Mín skoðun
439.þáttur. Mín skoðun. 05112021

439.þáttur. Mín skoðun. 05112021

November 5, 2021

439.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Það er nóg um að vera í þætti dagsins. Valur var í gær að fá tvo flotta leikmenn til sín fyrir átökin næsta sumar. Aron Jóhannsson er komin heim úr atvinnumennsku og garðbæingurinn Heiðar Ægisson ákvað að skipta yfir í Val. Ég ræði ítarlega við þá kappa. Þar á eftir hringi ég í Þórhall Dan og við förum um víðan völl. Evrópudeildin, enski boltinn, ítalski boltinn, Covid 19 og stjórn KSÍ koma meðal annars við sögu hjá okkur og margt fleira. Njótið helgarinnar og takk fyrir að hlusta í vikunni. 

438.þáttur. Mín skoðun. 04112021

438.þáttur. Mín skoðun. 04112021

November 4, 2021

438.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Landsliðshópur karla í fótbolta, sem mætir Rúmeníu og N-Makedóníu í undankeppni HM, var valinn í dag. Við Þórhallur Dan förum yfir valið og Tóti Dan segir sína skoðun á valinu ásamt fleiru. Við ræðum um meistaradeildina en Tóti var óvenju getspakur í gær og við tölum einnig um evrópudeildina en fjölmargir leikir eru þar. Valsmenn koma við sögu og svo fréttir og slúður. Njótið og lifið heil.  

437.þáttur. Mín skoðun. 03112021

437.þáttur. Mín skoðun. 03112021

November 3, 2021

437.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Þátturinn í dag er fjörugur að vanda. Þórhallur Dan er í stuði og er ekki sáttur með leik sinna manna í Man.Utd. Við förum yfir meistaradeildina í gær og það sem er framundan í dag. Krummasögur eru á sínum stað og þar tölum við aðeins um Val. Njótið og lifið heil. 

436.þáttur. Mín skoðun. 02112021

436.þáttur. Mín skoðun. 02112021

November 2, 2021

436.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir málin í sportinu. Emil Pálsson knattspyrnukappi fær okkar bestu kveðju, bikarinn í körfubolta, þjálfararnir Conte og Emery koma við sögu, við förum í leikina í meistaradeildinni og Krummasaga dagsins kemur úr handboltanum. Njótið og lifið heil. 

435.þáttur. Mín skoðun. 01112021

435.þáttur. Mín skoðun. 01112021

November 1, 2021

435.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Það er nóg um að vera í dag. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sviðið um helgina. Enski boltinn, Tottenham, Man.Utd, Liverpool, West Ham, Man.City og fleira. Er Conte að taka við Tottenham? Ítalski boltinn, Milan vann og Zlatan er einstakur. Messi og Barcelona koma við sögu, Krummasögur eru svo á sínum stað og góðir bitar þar á ferð. Þetta og margt fleira. Njótið og lifið heil.

434.þáttur. Mín skoðun. 29102021

434.þáttur. Mín skoðun. 29102021

October 29, 2021

434.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég fyrst í Þórhall Dan og við ræðum um tvær skeytasendingar sem mér barst á messenger á Mín skoðun á Facebook. Krummasaga dagsins kemur úr röðum stjórnar KSÍ. Við förum yfir körfuboltann og handboltann. Ræðum um leiki helgarinnar og margt fleira. Tippari vikunnar er enginn annar en Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Símans og leikari með meiru. Mikill snillingur þar á ferð og við tölum um leikina 5 á Lengjunni auk þess að ræða um daginn og veginn. Njótið helgarinnar. 

433.þáttur. Mín skoðun. 28102021

433.þáttur. Mín skoðun. 28102021

October 28, 2021

433.þáttur. Mín skoðun.  Heil og sæl. Í gær var ótrúlegur dagur í sportinu og þá einkum í fótboltanum. Koeman rekinn frá Barca, Juve tapaði enn og aftur, Man.City var slegið út úr deildarbikarnum eftir að hafa unnið þá keppni s.l. fjögur ár, stærsti ósigur Bayern frá 1978 leit dagsins ljós í gær og margt fleira þarna. Krummasögur eru í dag og þær snúa að stjórn KSÍ og formannskjöri ásamt sögu Tóta úr skipulagi fótboltamóta yngri flokka. Þetta og sitthvað fleira. Njótið og lifið heil.  

432.þáttur. Mín skoðun. 27102021

432.þáttur. Mín skoðun. 27102021

October 27, 2021

432.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan ræðum um margt í dag. Við byrjum á landsleiknum í gær þar sem stelpurnar okkar völtuðu yfir Kýpur. Síðan förum við í stjórn og nefndir KSÍ og öll þau mál. Tölum um ítalska boltann og einnig þann enska. Nýtt í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs og förum svo í fréttir og slúður. Njótið og lifið heil. 

431.þáttur. Mín skoðun. 26102021

431.þáttur. Mín skoðun. 26102021

October 26, 2021

431.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta og spáum í úrslitin. Þá tölum við nokkuð mikið um stöðuna hjá Manchester United. Er Conte að fara að taka við eða verður Solskjær áfram? Við tölum einnig um deildarbikarinn í kvöld, förum aðeins í ítalska boltann og svo fréttir og slúður. Er Salah að leika sitt síðasta tímabil fyrir Liverpool? Njótið. 

430.þáttur. Mín skoðun. 25102021

430.þáttur. Mín skoðun. 25102021

October 25, 2021

430.þáttur. Mín skoðun.  Heil og sæl og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan spjöllum saman í þætti dagsins. Við tölum um stórleikinn um helgina á milli Man.United og Liverpool. Hvað er til ráða hjá United? Við spjöllum einnig um um önnur lið í deildinni, svosem West Ham, Chelsea, Tottenham og fleiri. Þá förum við yfir gang mála á Spáni, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og víða. Kvennalandsliðið okkar er einnig aðeins tekið fyrir en nánar um það á morgun þar sem stelpurnar okkar mæta Kýpur á morgun í undankeppni HM. Njótið. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App