Episodes

Friday Sep 18, 2020
155.þáttur Mín skodun 18092020
Friday Sep 18, 2020
Friday Sep 18, 2020
155.þáttur Þórhallur Dan kom og við ræddum um boltann og Tóti tjáði sig meðal annars um Twitter færslu Arnars Más Guðjónssonar leikmanns ÍA. Kristín Ýr var á línunni um kvennalandsleikinn í gær. Frirðik Ingi Rúnarsson körfuboltagúru var á línunni og þá heyrði ég í handboltasérfræðingnum Jóhannesi Lange. Njótið helgarinnar.

Thursday Sep 17, 2020
154.þáttur Mín ksoðun 17092020
Thursday Sep 17, 2020
Thursday Sep 17, 2020
154.þáttur. Kristín Ýr spjallaði við mig um landsleik Íslands og Lettlands sem er í kvöld. Þórhallur Dan kom í heimsókn og ræddi um allt. Páll Kristjánsson formaður knd.KR en KR lék í dag við Flora Tallin í undankeppni Evrópudeildarinnar og Sebastian Alexandersson þjálfari Fram í handbolta karla var á línunni.

Wednesday Sep 16, 2020
153.þáttur Mín skodun16092020
Wednesday Sep 16, 2020
Wednesday Sep 16, 2020
153.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsókn og við ræddum nánast um allt. Fórum aðeins í dómaramál. Kjartan Atli Kjartansson Boston aðdáandi og körfuboltasérfræðingur var á línunni um úrslitakeppni NBA.

Tuesday Sep 15, 2020
152.þáttur Mín skodun 15092020
Tuesday Sep 15, 2020
Tuesday Sep 15, 2020
152.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsókn og við ræddum um fótboltann hér innanlands sem og uttanlands. Fórum í mál eins og leikbönn og Gumma Ben málið þar sem Gummi sagði í gær að Arnar Grétarsson yrði ekki áfram með KA á næstu leiktíð. Ég heyrði í Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA vegna þessarar umræðu. Þá var Maggi Bö( Magnús Valur Böðvarsson) sérfræðingur í neðri deildunum í fótbolta á línunni vegna úrslitakeppni 4.deildar.

Monday Sep 14, 2020
151.þáttur Mín skodun 14092020
Monday Sep 14, 2020
Monday Sep 14, 2020
151.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsón að vanda og við ræddum um íslenska boltann sem og þann enska. Þá heyrði ég í afmælisbarni dagsins sem er Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings frá Ólafsvík og ég hringdi svo í Friðrik Inga Rúnarsson körfuboltasérfræðing og við spjölluðum um NBA úrslitakeppnina.

Friday Sep 11, 2020
150.þáttur Min skodun 11092020
Friday Sep 11, 2020
Friday Sep 11, 2020
150.þáttur. Jóhannes Lange handboltasérfræðingur kom í heimsókn og við ræddum um Olísdeild kvenna ásamt því að hringja í Ágúst Jóhannsson þjálfara Vals. Þórhallur Dan var á línunni um íslenska boltann og þann enska. Rúnar Kristinsson þjálfari KR var í samtali sem var tekið upp í Morgunsporti SportFM og Friðrik Ingi var í spjalli um NBA körfboltann en það er oddaleikur í kvöld á milli Boston og Toronto í undanúrslitum austurstrandar. Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Thursday Sep 10, 2020
149.þáttur Mín skodun 10092020
Thursday Sep 10, 2020
Thursday Sep 10, 2020
149.þáttur. Það var mikið um að vera í dag og handboltinn var í fyrirrúmi þar sem Olísdeild karla hefst í kvöld. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka, Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar og Róbert Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ voru í spjalli. Þá heyrði ég í Kjartani Atla Kjartanssyni NBA sérfræðingi en Boston og Toronto mætast í oddaleik um hvort liðið fer í úrslit austurstrandarinnar.

Wednesday Sep 09, 2020
148.þáttur Mín skodun 09092020
Wednesday Sep 09, 2020
Wednesday Sep 09, 2020
148.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsókn og við ræddum um landsleikinn í gær og fórum dálítið ítarlega yfir þann leik. Ásthildur Helgadóttir var á línunni um PepsiMax kvenna og spáði í leiki kvöldsins. Friðrik Ingi Rúnarsson NBA sérfræðingu var svo á línunni og það var talað um margt þar.

Tuesday Sep 08, 2020
147.þáttur Mín skoðun 08092020
Tuesday Sep 08, 2020
Tuesday Sep 08, 2020
147.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsókn og við ræddum um Lengjudeildina, landsliðið, golf, Gareth Bale og fleira. Friðrik Ingi spáði í leiki kvöldsins í NBA en hann er á því að Lakers hafi betur gegn Houston.

Monday Sep 07, 2020
146.þáttur Mín skodun 07092020
Monday Sep 07, 2020
Monday Sep 07, 2020
146.þáttur. Þórhallur Dan kom í heimsókn og við ræddum landsleikina hjá A-landsliðinu og U21 árs liðinu sem og Lengjudeildina. Hrafn Kristjánsson körfuboltagúru var á línunni um NBA. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ var í spjalli um KSÍ og tvo leikmenn enska landsliðsins sem brutu sóttvarnarreglur. Þá var Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari kvennaliðs Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í viðtali vegna óvenjulegs leiks sem hans lið lék um helgina.

