Episodes

5 hours ago
1009.þáttur. Mín skoðun. 09052025
5 hours ago
5 hours ago
Heil og sæl. Í dag hringi ég til Spánar þar sem Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals er á línunni en Valur og Porrino mætast á morgun í fyrri úrslitaleik sínum í Evrópubikarnum. Þórhallur Dan er svo í spjalli og við tölum um son hans, Dag Dan, og einnig um Bestu deild karla og svo Man.United sem er komið í úrslit Evrópudeildarinnar. Svanhvít er svo á línunni og við ræðum um Tindastól-Stjörnuna, og Haukar-Njarðvík í körfunni og svo um dómgæsluna. Þá tölum við um enska boltann, Bestu deild kvenna og evrópuboltann ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

4 days ago
1008.Þáttur. Mín skoðun. 06052025
4 days ago
4 days ago
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við spjöllum um Bestu-deild karla og förum nokkuð ítarlega yfir gang mála þar. Við tölum einnig um Meistaradeildina, Evrópudeildina og Sambandsdeildina ásamt að tala um KKÍ, KSÍ og HSÍ hvað varðar að tala ekki saman hvað varðar leikdaga og leiktíma félaga. Svanhvít er á línunni um Stjörnuna-Grindavík í gær og við spáum í úrslitaeinvígið Tindastóll-Stjarnan ásamt því að að tala um dómaramál KKÍ. Afhverju er ekki Davíð Tómas að dæma leiki? Afhverju er enginn að fjalla um þetta? Er þöggun í gangi? Þá ræðum við um evrópuboltann og fleira til. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Friday May 02, 2025
1007.þáttur. Mín skoðun. 02052025
Friday May 02, 2025
Friday May 02, 2025
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er á línunni um úrslitakeppni karla og kvenna og við tölum einnig um evrópuboltann í handbolta ásamt fleiru. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótoblta er í spjalli um Lengjudeildina sem hefst í kvöld og við ræðum einnig um Bestu deildina og Meistaradeildina. Halli í BK-kjúklingi er á línunni frá Liverpool-borg þar sem hann er að fara á leik á morgun en kappinn hefur selt fyrirtækið og þakka ég honum kærlega fyrir samstarfið. Yndislegur hann Halli. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppnina í körfubolta karla og kvenna ásamt því að við tölum um Evrópudeildina og Sambandsdeildina ásamt ýmsu fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta.

Tuesday Apr 29, 2025
1006.þáttur. Mín skoðun. 29042025
Tuesday Apr 29, 2025
Tuesday Apr 29, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég Kristni Kærnested og við tölum um enska boltann, Liverpool, íslenska boltann, meistaradeildina og evrópudeildina ásamt fleiru. Svanhvít er á línunni og við tölum um körfuboltann og handboltann hér á landi en úrslitakeppnin er í hámarki þessa dagana. Við tölum um ítalska boltann og spáum í spilin í evrópuboltanum nú í vikunni ásamt einhverju fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Apr 25, 2025
1005.þáttur. Mín skoðun. 25042025
Friday Apr 25, 2025
Friday Apr 25, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Bjarna Fritzsyni og við tölum um úrslitakeppnina í handbolta ásamt því að við spjöllum um evrópuboltann og aðeins um rithöfundarstarfið hjá Bjarna. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppnina í körfubolta, bæði karla og kvenna og svo um leikina í enska boltanum um helgina og einnig Bestu deild kvenna. Kristinn Kærnested er í spjalli um Bestu deild karla og spáir í næstu umferð. Enski boltinn og Liverpool koma við sögu ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Apr 22, 2025
1004.þáttur. Mín skoðun. 22042025
Tuesday Apr 22, 2025
Tuesday Apr 22, 2025
Heil og sæl. Í dag er Kristinn Kærnested á línunni og við tölum um Bestu deildina, Mjólkurbikarinn, enska boltann og margt fleira. Bjarni Fritzson er svo í spjalli um úrlsitakeppnina í handbolta karla. Þar er heldur betur spenna og við tölum líka um evrópuboltann en þar eru nokkrir íslendingar að spila. Þá heyri ég í Svanhvíti um úrslitakeppnina í körfubolta karla og kvenna. Við tölum einnig um Bestu deild kvenna og sitthvað feira. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Apr 15, 2025
1003.þáttur. Mín skoðun. 15042025
Tuesday Apr 15, 2025
Tuesday Apr 15, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég Kristni Kærnested og við förum yfir gang mála í Bestu deild karla, evrópuboltann og enska boltann ásamt ýmsu fleiru. Bjarni Fritzson handboltaþjálfari og rithöfundur spáir í spilin í úrslitakeppni karla en undanúrslit hefjast á morgun og við spjöllum líka um úrslitakeppni kvenna og golf. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppnina í körfubolta. Við tölum líka um evrópuboltann og Bestu deild kvenna sem hefst í dag ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Gleðilega páska.

Friday Apr 11, 2025
1002.þáttur. Mín skoðun. 11042025
Friday Apr 11, 2025
Friday Apr 11, 2025
Í þætti dagsins heyri ég í Þórhalli Dan og við tölum um Evrópuboltann, Man.Utd. Onana og fleira þar. Þá förum við yfir Bestu deildina en heil umferð er á dagskrá á sunnudag og á mánudag. Tóti spáir í leikina en hann hafði fjóra leiki rétta í fyrstu umferð. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ er á línunni um dómgæsluna í fyrstu umferð og fleira tengt því einsog hvenær kemur VAR. Svanhvít er svo í spjalli um úrslitakeppnina í körfubolta karla og kvenna og þar er af nógu að taka. Við tölum einnig um Mo Salah og enska boltann um helgina og rýnum í daginn í dag. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Apr 08, 2025
1001.þáttur. Mín skoðun. 08042025
Tuesday Apr 08, 2025
Tuesday Apr 08, 2025
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og við tölum um Bestu deild karla og þar er nú aldeilis margt að spjalla um. Við förum yfir Meistaradeild Evrópu og fleira því tengdu, ásamt að líta á gang mála í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Jón Halldórsson nýr formaður HSÍ er í viðtali. Við ræðum um hugsanlegar breytingar sem fylgja nýjum formanni. Sjónvarpssamningar sambandsins eru til umræðu og kvennaleikirnir gegn Ísrael og eitthvað fleira til. Svanhvít er svo á línunni um úrslitakeppni karla og kvenna í körfubolta en þar eru óvæntir hlutir að gerast. Við förum einnig aðeins í Meistaradeildina og Evrópudeildina. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Apr 04, 2025
1000.þáttur. Mín skoðun. 04042025
Friday Apr 04, 2025
Friday Apr 04, 2025
Heil og sæl. Í dag er óvenju langur þáttur. Fjórir aðilar spá í spilin fyrir Bestu deild karla sem hefst á morgun. Spáð er í röð liðanna og fleira. Spámennirnir eru; Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan, Haraldur Hróðmarsson og Gummi Ben. Á eftir þeim kemur svo Bjarni Fritzson þjálfari ÍR í handbolta og spáir í úrslitakeppnina í handbolta karla sem hefst í dag og að lokum er það svo Svanhvít sem spjallar við mig um úrslitakeppnina í körfubolta sem og enska boltann um helgina og við förum einnig í einhverjar slúður fréttir. Stútfullur og langur tímamótaþáttur. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.