Episodes

Friday Oct 31, 2025
1042.þáttur.Mín skoðun. 31102025
Friday Oct 31, 2025
Friday Oct 31, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Svanhvíti Valtýs, Einari Jónssyni og Þórhalli Dan. Við ræðum um Bónusdeildina í körfubolta, handboltalandsleikinn í gær gegn Þýskalandi og hvað fór eiginlega úrskeiðis þar. Enski boltinn er á sínum stað og leikir helgarinnar, þjálfaramál Bestu deildar karla og margt fleira. Takk fyrir að hlusta og eigið ánægjulega hrekkjarvöku.

Tuesday Oct 28, 2025
1041.þáttur.Mín skoðun. 28102025
Tuesday Oct 28, 2025
Tuesday Oct 28, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru Haraldur Hróðmarsson, Benedikt Guðmundsson og Svanhvít Valtýs í spjalli. Við tölum um Bestu deild karla og þjálfaramál þar ásamt fleiru. Bónusdeild karla og kvenna er tekin fyrir sem og kvennalandsleikurinn í fótbolta í kvöld gegn Norður Írlandi og svo er enski boltinn á sínum stað að sjálfsögðu. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Friday Oct 24, 2025
1040.þáttur.Mín skoðun. 24102025
Friday Oct 24, 2025
Friday Oct 24, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur. Svanhvít Valtýs, Haraldur Hróðmarsson, Einar Jónsson og Þóroddur Hjaltalín. Við ræðum um Bestu Bestu deildina, Bónusdeildina í körfubolta, kvennalandsliðið í fótbolta, enska boltann, fréttir og slúður hér innanlands, Olísdeildina, meistaradeildina í handbolta og dómaramál en Þóroddur Hjaltalín er nýr Dómarastjóri KSÍ. Sem sagt nóg um að vera og takk fyrir að hlusta.

Tuesday Oct 21, 2025
1039.þáttur.Mín skoðun. 21102025
Tuesday Oct 21, 2025
Tuesday Oct 21, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Einar Jónssyni þjálfara Fram í handbolta en hans strákar eru að fara að leika í Evrópudeildinni í kvöld. Við tölum um leikinn og margt fleira tengt handboltanum. Haraldur Hróðmarsson knattspyrnuþjálfari er svo á línunni og við tölum um Val og Sigurð Egil Lárusson. Breiðablik og þjálfaraskipti þar, Bestu deildina, Meistaradeildina og margt margt fleira. Takk fyrir að hlusta.

Tuesday Oct 14, 2025
1038.þáttur. Mín skoðun. 14102025
Tuesday Oct 14, 2025
Tuesday Oct 14, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested, Einari Jónssyni og Svanhvíti Valtýs. Við förum yfir landsleikinn í gær, Ísland-Frakkland, Bestu deildina, enska boltann, Fram-Porto í Evrópudeildinni í handbolta, Bónusdeildina í körfubolta og Bertone málið ásamt fréttum og slúðri og einhverju fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Thursday Oct 09, 2025
1037.þáttur.Mín skoðun. 09102025
Thursday Oct 09, 2025
Thursday Oct 09, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri í fjórum aðilum. Siggi Hlö er á línunni um fótboltaferðir og margt fleira varðandi fótboltann. Svanhvít er í spjalli um Bónusdeildirnar í körfubolta ásamt spjalli um landsleikinn á morgun gegn Úkraínu. Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV er í viðtali um ÍBV og sumarið. Við förum um víðan völl og hann spáir líka í leikinn á morgun gegn Úkraínu í undankeppni HM. Að lokum er svo Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta í spjalli um Olísdeildirnar og svo einnig um meistaradeildina. Takk fyrir að hlusta og ÁFRAM ÍSLAND.

Saturday Oct 04, 2025
1036.þáttur.Mín skoðun. 04102025
Saturday Oct 04, 2025
Saturday Oct 04, 2025
Heil og sæl. Í þessum aukaþætti þætti tala ég við Davíð Tómas Tómasson, fyrrum körfuboltadómara, og einhvern fremsta dómara okkar í körfuboltanum undanfarin ár. Hann og KKÍ hafa átt í deilum undanfarið ár og staðan er sú að Davíð Tómas hefur verið settur af sem dómari. Dómaranefnd KKÍ hefur verið gagnrýnd töluvert í fjölmiðlum en ákvörðun þeirra stendur. Í þessu viðtali fer Davíð Tómas yfir málið í heild sinni. KKÍ vill aftur á móti ekki tjá sig um málið opinberlega. Takk fyrir að hlusta og áfram Ísland.

Friday Oct 03, 2025
1035.þáttur.Mín skoðun. 03102025
Friday Oct 03, 2025
Friday Oct 03, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested, Svanhvíti Valtýs og Einar Jónssyni. Við fjöllum um Bestu deild karla og kvenna. A-landslið karla, enska boltann, Bónusdeild karla, Olísdeild karla og kvenna, þýska handboltann og margt fleira. Fréttir og slúður blandast inn í þetta að sjálfsögðu. Takk fyrir að hlusta.

Friday Sep 26, 2025
1034.þáttur.Mín skoðun. 26092025
Friday Sep 26, 2025
Friday Sep 26, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested, Teiti Örlygssyni, Einari Jónssyni og Svanhvíti Valtýs. Besta deild karla og kvenna, úrslitaleikur Lengjudeildarinnar, KKÍ og dómaramálið ásamt deildarkeppninni sem fer senn af stað er til umræðu. Þá eru nokkrar Krummasögur, fréttir og slúður og sitthvað fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Friday Sep 19, 2025
1033.þáttur.Mín skoðun. 19092025
Friday Sep 19, 2025
Friday Sep 19, 2025
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru fimm viðmælendur. Kristinn Kærnested, Einar Jónsson, Svanhvít Valtýs, Þóroddur Hjaltalín og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Við ræðum um Bestu deild karla og kvenna, Lengjudeildina, Meistaradeildina, enska boltann, Olísdeildina og Meistaradeildina í handbolta, dómaramál, Þór Akureyri og svo að sjálfsögðu fréttir og slúður. Njótið og takk fyrir að hlusta.

