Mín skoðun
419.þáttur. Mín skoðun. 08102021

419.þáttur. Mín skoðun. 08102021

October 8, 2021

419.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag ræði ég við Þórhall Dan Jóhannsson og við förum um víðan völl. Tölum um stjórn KSÍ, formann KSÍ, Breiðablik-PSG í meistaradeild kvenna og spyrjum afhverju var leikurinn ekki sýndur í sjónvarpi á Íslandi. Við förum aðeins í þjálfaramál og tökum fyrir eigendaskipti Newcastle og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Armeníu. Tóti stillir upp sínu liði og kemur með spá. Njótið helgarinnar. 

418.þáttur. Mín skoðun. 07102021

418.þáttur. Mín skoðun. 07102021

October 7, 2021

418.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag byrja ég á að heyra í Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ. Við ræðum um nýjan styrktaraðila sambandsins, tölum um fjárhagsstöðuna og svo um stöðuna á heimaleikjum karla-og kvennalandsliðanna okkar. Verður t.d. leikurinn gegn Rússlandi í HM karla sem á að fara fram í nóvember hér heima, leikinn á erlendis? Því næst heyri ég í Benedikt Guðmundssyni þjálfara karlaliðs Njarðvíkur í körfuboltanum en Njarðvík er spáð efsta sæti í deildarkeppninni. Benni fer yfir stöðuna á liðinu sínu og margt fleira. Að lokum hringi ég svo í Þórhall Dan og við förum um víðan völl að vanda. Blikastelpur í meistaradeildinni, leikmannamál, þjálfaramál,  Krummasögur og slúður  svo eitthvað sé nefnt. Njótið.

417.þáttur. Mín skoðun. 06102021

417.þáttur. Mín skoðun. 06102021

October 6, 2021

417.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég í Ásthildi Helgadóttur og við ræðum um leik Breiðabliks og PSG í meistaradeild kvenna í fótbolta en leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli. Ásthildur útskýrir í viðtalinu hvert ljósmagnið af flóðljósunum á vellinum þarf að vera til að UEFA samþykki en Breiðablik fékk undanþágu frá UEFA. Þá hringi ég í Þórhall Dan og við förum um víðan völl að vanda. Landslið karla er tekið fyrir, valið og svo einnig þjálfarinn og margt í kringum það allt saman. Njótið.

416.þáttur. Mín skoðun. 05102021

416.þáttur. Mín skoðun. 05102021

October 5, 2021

416.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan spjöllum saman í dag. Við förum í KSÍ mál, landsliðið, landsliðsval, Krummasögur, enska boltann og Sir Alex og tölum einnig um nýjan formann KSÍ og svo margt margt fleira. Njótið. 

415.þáttur. Mín skoðun. 04102021

415.þáttur. Mín skoðun. 04102021

October 4, 2021

415.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri ég í Hermanni Hreiðarssyni sem er nýr þjálfari ÍBV í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Við ræðum um ráðningarferlið, eyjarnar, samninginn og hans persónulega líf ásamt fleiru. Því næst hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson. Við spjöllum um nánast allt. KSÍ þingið, landsliðið, handboltann, Mjólkiurbikarinn, dómgæslu, enska boltann og Tóti sem fyrri daginn liggur ekki á skoðunum sínum. Hann er með margar spurningar varðandi landsliðið og bráðabirgðarstjórn KSÍ. Njótið.

414.þáttur. Mín skoðun. 01102021

414.þáttur. Mín skoðun. 01102021

October 1, 2021

414.þáttur. Mín skoðun.  Heil og sæl öllsömul. Tippari vikunnar er gleðigjafinn Sóli Hólm. Hann er mikill púllari og fer ekki leynt með það sá yndislegi kappi. Sóli tippar á 5 leiki á Lengjunni og við spjöllum heilmikið. Jóhannes Lange fer svo yfir gang mála með mér yfir Final 4 í handboltanum hér heima og þar er af nógu að taka. Andri Steinn Birgisson er svo á línunni og við ræðum um leikina í enska boltanum um helgina sem og um úrsltaleik kvenna í Mjólkurbikarnum, Breiðablik-Þróttur, og undanúrslitin í karlaflokki í Mjólkurbikarnum sem eru á morgun. Þetta og margt margt fleira. Njótið helgarinnar. 

413.þáttur. Mín skoðun. 30092021

413.þáttur. Mín skoðun. 30092021

September 30, 2021

413.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins hringi ég fyrst í Jóhannes Lange og við ræðum um Final 4 í handboltanum en Valur-Fram, KA/Þór-FH mætast í kvennaflokki í dag. Við förum yfir stöðun og ræðum einnig töluvert um dapra stöðu þjóðarhallar sem var einhverntíma Laugardalshöll. Þar er allt í steik eða þannig. Því næst hringi ég í Andra Stein Birgisson sérfræðing minn í fótboltanum. Við tölum um meistaradeildina í gær og spjöllum einnig um þjálfarakapalinn sem og félagaskipti leikmanna ásamt fleiru. Njótið. 

412.þáttur. Mín skoðun. 29092021

412.þáttur. Mín skoðun. 29092021

September 29, 2021

412.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag spjalla ég við Andra Stein Birgisson. Við förum um víðan völl. Meistaradeildin er tekin fyrir eftir leiki gærkvöldsins og þá spáir Andri Steinn í leiki kvöldsins. Við tölum um Val í evrópukeppninni í handbolta og að sjálfsögðu tölum við um þjálfarakapalinn en þar eru nokkur störf enn laus. Njótið. 

411.þáttur. Mín skoðun. 28092021

411.þáttur. Mín skoðun. 28092021

September 28, 2021

411.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri ég í Andra Steini Birgissyni. Við spjöllum um Meistaradeildina í fótbolta og leiki kvöldsins. Förum í slúður og fréttir og svo þjálfarakapalinn mikla svo eitthvað sé nefnt. Því næst hringi ég í Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur hætti nýverið hjá þýska liðinu Melsungen en tekur við danska liðinu Fredericia næsta sumar. Við ræðum um viðskilnað hans við þýska liðið, landsliðið, samninginn við Fredericia og svo margt, margt fleira. Njótið.

410.þáttur. Mín skoðun. 27092021

410.þáttur. Mín skoðun. 27092021

September 27, 2021

410.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag ræði ég við Andra Stein Birgisson. Við spjöllum um lokin á PepsiMax deildinni þar sem skagamenn björguðu sér frá falli og Víkingur varð meistari. Við ræðum um þjálfarakapalinn, leikmenn, Krummasögur, enska boltann og margt fleira. Njótið. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App