Episodes

Friday Aug 07, 2020
125.þáttur Mín skoðun 07082020
Friday Aug 07, 2020
Friday Aug 07, 2020
Umræðuefni dagsins var höfnun heilbigðisyfirvalda á undanþágubeiðni KSÍ til keppni í á Íslandsmótinu. Þórhallur Dan, sérfræðingur þáttarins, kom í heimsókn og þá heyrði ég í Eysteini Pétri Lárussyni framkvæmdastjóra Breiðabliks, Viðari Halldórssyni formanni FH og Jónasi Kristinssyni framkvæmdastjóra KR um málið.

Thursday Aug 06, 2020
124.þáttur Mín skoðun 06082020
Thursday Aug 06, 2020
Thursday Aug 06, 2020
Gunnlaugur Jónsson nýráðinn þjálfari Álftaness var í viðtali í morgunþættinum á SportFM 102.5 og þá kom Þórhallur Dan í heimsókn opg ræddi við mig um Evrópudeildina og fleira. Þá heyrði ég í Jón Arnóri Stefánssyni körfuboltasnillingi sem er nýgenginn í raðir Valsmanna.

Wednesday Aug 05, 2020
123.þáttur Mín skoðun 05.08.2020
Wednesday Aug 05, 2020
Wednesday Aug 05, 2020
Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ var á línunni um agamál leikmanna og reglugerðir. Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings frá Ólafsvík er í sóttkví líkt og allir leikmenn og aðstandendur liðsins. Guðjón var í viðtali. Jón Arnór Stefánsson er genginn til liðs við Val í körfuboltanum og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals og Ágúst Björgvinsson aðst.þjálfari Vals voru á línunni. Þá heyrði ég í Þórhalli Dan um Evrópudeildina í fótbolta.

Tuesday Aug 04, 2020
122.þáttur Mín skoðun 04082020
Tuesday Aug 04, 2020
Tuesday Aug 04, 2020
Andri Fannar Baldursson skrifaði nýlega undir 5 ára samning við Bologna í Serie A á Ítalíu og ég heyrði í kappanum. Það er búið að blása Reykjavíkurmaraþonið af og Fríamann Ari Ferdinandsson var á línunni. Þá heyrði ég í kátum Arsenal aðdáendum, þeim Kjartani Björnssyni rakara á Selfossi og Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni á Rúv.

Friday Jul 31, 2020
121.þáttur Mín skoðun 31072020
Friday Jul 31, 2020
Friday Jul 31, 2020
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Íþrótta -og Ólympíusambands Íslands var á línunni vegna nýrra upplýsinga um Covid 19. Þórhallur Dan Jóhannsson fór fór yfir Mjólkurbikarkeppnina með mér. Jón Sveinsson þjálfari Fram var á línunni sem og Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Stjörnunnar og aðalmaðurinn hjá Álftanesi. Þá kom Jóhannes Lange í viðtal um handbolta hér á landi sem og erlendis.

Thursday Jul 30, 2020
120.þáttur Mín skoðun 30072020
Thursday Jul 30, 2020
Thursday Jul 30, 2020
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Íþrótta -og Olympíusambands Íslands var á línunni vegna COVID 19 faraldursins og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ var einnig á línunni vegna sama málefnis. Þórhallur Dan Jóhannsson fótboltasérfræðingur þáttarins kom og fór yfir leikina í Mjólkurbikarkeppninni og þá var Kristín Ýr sérfræðingur þáttarins um PepsíMax kvenna.

Wednesday Jul 29, 2020
Mín skoðun 119.þáttur 29072020
Wednesday Jul 29, 2020
Wednesday Jul 29, 2020
Edda Garðarsdóttir aðstoðarþjálfari Þróttar Reykjavík er í spjalli og þá hringdi ég í Ásdísi Hjálmsdóttur eina fremstu íþróttakonu okkar fyrr og síðar.

Tuesday Jul 28, 2020
118.þáttur Mín skoðun28072020
Tuesday Jul 28, 2020
Tuesday Jul 28, 2020
Þórhallur Dan Jóhannsson kom og ræddi við mig um PepsiMax deild karla. Körfuboltasnillingurinn Elvar Már Friðriksson kom svo í gott spjall en hann er að fara að leika með liði í Litháen á næstu árum. Njótið

Monday Jul 27, 2020
117,þáttur Mín skoðun 27072020
Monday Jul 27, 2020
Monday Jul 27, 2020
Þórhallur Dan Jóhannsson kom og ræddi um PepsiMaxdeild karla. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur og Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings frá Ólafsvík voru svo á línunni um Lengjudeildina.

Friday Jul 24, 2020
116.þáttur Mín skoðun 24072020
Friday Jul 24, 2020
Friday Jul 24, 2020
Þórhallur Dan Jóhannsson kom í hljóðver og ræddi við mig um PepsiMaxdeild karla og Kristín Ýr var á línunni um PepsiaAxdeild kvenna. Guðmundur Breiðfjörð ræddi við mig um Rey Cup sem er í gangi og Andri Steinn Birgisson var á línunni um Lengjudeild karla.

