Episodes

Tuesday Jun 11, 2024
923.þáttur. Mín skoðun 11062024
Tuesday Jun 11, 2024
Tuesday Jun 11, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Hannesi S.Jónssyni framkvæmdastjóra KKÍ og við ræðum ítarlega um þann kostnað sem keppnisfólk unglingalandsliða KKÍ þarf að greiða úr eigin vasa til að geta tekið þátt í t.d evrópu-heims eða norðurlandamóti. Ég, Svanhvít og Andri Steinn förum síðan í landsleikina gegn Englandi og Hollandi og tölum meira um Hollands leikinn. Einnig er umræða um bikarkeppni KSÍ karla og kvenna, Lengjudeildina, 2.deildina, Óskar Hrafn og KR og margt fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur að vera með okkur.

Friday Jun 07, 2024
922.þáttur. Mín skoðun 07062024
Friday Jun 07, 2024
Friday Jun 07, 2024
Heil og sæl. Það er aldeilis nóg um að vera í dag. Aron Pálmarsson spáir í spilin fyrir Final 4 í handboltanum í meistaradeildinni um helgina. Halli í BK-kjúklingi er í spjalli útaf landsleiknum í kvöld og við erum með leik á Facebook á síðu þáttarins þar sem þið spáið í úrslit og sá/sú sem kemst næst úrslitum fær 10.000kr gjafabréf hjá BK-kjúklingi. Viðir Sigurðsson verður á leiknum England-Ísland í kvöld og er í spjalli, Svanhvít spáir í Mjólkurbikarinn á sunnudag og Lengjudeildina og fleira til. Þá er Björgvin Þór Rúnarsson í viðtali vegna U-18 karla í körfubolta en Kristófer sonur hans þarf að greiða hátt í milljón fyrir þátttaöku fyrir Íslands hönd. Þetta og sitthvað fleir er í dag. Takk fyrir að vera með okkur BK-kjúklingur.

Tuesday Jun 04, 2024
921.þáttur. Mín skoðun 04062024
Tuesday Jun 04, 2024
Tuesday Jun 04, 2024
Heil og sæl. Í dag er nóg um að tala. Kristinn Kærnested er gestur þáttarins og við tölum ítarlega um Bestu deildina, vonbrigði, þjálfaramál, hverjir hafa komið mest á óvart og fleira. Ísland - Austurríki er í kvöld og við spáum í leikinn. Meistaradeildinni lauk síðasta laugardag og Real Madrid vann enn og aftur. Grindavík er komið með þjálfara og við förum í fréttir og slúður. Takk fyrir okkur BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Friday May 31, 2024
920.þáttur. Mín skoðun 31052024
Friday May 31, 2024
Friday May 31, 2024
Heil og sæl. Í dag er mikið fjör. Við heyrum í Þórahalli Dan og við tölum um Bestu deildina, Meistaradeildina, Lengjudeildina, dómgæslu, slúður og margt fleira. Að sjálfsögðu spáum við í leikina í Bestu deildinni og óskum Val og FH til hamingju með Íslandsmeistaratitlana í körfubolta og handbolta. Þetta og margt fleira. Takk BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Tuesday May 28, 2024
918.þáttur. Mín skoðun 28052024
Tuesday May 28, 2024
Tuesday May 28, 2024
Velkomin til leiks. Í dag er fjör í bænum. Enski boltinn um helgina og loks vann Man.United bikar. Neverlusen vann þýska bikarinn og við förum í Bestu deildina um helgina og spáum í leikina á fimmtudag auk þess sem við förum yfir hverjir voru aða fá leikbönn. Benedikt Gunnar Óskarsson,Evrópumeistari, er í viðtali hjá okkur en hann er á leiðinni til Noregs. Við heyrum í Inga Þór Steinþórssyni körfuboltagúrú en úrslitaleikur Vals og Grindavíkur er á morgun. Afturelding og FH mætast svo í fjórða leik liðanna í úrslitum handboltans. Afhverju þurfa þessir leikir að vera á sama tíma? Fréttir og slúður er á sínum stað og takk fyrir að vera með okkur, BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Friday May 24, 2024
918.þáttur. Mín skoðun. 24052024
Friday May 24, 2024
Friday May 24, 2024
Heil og sæl. Það er nóg um að vera í dag. Ásamt þessu venjulega, Bestu deild karla og kvenna og körfuboltanum og Lengjudeildinni hér heima, þá eru tvö viðtöl. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála hjá KSÍ er mjög góðu og athyglisverðu spjalli og við hringjum til Grikklands í afmælisbarn dagsins, Björgvin Pál Gústavsson, en Valur leikur á morgun seinni leikinn í úrslitum European Cup í handknattleik. Við förum einnig í fréttir og slúður og alla bikarúrslitaleikina um helgina og spáum í spilin þar. Takk fyrir að hlusta og TAKK BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Tuesday May 21, 2024
917.þáttur. Mín skoðun 21052024
Tuesday May 21, 2024
Tuesday May 21, 2024
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera að venju. Við hringjum í Inga Þór Steinþórsson körfuboltagúrú um úrslitaeinvígin sem eru í gangi og spyrjum um gang mála hjá honum. Björgvin Þór Rúnarsson handboltagúrú er svo á línunni og við ræðum um einvígi Aftureldingar og FH og einnig um evrópukeppnina hjá Val. Umfjöllun um Bestu-deildina er á sínum stað sem og bikarinn en í dag var dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna. Enski boltinn er búinn og til hamingju Man.City aðdáendur með ykkar lið. Þetta og margt fleira er í þætti dagsins. Takk BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Friday May 17, 2024
916.þáttur. Mín skoðun 13052024
Friday May 17, 2024
Friday May 17, 2024
Velkomin til leiks. Í dag er aldeilis fjör hjá okkur. Við förum í fótboltann, körfuboltann og handboltann hér heima, karla og kvenna. Hringjum í Jón Halldórsson formann handknattleiksdeildar Vals og hann svarar mörgum óspurðum spurningum um þátttöku Vals í evrópukeppninni. Við spáum í spilin í enska boltanum og förum í fréttir og slúður þar á bæ ásamt því að tala um VAR. Spáum að sjálfsögðu í leiki helgarinnar hér heima og kynnum til leiks tvö skemmtileg lög þar sem annað þeirra er gamalt og gott og hitt kemur frá Ítalíu. Takk BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is.

Monday May 13, 2024
915.þáttur. Mín skoðun 13052024
Monday May 13, 2024
Monday May 13, 2024
Heil og sæl. Í þætti dagsins tölum við um Bestu deildina og förum yfir leikina og atvikin. Spáum í spilin í bikarnum nú í vikunni. Handboltinn fær sína umfjöllun og að sjálfsögðu körfuboltinn. Við ræðum um enska boltann um helgina og leikina sem eru nú í vikunni. Við tölum um ítalska boltann og þann þýska ásamt fréttum og slúðri og einhverju fleiru. Nóg um að tala sem sagt og takk BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is

Friday May 10, 2024
914.þáttur. Mín skoðun 10052024
Friday May 10, 2024
Friday May 10, 2024
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Við förum í evrópuboltann í fótbolta, og tökum fyrir enska boltann. Handboltinn hér heima og körfuboltinn sem og Besta deild karla og kvenna og spáum í leiki helgarinnar. Lengjudeildin er til umræðu, handboltalandsliðið, KSÍ og svo Óskar Hrafn og fréttir og slúður. Takk BK-kjúklingur, Marpól og Slysalogmenn.is