Episodes

Tuesday Apr 15, 2025
1003.þáttur. Mín skoðun. 15042025
Tuesday Apr 15, 2025
Tuesday Apr 15, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég Kristni Kærnested og við förum yfir gang mála í Bestu deild karla, evrópuboltann og enska boltann ásamt ýmsu fleiru. Bjarni Fritzson handboltaþjálfari og rithöfundur spáir í spilin í úrslitakeppni karla en undanúrslit hefjast á morgun og við spjöllum líka um úrslitakeppni kvenna og golf. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppnina í körfubolta. Við tölum líka um evrópuboltann og Bestu deild kvenna sem hefst í dag ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Gleðilega páska.

Friday Apr 11, 2025
1002.þáttur. Mín skoðun. 11042025
Friday Apr 11, 2025
Friday Apr 11, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan og við tölum um Evrópuboltann, Man.Utd. Onana og fleira þar. Þá förum við yfir Bestu deildina en heil umferð er á dagskrá á sunnudag og á mánudag. Tóti spáir í leikina en hann hafði fjóra leiki rétta í fyrstu umferð. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ er á línunni um dómgæsluna í fyrstu umferð og fleira tengt því einsog hvenær kemur VAR. Svanhvít er svo í spjalli um úrslitakeppnina í körfubolta karla og kvenna og þar er af nógu að taka. Við tölum einnig um Mo Salah og enska boltann um helgina og rýnum í daginn í dag. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Apr 08, 2025
1001.þáttur. Mín skoðun. 08042025
Tuesday Apr 08, 2025
Tuesday Apr 08, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um Bestu deild karla og þar er nú aldeilis margt að spjalla um. Við förum yfir Meistaradeild Evrópu og fleira því tengdu, ásamt að líta á gang mála í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Jón Halldórsson nýr formaður HSÍ er í viðtali. Við ræðum um hugsanlegar breytingar sem fylgja nýjum formanni. Sjónvarpssamningar sambandsins eru til umræðu og kvennaleikirnir gegn Ísrael og eitthvað fleira til. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppni karla og kvenna í körfubolta en þar eru óvæntir hlutir að gerast. Við förum einnig aðeins í Meistaradeildina og Evrópudeildina. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Apr 04, 2025
1000.þáttur. Mín skoðun. 04042025
Friday Apr 04, 2025
Friday Apr 04, 2025
Heil og sæl. Í dag er óvenju langur þáttur. Fjórir aðilar spá í spilin fyrir Bestu deild karla sem hefst á morgun. Spáð er í röð liðanna og fleira. Spámennirnir eru; Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan, Haraldur Hróðmarsson og Gummi Ben. Á eftir þeim kemur svo Bjarni Fritzson þjálfari ÍR í handbolta og spáir í úrslitakeppnina í handbolta karla sem hefst í dag og að lokum er það svo Svanhvít sem spjallar við mig um úrslitakeppnina í körfubolta sem og enska boltann um helgina og við förum einnig í einhverjar slúður fréttir. Stútfullur og langur tímamótaþáttur. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Apr 01, 2025
999.þáttur. Mín skoðun. 01042025
Tuesday Apr 01, 2025
Tuesday Apr 01, 2025
Heil og sæl. Í dag er Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í viðtali og við ræðum um náttúruhamfarir í Grindavík sem byrjuðu í morgun, íslenska boltann og enska boltann. Gunnlaugur Jónsson sjónvarpsmaður og fyrrum fótboltakappi er á línunni um þætti um Arnar og Bjarka-Gunnlaugssyni en fyrsti þáttur fór í loftið á sunnudag. Gulli spáir einnig í íslenska boltann ásamt fleiru. Svanhvít er svo í spjalli um úrslitakeppni karla og kvenna í körfuboltanum en karlarnir byrja á morgun. Við tölum einnig um enska boltann og sitthvað fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Mar 28, 2025
998.þáttur. Mín skoðun. 28032025
Friday Mar 28, 2025
Friday Mar 28, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Einari Jónssyni handboltaþjálfara og við tölum um Olísdeildir karla og kvenna og úrslitakeppnina hjá körlunum ásamt því að spjalla um Hauka og Val sem eru að leika um helgina í evrópukeppninni. Svanhvít er á línunni um lokaumferðina í Bónusdeild karla í körfuknattleik og svo tölum við um enska bikarinn og íslenska boltann. Kristinn Kærnested er í spjalli um enska boltann, slúðurfréttir, Liverpool og íslenska boltann. Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls er svo á línunni frá Sauðárkróki en Tindastóll varð í gær deildarmeistari í fyrsta sinn. Þetta og margt fleira í þætti dagsins og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Mar 25, 2025
997.þáttur. Mín skoðun. 25032025
Tuesday Mar 25, 2025
Tuesday Mar 25, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og við ræðum um íslenska karlalandsliðið í fótbolta, rýnum til gagns og tölum um Liverpool og fréttir úr þeim herbúðum ásamt fleiru. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er á línunni um lokaumferðina í Olísdeildinni og ég spyr hann um ummæli Kára Árnasonar og Kristins Albertssonar um handbolta. Svanhvít er svo í spjalli um lokaumferðina í Bónsudeild karla í körfuknattleik ásamt því að við förum í slúðurfréttir úr fótboltanum. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Mar 21, 2025
996.þáttur. Mín skoðun.21032025
Friday Mar 21, 2025
Friday Mar 21, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Ásgeiri Erni Hallgrímssyni þjálfara Hauka í handbolta og við tölum um Olísdeildina, Hauka í Evrópukeppninni og framtíð hans í þjálfaramálum ásamt fleiru. Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls í körfubolta er í spjalli um VÍS bikarúrslitaleikina sem eru á morgun, Bónsudeildina og lokaumferðina í næstu viku ásamt því að hann er hættur með kvennalandsliðið. Afhverju verður hann ekki áfram? Kristinn Kærnested talar við mig um Kosóvó-Ísland ásamt því að við förum yfir fleiri leiki í Þjóaðeildinni og svo aðeins að íslenska markaðinum en Besta deildin hefst eftir 15 daga. Svanhvít er svo á línunni og við ræðum um biakrúrslitin í körfunni á morgun sem og landsleikinn í gær, Kosóvó-Ísland og spáum í spilin fyrir sunnudaginn. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlust og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Mar 18, 2025
995.þáttur. Mín skoðun.18032025
Tuesday Mar 18, 2025
Tuesday Mar 18, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur. Kristinn Kærnested ræðir við mig um íslenska landsliðið í fótbolta sem mætir Kosóvó, við tölum líka um Liverpool, íslenska boltann og svo er ein Krummasaga tengd Val. Einar Jónsson gerir upp landsleikina gegn Grikklandi í handboltanum og svo tölum við um Olísdeildina en næst síðasta umferðin fer fram á morgun. Kristinn Albertsson er nýr formaður KKÍ og við tölum um kjörið, útlendingamál í körfuboltanum, VÍS bikarinn og spurningin hvort einhverjar breytingar verði á næstunni með nýjum formanni. Svanhvít er svo á línunni og við tölum um Ísland-Kosóvó og hvernig Arnar stillir væntanlega upp og svo er það slúðrið í boltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Mar 14, 2025
994.þáttur. Mín skoðun.14032025
Friday Mar 14, 2025
Friday Mar 14, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Þóroddi Hjaltalín yfirmanni dómaramála hjá KSÍ. Við förum yfir lagabreytingar fyrir fótboltann í sumar en Besta deild karla hefst eftir 21 dag ásamt að við tölum um VAR og fleira. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótbolta er á línunni og við tölum um evrópuboltann í vikunni og svo ítarlega um fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar ásamt fleiru. Svanhvít er svo í spjalli um Bónusdeildina, enska boltann um helgina, spænska boltann og þann ítalska og sitthvað fleira. Njótið helgarinn og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.