday Aug 16, 2021
380.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan Jóhannssyni. Við ræðum um enska boltann um helgina, Haaland hjá Dortmund og svo einnig um bréf Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kennara sem birt var í fjölmiðlum um helgina. Þá hringi ég í Andra Stein Birgisson og við ræðum um Lengjudeildina. Þar förum við inná dómgæslu og annað en alvarlegt atvik átti sér stað í leik Kórdrengja og ÍBV þar sem leikmaður Kórdrengja var fluttur á sjúkrahús. Andri Steinn er svo 100% viss um valskonur séu orðnar íslandsmeistarar í PepsiMax deildinni eftir sigur á blikum á föstudag. Þetta og fleira til í spjalli mínu við Þórhall Dan og Andra Stein í dag. Njótið.

Friday Aug 13, 2021
379.þáttur. Mín skoðun. 13082021
Friday Aug 13, 2021
Friday Aug 13, 2021
379.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag er nóg um að vera. Tippari vikunnar er enginn annar en Hreimur, Lífið er yndislegt. Við ræðum um leiki helgarinnar og förum aðeins í stöðuna hjá honum í tónlistarbransanum. Benedikt Guðmundsson körfuboltasérfræðingur er á línunni en við ræðum um íslenska karlalandsliðið sem er nú við þátttöku í undankeppni HM. Ísland tapaði í gær fyrir Svartfjallalandi og í dag er andstæðingurinn lið Danmerkur. Þá heyri ég í Andra Steini Birgissyni og þar á eftir í Hödda Mag. og við förum yfir spár þeirra í enska boltanum og þýska boltanum. Það er þvílíkt gaman að hlusta á þá tala um sínar spár. Auk þess förum við Andri Steinn yfir gang mála í Lengjudeildinni, PepsiMax karla og kvenna og svo bikarinn. Njótið.

Thursday Aug 12, 2021
378.þáttur. Mín skoðun. 12082021
Thursday Aug 12, 2021
Thursday Aug 12, 2021
378.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í dag heyri ég í Andra Steini Birgissyni og við ræðum um boltann hér heima, Mjólkurbikarinn, Breiðablik, sektir þjálfara og fleira. Þá hringi ég út til Podgorica í Svartfjallalandi og heyri fyrst í Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ og síðan í Hjalta Vilhjálmssyni aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins en Ísland mætir Svartfjallalandi í dag í undankeppni HM. Ég talaði við Hannes um kostnaðinn við svona ferðalag, styrk frá hinu opinbera, Laugardalshöll og margt fleira. Njótið.

Wednesday Aug 11, 2021
377.þáttur. Mín skoðun. 11082021
Wednesday Aug 11, 2021
Wednesday Aug 11, 2021
377.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks öllsömul. Í dag er góður dagur. Ég hringi í þann ágæta kappa, Andra Stein Birgisson og við ræðum um allt sem skiptir máli eða þannig. Mjólkurbikarinn í karlaflokki er tekinn fyrir, bæði leikirnir í gær og sem eru á dagskrá í kvöld. Þá er Lengjudeildin á sínum stað, Messi kemur við sögu sem og þetta ótrúlega lið sem PSG er orðið og margt margt fleira. Njótið.

Tuesday Aug 10, 2021
376.þáttur. Mín skoðun. 10082021
Tuesday Aug 10, 2021
Tuesday Aug 10, 2021
376.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag heyri ég í Andra Steini Birgissyni og við höfum um margt að spjalla. PepsiMax karla, Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn svo eitthvað sé nefnt. Þá förum við í fréttir og slúður og Andri Steinn er alveg á því að Messi verði áfram hjá Barcelona. Njótið.

