Episodes

Monday Sep 06, 2021
395.þáttur. Mín skoðun. 06092021
Monday Sep 06, 2021
Monday Sep 06, 2021
395.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag heyri ég í Andra Steini Birgissyni sérfræðingi mínum um Lengjudeildina og við ræðum um leiki helgarinnar og margt fleira. Þar á eftir hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson gúrú, og við tölum um landsliðið í fótbolta, leikinn í gær og næsta leik og svo um KSÍ málið. Við ræðum einnig um Brasilíu Argentínu og margt margt fleira. Njótið.

Friday Sep 03, 2021
394.þáttur. Mín skoðun. 03092021
Friday Sep 03, 2021
Friday Sep 03, 2021
394.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Andri Steinn Birgisson ræðum um Lengjudeildina í fótbolta en 5 leikir eru á dagskrá nú um helgina. Andri Steinn veit gjörsamlega allt um þessa deild. Þá heyri ég í Þórhalli Dan og við förum yfir landsleikinn í gær. Þá fer Tóti inná KSÍ málið í allri sinni mynd og talar með tveimur hrútshornum. Við ræðum einnig um U21 árs liðið, enska landsliðið og margt margt fleira. Njótið helgarinnar. Áfram ÍSLAND.

Thursday Sep 02, 2021
393.þáttur. Mín skoðun. 02092021
Thursday Sep 02, 2021
Thursday Sep 02, 2021
393.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan spjöllum saman í dag. Við förum yfir KSÍ málið, tölum um markamet Ronaldo og fleira honum tengt, blikastúlkur eru komnar með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar, Fylkir fékk nýjan þjálfara og svo ræðum við um leikinn Ísland - Rúmenía sem er í kvöld í undankeppni HM. Þetta og margt fleira. ÁFRAM ÍSLAND.

Wednesday Sep 01, 2021
392.þáttur. Mín skoðun. 01092021
Wednesday Sep 01, 2021
Wednesday Sep 01, 2021
392.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Ég og Þórhallur Dan förum yfir víðan völl í þætti dagsins. KSÍ málið er fyrst á dagskrá hjá okkur og svo er landsliðið einnig til umræðu. Við förum yfir félagaskiptagluggann sem lokaði í gær og margt margt fleira. Njótið.

Tuesday Aug 31, 2021
391.þáttur. Mín skoðun. 31082021
Tuesday Aug 31, 2021
Tuesday Aug 31, 2021
391.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Afsakið hvað þáttur dagsins kemur seint inn en það er vegna tæknimála en nú er sem sagt allt komið í lag. Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan og við förum yfir mál málanna, KSÍ. Þar gengur mikið á og Tóti Dan liggur ekki á skoðunum. Við tölum líka um PepisMax kvenna en Fylkir er í fallsæti í þeirri deild og svo um þjálfaraskipti hjá karlaliði Fylkis. Þá hringi ég í Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni og við förum yfir leiki dagsins. Njótið.

Monday Aug 30, 2021
390.þáttur. Mín skoðun.30082021
Monday Aug 30, 2021
Monday Aug 30, 2021
390.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan Jóhannsson yfir víðan völl. Við byrjum á að fara yfir stórtíðindi gærgadsins þar sem formaður KSÍ sagði af sér. Tóti Dan er með sína skoðun á öllu þessu máli og talar með tveimur hrútshornum eins og stundum er sagt. Við förum einnig yfir PepsiMax karla þar sem blikar tróna á toppnum en Fylkir er í fallsæti. Þá förum við í enska boltann, Ronaldo, þýska boltann og fleira til. Njótið.

Friday Aug 27, 2021
389.þáttur. Mín skoðun. 27082021
Friday Aug 27, 2021
Friday Aug 27, 2021
389.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag er nóg um að vera. Þórhallur Dan er fyrsti viðmælandinn og við förum yfir PepsiMax deild karla, enska boltann, Meistaradeildina, Ronaldo og svo um viðtal Kastljóss við Guðna Bergsson í gær. Tippari vikunnar er Heimir Eyvindarson texta-og lagahöfundur, meðlimur í hljómsveitinni Á Móti Sól, Liverpool-aðdáandi með meiru. Hann er nýlentur í Liverpool-borg en hann ætlar að fara á leik Liverpool og Chelsea á morgun. Heimir tippar á 5 leiki á Lengjunni ásamt því að við spjöllum um daginn og veginn. Þá er Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeildinni á línunni. Andri Steinn fer yfir leiki helgarinnar og eins og svo oft áður, þá er hann ótrúlega getspakur. Njótið helgarinnar.

Thursday Aug 26, 2021
388.þáttur. Mín skoðun. 26082021
Thursday Aug 26, 2021
Thursday Aug 26, 2021
388.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan. Við ræðum um PepsiMax kvenna þar sem Valur varð Íslandsmeistari í gær og við óskum valsstúlkum innilega til hamingju með titilinn. Við ræðum einnig um PepsiMax karla þar sem Breiðablik er komið í efsta sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þá höldum við áfram að ræða um landsliðið okkar í fótbolta en hópurinn sem mætir Rúmeníu, N-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM var valinn í gær. Tóti er með margar spurningar varðandi valið. Þá förum við yfir Ronaldo og Man.City sem allt stefnir í að gangi eftir þ.e. að Ronaldo sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina á ný. Njótið.

Wednesday Aug 25, 2021
387.þáttur. Mín skoðun. 25082021
Wednesday Aug 25, 2021
Wednesday Aug 25, 2021
387.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag var landsliðshópurinn valinn sem mætir Rúmeníu, Norður Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í fótbolta. Ég og Þórhallur Dan ræðum um valið og stöðu landsliðsins. Við tölum einnig um PepsiMax karla en þrír leikir eru í dag og svo geta valsstúlkur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag með sigri á Tindastóli. Krummasögur eru einar þrjár í þætti dagsins og svo einnig fréttir og slúður þar sem Ronaldo, Mbappe, Kane og fleiri koma við sögu. Njótið.

Tuesday Aug 24, 2021
386.þáttur. Mín skoðun. 24082021
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
386.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í dag hringi ég í Þórhall Dan og við ræðum um leikina í PepsiMax karla í gær. Tóta er tíðrætt um leik Stjörnunnar og Fylkis þar sem garðbæðingar höfðu 2-0 sigur. Við ræðum einnig um West Ham sem er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Leicester í gær og svo ræðum við einnig um Ronaldo. Seinna símtal dagsins er við Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í Lengjudeildinni en 5 leikir eru í dag í deildinni. Andri Steinn spáir í spilin fyrir leiki dagsins. Njótið.

