Episodes

Friday Sep 12, 2025
1032.þáttur.Mín skoðun. 12092025
Friday Sep 12, 2025
Friday Sep 12, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur, Kristinn Kærnested, Svanhvít Valtýs og Einar Jónsson. Við tölum um enska boltann, Bestu deildir karla og kvenna, lokaumferðina í Lengjudeildinni, Olísdeildir karla og kvenna, Meistaradeildina í handbolta og fréttir og slúður blandast inní þetta allt saman. Þetta og sitthvað fleira er í þætti dagsins. Njótið og góða helgi.

Friday Sep 05, 2025
1031.þáttur.Mín skoðun. 05092025
Friday Sep 05, 2025
Friday Sep 05, 2025
Heil og sæl. Það er nóg um að vera í þætti dagsins. Viðmælendur eru fjórir, Haraldur Hróðmars, Svanhvít Valtýs, Einar Jónsson og Kjartan Atli. Við förum um víðan völl, Besta deild karla og kvenna, Lengjudeildin, 2.deildin, U21 árs liðið í fótbolta og A-landsliðið, Olísdeildin, HSÍ, þýski handboltinn, íslenska körfuboltalandsliðið og svo fréttir og slúður ásamt einhverju fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Aug 28, 2025
1030.þáttur.Mín skoðun. 28082025
Thursday Aug 28, 2025
Thursday Aug 28, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur. Kristinn Kærnested ræðir við mig um lansliðið í fótbolta, Bestu deildina og enska boltann ásamt fleiru. Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldinga í Bestu deildinni er á línunni og við tölum um Lengjudeildina og að sjálfsögðu um Bestu deildina og sitthvað fleira. Að lokum er svo Benedikt Guðmundsson körfuboltagúrú og þjálfari í spjalli um Íslenska landsliðið á Eurobasket(Evrópukeppni landsliða) en Ísland hefur leik í Katowice í Póllandi í dag gegn Ísrael. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Aug 21, 2025
1029.þáttur.Mín skoðun. 21082025
Thursday Aug 21, 2025
Thursday Aug 21, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan og við tölum bikarúrslitaleik Vals og Vestra, Bestu deildina, landsliðsval, Breiðablik í Sambandsdeildinni og sitthvað fleira. Þá heyri ég einnig í Svanhvíti um Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla, fréttir og slúður og margt fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Aug 14, 2025
1028.þáttur.Mín skoðun. 14082025
Thursday Aug 14, 2025
Thursday Aug 14, 2025
Heil og sæl. Þátturinn í dag er tileinkaður enska boltanum en keppni í ensku úrvlasdeildinni hefst á morgun, 15.ágúst. Fimm sérfræðingar spá fyrir um gengi liðanna frá toppi til botnssætis. Sérfræðingarnir eru: Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan, Svanhvít Valtýs, Gummi Ben og Siggi Hlö. Þátturinn er í lengra lagi að þessu sinni eða um tveir og hálfur klukkutími. Ég vona að þið njótið þess að hlusta og takk fyrir okkur.

Tuesday Aug 12, 2025
1027.þáttur.Mín skoðun. 12082025
Tuesday Aug 12, 2025
Tuesday Aug 12, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við förum ítarlega yfir gang mála í Bestu deildinni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Við tölum einnig um enska boltann og slúður og fréttir úr boltanum. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er svo á línunni og við ræðum um U-19 ára landsliðið okkar sem er að keppa á HM í Kairó. Við tölum einnig um félagaskipti hér innanlands, kosningu forseta IHF og margt fleira. Að lokum vil ég minna á að næsti þáttur sem kemur út á fimmtudag er tileinkaður ensku úrvalsdeildinni sem hefst næsta föstudag. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Jul 31, 2025
1026.þáttur.Mín skoðun. 31072025
Thursday Jul 31, 2025
Thursday Jul 31, 2025
Heil og sæl. Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ er í spjalli um dómaramál og hvernig hefur gengið í sumar og margt fleira. Kristinn Kærnested er svo á línunni um Bestu deild karla, evrópukeppni Breiðabliks, Víkings, Vals og KA ásamt fréttum og slúðri hér heima og erlendis. Svanhvít er í spjalli um Bestu deild kvenna, Mjólkurbikarkeppni kvenna, Lengjudeildina og svo fréttir og slúður. Takk fyrir að hlusta og gleðilega verslunarmannahelgi.

Friday Jul 25, 2025
1025.þáttur.Mín skoðun. 25072025
Friday Jul 25, 2025
Friday Jul 25, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég Einar Jónssyni þjálfara Fram í handbolta og við förum yfir stöðuna í handboltanum, hverjir eru að skipta um félag hér innanlands og svo einnig erlendis ásamt ýmsu fleiru. Kristinn Kærnested er á línunni og við tölum um Bestu deild karla, leiki íslensku liðanna í evrópukeppnum, fréttir og slúður og svo tvær Krummasögur. Svanhvít er í spjalli um Bestu deild kvenna, EM kvenna og Lengjudeild karla ásamt fréttum og slúðri. Takk fyrir að hlusta og góða helgi.

Friday Jul 18, 2025
1024.þáttur.Mín skoðun. 18072025
Friday Jul 18, 2025
Friday Jul 18, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um Bestu deildina og Víking, Val og Breiðablik í evrópukeppninni ásamt því að fara í fréttir og slúður. Arnar Grétarsson er nýráðinn þjálfari Fylkis í Lengjudeildinni og Arnar er á línunni um hið nýja starf sitt og fleira til. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Jul 10, 2025
1023.þáttur.Mín skoðun. 10072025
Thursday Jul 10, 2025
Thursday Jul 10, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um Bestu deildina, undanúrslitin í bikarnum, kvennalandsliðið, leiki Breiðabliks, Víkings og Vals í evrópukeppninni og margt fleira. Ásthildur Helgadóttir er svo á línunni og við tölum um kvennalandsliðið. Hvernig lítur hún á framtíðina í landsliðinu? Voru væntingarnar of miklar og margar aðrar spurningar sem við veltum upp. Þetta og sitthvað fleira í þættinum. Njótið og takk fyrir að hlusta.

