Mín skoðun
456.þáttur. Mín skoðun. 30112021

456.þáttur. Mín skoðun. 30112021

November 30, 2021

456.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag hringi ég í Viðar Örn Kjartansson fótboltakappa hjá Valerenga í Noregi. Viðar Örn hefur í fjölmiðlum að undanförnu verið orðaður við íslensk félgö og hann svarar þeirri spurningu ásamt fleirum. Þórhallur Dan er að sjálfsögðu á sínum stað. Við tölum um körfuboltalandsliðið okkar, förum aðeins í pólitíkina, kvennalandsliðið í fótbolta, FIFA og skandalinn að Lewandowski skyldi ekki vera valinn bestur, Juventus kemur við sögu og margt fleira. Njótið og lifið heil. 

455.þáttur. Mín skoðun. 29112021

455.þáttur. Mín skoðun. 29112021

November 29, 2021

455.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins tala ég fyrst við Þórhall Dan um fótboltann og handboltann um helgina. Enski boltinn, íslenska karlalandsliðið, Juventus í rannsókn á Ítalíu, Olísdeildina og margt fleira. Því næst eru það strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu en þeir mæta Rússlandi ytra í dag í undakeppni HM. Frábær sigur á Hollandi síðasta föstudag og okkar menn eru bjartsýnir fyrir leikinn í kvöld. Hjalti aðstoðarþjálfari og svo Tryggvi Hlinason og Elvar Már eru í viðtali. Leikurinn í dag hefst klukkan 17.00 og við segjum bara ÁFRAM ÍSLAND. 

454.þáttur. Mín skoðun. 26112021

454.þáttur. Mín skoðun. 26112021

November 26, 2021

454.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. KSÍ er enn og aftur til umfjöllunar hjá mér og Þórhalli Dan í dag. Afhverju er ekki haldinn fréttamannafundur? Þessi spurning brennur á vörum fjölmiðlamanna ásamt mörgum öðrum. Við förum í evrópuboltann og enska boltann og margt fleira. Ægir Þór fyrirliði körfuoltalandsliðsins er á línunni frá Hollandi ásamt Baldri Þór aðstoðarþjálfara en Ísland mætir Hollandi í dag undakeppni HM. Þvílikir kappar þar á ferð. ÁFRAM ÍSLAND. 

453.þáttur. Mín skoðun. 25112021

453.þáttur. Mín skoðun. 25112021

November 25, 2021

453.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag höldum við Þórhallur Dan áfram að tala um KSÍ og þá staðreynd að formaðurinn og fleiri svara ekki í símann.  Hvað er í gangi þar á bæ? Við ræðum einnig um meistaradeildina í gær, PSG, Man.City, Liverpool, AC Milan, og fleiri lið koma þar við sögu. Laugardalshöll og Laugardalsvöllur koma einnig við sögu og margt fleira. Njótið og lifið heil. 

452.þáttur. Mín skoðun. 24112021

452.þáttur. Mín skoðun. 24112021

November 24, 2021

452.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag er farið í mál málannna sem er brottrekstur Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla í fótbolta. Enn og aftur er KSÍ að veita áfengi í landsliðsferðum. Við Þórhallur Dan tökum þetta fyrir og förum einnig í málefni Akureyrabæjar og Þórs en á Akureyri logar allt stafnanna á milli. Við tölum um meistaradeildina og margt fleira. Njótið og lifið heil. 

451.þáttur. Mín skoðun. 23112021

451.þáttur. Mín skoðun. 23112021

November 23, 2021

451.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. Meistaradeildin, Man.Utd. og þjálfaramálin, Covid19, tölum um viðtalið sem ég tók við Sævar Pétursson framkvæmdastjóra KA í gær ein Krummasaga og margt margt fleira. Njótið og lifið heil.

450.þáttur. Mín skoðun. 22112021

450.þáttur. Mín skoðun. 22112021

November 22, 2021

450.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag tölum við Þórhallur Dan um mál málanna um helgina, brottrekstur Ole Gunnar Solskjaer frá Man.Utd. Hver tekur við? Við förum einnig aðeins í önnur mál en OGS er stóra málið. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA er á línunni. Við ræðum um leyfiskerfi KSÍ en það er kurr í fótboltanum útaf nýja leyfiskerfinu. Sævar tjáir sig um það mál sem og um aðstöðuleysi KA og samstarf KA við danskt úrvalsdeildarfélag. Njótið og lifið heil. 

449.þáttur. Mín skoðun. 19112021

449.þáttur. Mín skoðun. 19112021

November 19, 2021

449.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í dag. Breiðabliksstelpur í meistaradeildinni í gær, krísufundur hjá Man.Utd, enski boltinn, Olísdeildin, Subwaydeildin, risa samningur NBC um enska boltann og svo tökum við leyfiskerfi KSÍ fyrir. Þetta og aðrar fréttir og slúður. Njótið og eigið góða helgi. 

448.þáttur. Mín skoðun. 18112021

448.þáttur. Mín skoðun. 18112021

November 18, 2021

448.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um ýmislegt. Laun í enska boltanum og víða, körfubolti, handbolti, Covid19, Breiðablik-Kharkiv og Krummasögur. Agla María Albertsdóttir ein af stjörnum kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta er í viðtali en Breiðablik mætir Kharkiv í meistaradeildinni í dag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli. Njótið og áfram Breiðablik. 

447.þáttur. Mín skoðun. 17112021

447.þáttur. Mín skoðun. 17112021

November 17, 2021

447.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. Við tölum um U21 árs lið karla í fótbolta, A-landsliðið blandast inní þá umræðu, förum í tölur um verðþróun á enska boltanum í íslensku sjónvarpi en þær tölur eru birtar með leyfi Svanvhítar Valtýsdóttur sem vann ritgerð um verðþróun enska boltans á Íslandi. Við förum einnig í aðrar fréttir og slúður. Njótið og lifið heil. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App