Episodes

Friday May 08, 2020
73.Þáttur - Mín skoðun 202000805
Friday May 08, 2020
Friday May 08, 2020
Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson ræðir um stöðuna í körfuboltanum og þá einkum um þjálfaraskiptin hjá Íslandsmeisturum KR í karlaflokki. Teitur er einnig harður fótboltaunnandi og þá er hann að byrja í golfinu.

Monday May 04, 2020
72.þáttur - Mín skoðun 20200405
Monday May 04, 2020
Monday May 04, 2020
Finnur Freyr Stefánsson nýráðinn þjálfari körfuboltaliðs karla hjá Val er á línunni og svo er spjall við afmælisbarn dagsins, Herbert Arnarson. Körfubolti er málið í dag. Njótið

Tuesday Apr 28, 2020
71.þáttur - Mín skoðun 20200428
Tuesday Apr 28, 2020
Tuesday Apr 28, 2020
Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er á línunni um brottfall íðkenda og fleira til. Þá er Vanda Sigurgeirsdóttir hjá Kvan á línunni um sálfræðilegan hluta okkar íþróttafólks og þjálfara.

Friday Apr 24, 2020
70. Þáttur - Mín skoðun 20200424
Friday Apr 24, 2020
Friday Apr 24, 2020
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands er í viðtali dagsins um fjárstuðning ríkisins til íþróttahreyfingarinnar. Líney Rut á afmæli í dag og óskum við henni til hamingju með daginn. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Róbert Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ eru einnig í viðtali útaf þessu sama málefni og má segja að þeir séu ekki sáttir. Njótið elskurnar

Tuesday Apr 21, 2020
69.þáttur - Mín skoðun 20200421
Tuesday Apr 21, 2020
Tuesday Apr 21, 2020
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings og formaður ÍTF er á línunni en Víkingar halda uppá 112 ára afmæli í dag. Haraldur talar meðal annars um fjárhagsstöðu félaganna í landinu og það gerir Viðar Halldórsson formaður FH einnig en hann er einnig á spjalli dagsins.

Friday Apr 17, 2020
68.þáttur - Mín skoðun 20200417
Friday Apr 17, 2020
Friday Apr 17, 2020
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Stjörnunnar eru á línunni vegna fótboltasumarsins og svara meðal annars spurningunni um hvernig þau ætli að halda polla-og pæjumótin.

Tuesday Apr 14, 2020
67.þáttur - Mín skoðun 20200414
Tuesday Apr 14, 2020
Tuesday Apr 14, 2020
Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ er í spjalli um golfið og golfreglurnar vegna Covid 19. Þá er Heimir Guðjónsson þjálfari Vals í fótbolta í spjalli um stöðuna hjá Val.

Saturday Apr 11, 2020
66.þáttur - Mín skoðun 20200411
Saturday Apr 11, 2020
Saturday Apr 11, 2020
Guðni Bergsson formaður KSÍ er í góðu spjalli um stöðu fótboltans og tjáir sig um Laugardalsvöll, fjárhag félaganna og svarar spurningunni hvenær Íslandsmótið hefst. Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs karla hjá ÍBV er einnig á línunni og talar um stöðuna í eyjum og fleira til.

Tuesday Apr 07, 2020
65.þáttur - Mín skoðun 20200407
Tuesday Apr 07, 2020
Tuesday Apr 07, 2020
Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að aflýsa öllum mótum á vegum sambandsins þessa leiktíðina. Róbert Gíslason frmakvæmdastjóri er á línunni vegan málsins og einnig Elías Már Haraldsson þjálfari HK. Það eru ekki allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar HSÍ og HK er eitt af þeim félögum.

Friday Apr 03, 2020
64.þáttur - Mín skoðun 20200403
Friday Apr 03, 2020
Friday Apr 03, 2020
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans er á línunni í þætti dagsins.

