Episodes

Friday Mar 07, 2025
992.þáttur. Mín skoðun.07032025
Friday Mar 07, 2025
Friday Mar 07, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Haraldi Hróðmarssyni þjálfara Grindavíkur og við tölum um enska boltann, meistaradeildina, evrópudeildina og Grindavík ásamt fleiru. Einar Jónsson er spjalli um Olísdeildina í handbolta og við tölum einnig um landsliðið sem er að fara að mæta Grikklandi í undankeppni EM og svo leikmanna-og þjálfaramál. Svanhvít er svo á línunni og við förum í Bónusdeildina í körfubolta sem og í enska boltann um helgina. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Mar 04, 2025
991.þáttur. Mín skoðun.04032025
Tuesday Mar 04, 2025
Tuesday Mar 04, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum aðeins um Bestu deildina sem hefst eftir mánuð sem og meistaradeildina. Einar Jónsson ræðir við mig um Olísdeildina og að sjálfsögðu bikarkeppni um síðustu helgi sem og landsliðið sem mætir Grikklandi síðar í mánuðinum. Ein Krummasaga fylgir svo með. Svanhvít er svo á línunni og við tölum um Bónusdeildina og þá miklu spennu sem þar er og við spáum í leikina í meistaradeildinni í vikunni og svo einhverjar slúður fréttir. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Feb 28, 2025
990.þáttur. Mín skoðun.28022025
Friday Feb 28, 2025
Friday Feb 28, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Svanhvíti og Kristni Kærnested og við ræðum um enska boltann, ítalska boltann, Liverpool, Ac Milan, ein Krummasaga með FH og Val, og Bónusdeildina í körfubolta svo eitthvað sé nefnt. Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í handbolta er á línunni um úrslitaleikina í bikarnum sem fara fram á morgun og Robbi spáir í spilin ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur

Tuesday Feb 25, 2025
989.þáttur. Mín skoðun.25022025
Tuesday Feb 25, 2025
Tuesday Feb 25, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um enska boltann, Man.City-Liverpool og fleira því tengdu og við förum aðeins í íslenska boltann ásamt smá sögustund hjá okkur. Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í hadnbolta spáir svo í spilin í undanúrslitum bikarkeppni karla og kvenna og þar kemur maður ekki að tómum kofanum. Svanhvít er svo á línunni og við tölum um hið frábæra íslenska körfuboltalandslið sem við eigum í karlaflokki. Við tölum einnig um Leeds og Championship deildina og svo enska boltann. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Wednesday Feb 19, 2025
988.þáttur. Mín skoðun.19022025
Wednesday Feb 19, 2025
Wednesday Feb 19, 2025
Í dag er stútfullur þáttur af skemmtiefni og viðmælendurnir eru fimm. Kristinn Kærnested, Einar Jónsson, Börkur Edvardsson, Svanhvít Valtýs og Martin Hermannsson. Evrópuboltinn, enski boltinn, Víkingur, Gylfi Sig, Olísdeildirnar og meistaradeildin í handbolta, stjórn KSÍ og fótboltinn í landinu, íslenska landsliðið í körfubolta sem mætir Ungverjalandi á morgun eru umræðuefni þáttarins ásamt ýmsu fleiru. Í lokin er svo glæný Krummasaga og þar kemur Gylfi Sig við sögu. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Feb 14, 2025
987.þáttur. Mín skoðun.14022025
Friday Feb 14, 2025
Friday Feb 14, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um Víking í Sambandsdeildinni, Everton-Liverpool, Meistaradeildina, enska boltann og fleira til ásamt einni Krummasögu. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ er á línunni vegna áhersluatriða dómara fyrir komandi leiktíð en þar eru mörg áhugaverð atriði. Einar Jónsson spjallar við mig um Olísdeildina í handbolta, bikarinn og allt sem tengist handboltanum og komum aðeins inná þjóðarhöllina sem ekkert bólar á. Svanhvít er svo í spjalli og við förum í Bónusdeildina í körfubolta, Lengjubikarinn í fótbolta, enska boltann og einnig þýska og ítalska ásamt fleiru. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Feb 11, 2025
986.þáttur. Mín skoðun. 11022025
Tuesday Feb 11, 2025
Tuesday Feb 11, 2025
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Kristinn Kærnested er í spjalli um meistaradeildina, enska bikarinn, Víking-Panathinaikos, KSÍ og laugardalsvöll og fleira. Einar Jónsson ræðir við mig um formannsskipti hjá HSÍ og Olísdeildina ásamt einni Krummasögu. Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF(íslensks toppfótbolta) er í spjalli um skattamálið og einnig um breytingar á stjórn ÍTF og svo KSÍ þingið. Halli í BK er á línunni um Everton-Liverpool og Svanhvít er svo í spjalli um Bónsudeildina í körfubolta sem og meistaradeildina og sitthvað fleira. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Feb 07, 2025
985.þáttur. Mín skoðun.07022025
Friday Feb 07, 2025
Friday Feb 07, 2025
Í þætti dagsins held ég áfram umræðu um skattamál íþróttahreyfingarinnar. Þórhallur Dan er á línunni sem og Kjartan Freyr Ásmundsson formaður ÍTK(íslenskur topp körfubolti). Einar Jónsson spjallar við mig um handboltann hér heima sem og formannsskipti hjá HSÍ og fleira. Þá er Svanhvít á línunni og við tölum um Bónsudeildina í körfubolta sem og enska bikarinn og eitthvað fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Feb 04, 2025
984.þáttur. Mín skoðun.04022025
Tuesday Feb 04, 2025
Tuesday Feb 04, 2025
Í þætti dagsins er athyglisvert samtal við Þórhildi Garðarsdóttur formann aðalstjórnar KR og umræðan er skattamál í handbolta, körfubolta og fótbolta en Ríkisskattstjóri hefur sent hótunarbréf til félaga í þessum greinum. Kristinn Kærnested er í spjalli þar sem við förum yfir enska boltann um helgina og aðeins inná þetta skattamál. Svanhvít ræðir við mig um Bónusdeildina í körfubolta, leikmannagluggann sem lokaði í gær og sitthvað fleira. Einar Jónsson ræðir við mig um Olísdeild karla í handbolta sem fer af stað í kvöld eftir HM hléið og Siggi Sveins gerir upp HM hjá íslenska liðinu. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Jan 31, 2025
983.þáttur. Mín skoðun.31012025
Friday Jan 31, 2025
Friday Jan 31, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan og við ræðum um Ríkisskattstjóra sem ætlar að fara í rannsókn á félögum í handbolta, fótbolta og körfubolta. Þetta er heit umræða skal ég segja ykkur. Einar Jónsson og Siggi Sveins eru svo á línunni um HM í handbolta og við tölum meðal annars um þennan frábæra árangur Dags Sigurðssonar með Króatíu. Því næst er Svanhvít á línunni og við tölum um enska boltann, ítalska boltann og Mikael Egil og stórleik Milan og Inter og að sjálfsögðu förum við ítarlega í Bónusdeild karla í körfubolta. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur í þessu brölti okkar.