Mín skoðun
191.þáttur Mín skoðun 09112020

191.þáttur Mín skoðun 09112020

November 9, 2020

191.þáttur. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum um boltann um helgina, nýja þjálfara hjá FH, brotthvarf Óla Jó frá Stjörnunni, VAR, Njarðvík og margt fleira. 

190.þáttur Mín skoðun 06112020

190.þáttur Mín skoðun 06112020

November 6, 2020

190.þáttur.  Mikael Nikulásson (Mikki) var í góðu spjalli vegna brottreksturs síns frá Njarðvík.  Hákon Daði Styrmisson handboltakappi var á línunni en hann sló í gegn í landsleiknum gegn Litháen. Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Lemgo greindist með Covid 19 og ég hringdi í kappann og athugaði með líðan hans. Þá heyrði ég í Jóhannesi Lange vegna þáttarins Handboltinn Okkar og að lokum heyrði ég að sjálfsögðu í Þórhalli Dan. og í lok spjallsins við Þórhall Dan datt inn stórfrétt. Góða helgi

189.þáttur Mín skoðun 05112020

189.þáttur Mín skoðun 05112020

November 5, 2020

189.þáttur  Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í handbolta gerði upp landsleikinn í gær þar sem Ísland vann Litháen með 16 marka mun. Þórhallur Dan var á línunni og við ræddum um margt og mikið, meðal annars um brottrekstur Mikhaels Nikulássonar sem þjálfara Njarðvíkur. 

188.þáttur. Mín skoðun 04112020

188.þáttur. Mín skoðun 04112020

November 4, 2020

188.þáttur.  Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í handbolta er í viðtali um landsleikinn gegn Litháen í kvöld.  Þórhallur Dan var á línunni um Meistaradeildina og svo innanlands slúður. 

187.þáttur Mín skoðun. 03112020

187.þáttur Mín skoðun. 03112020

November 3, 2020

187.þáttur.  Páll Kristjánsson formaður knattpsyrnudeildar KR er í góðu spjalli en KR skilar inn kæru til KSÍ í dag vegna ákvörðunar KSÍ um lok Íslandsmótsins. Þórhallur Dan var svo í góðu spjalli að vanda þar sem við fórum um víðan völl. 

186.þáttur Mín skoðun 02112020

186.þáttur Mín skoðun 02112020

November 2, 2020

186.þáttur.  Gísli Gunnar Oddgeirsson framkvæmdastjóri Magna frá Grenivík er á línunni og tjáir sig um þá ákvörðun KSÍ að stöðva Íslandsmótið en Magni féll í 2.deild á markamun þar sem einu marki munaði á Magna og Þrótti R. Þá er Þórhallur Dan  að sjálfsögðu í góðu spjalli.

185.þáttur Mín skoðun 30102020

185.þáttur Mín skoðun 30102020

October 30, 2020

185.þáttur. Rúnar Kristinsson þjálfari KR var á línunni og við ræddum um soninn sem lék í marki Arsenal í gær og fleira til. Þá kom Þórhallur Dan að vanda og við fórum yfir málin. Ræddum Covid 19 og fótbolta. 

184.þáttur Mín skoðun 29102020

184.þáttur Mín skoðun 29102020

October 29, 2020

184.þáttur.  Þórhallur Dan kom og við ræddum og allt, Covid 19, fótbolta, handbolta og ég veit ekki hvað. Þá hringdum við í Binna Jó, (Brynjar Jóhannesson) og heyrðum í honum hljóðið en Binni er afar kátur eftir sigur Man.Utd. í gær og Fred er í sérstöku uppáhaldi hjá Binna. 

183.þáttur Mín skoðun 28102020

183.þáttur Mín skoðun 28102020

October 28, 2020

183.þáttur. Þórhallur Dan kom og við ræddum um Meistaradeildina, íslenska kvennnalandsliðið í fótbolta og fleira til. Tóti spáir Man.Utd. tapi í kvöld gegn Leipzig.  Þá var Hannes S.Jónsson formaður KKÍ á línunni í athygisverðu spjalli. 

182.þáttur Mín skoðun 27102020

182.þáttur Mín skoðun 27102020

October 27, 2020

182.þáttur. Þórhallur Dan kom og við ræddum um þýska boltann, ítalska boltann og Meistaradeildina. Ásamt því að fara aðeins inní önnur athyglisverð mál. Þá var Ásthildur Helgadóttir á línunni um landsleik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna en leikurinn fer fram í dag. 

Play this podcast on Podbean App