Episodes

Tuesday Dec 17, 2024
972.þáttur. Mín skoðun.17122024
Tuesday Dec 17, 2024
Tuesday Dec 17, 2024
Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og við ræðum um enska boltann og þann íslenska og veltum fyrir okkur landsliðþjálfaramálum ásamt fleiru. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta ræðir við mig um bikarkeppni HSÍ, þýska handboltann og svo um EM kvenna ásamt spjalli um íslenska kvennalandsliðið. Svanhvít er á línunni og við tölum um íslenska kvennalandsliðið á EM í fótbolta, enska deildarbikarinn og fleira til. Þórhallur Dan er svo í spjalli þar sem hann var bara í því að segja brandara eða þannig. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Dec 13, 2024
971.þáttur. Mín skoðun.13122024
Friday Dec 13, 2024
Friday Dec 13, 2024
Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested. Við tölum um evrópuboltann, Hákon Arnar, Sveindísi Jane, Liverpool og fleira, enska boltann, íslenska boltann og HM í fótbolta. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er á línunni og við tölum um bikarinn hér heima og kærumál þar og einnig förum við í Olísdeildina og EM kvenna ásamt fleiru. Svanhvít er svo í spjalli um Bónusdeildina í körfubolta, leiki helgarinnar í enska boltanum ásamt HM í fótbolta og sitthvað fleira. Að lokum hringi ég í afmælisbarn dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Ég svo minna á BK-tippleikinn okkar fyrir sunnudaginn en þá er það leikur Man.City og Man.Utd. sem þið tippið á Facebook síðu þáttarins, Mín skoðun.

Tuesday Dec 10, 2024
970.þáttur. Mín skoðun.10122024
Tuesday Dec 10, 2024
Tuesday Dec 10, 2024
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested og við tölum enska boltann, meistaradeildina, Víking í Sambandsdeildinni, KR-völlinn og ég spyr hann að því hvort hann sé að fara að taka við sem formaður KRog ein Krummasaga dettur inn. Víðir Sigurðsson, er í viðtali vegna útgáfu bókarinnar, Íslensk knattspyrna 2024, og við tölum um bókina ásamt því að ég spyr hann tveggja spurngina í lokin. Hver verður ensku meistari og hvernig kemur Íslandi til með að ganga á HM í handbolta? Svanhvít er svo á línunni og við tölum um West Ham og Antonio, bikarkeppnirnar í körfubolta og handbolta, meistaradeildin og Sambandsdeildin í fótbolta og staða Víkings ásamt að tala um Cecelíu Rán Rúnarsdóttur markvörð Inter. Þetta og sitthvað fleira. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Dec 06, 2024
969.þáttur. Mín skoðun.06122024
Friday Dec 06, 2024
Friday Dec 06, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan og við ræðum um íslenska leikmannamarkaðinn í fótbolta, leikstaðinn hjá Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir leikinn gegn Kósóvó og svo enska boltann ásamt ýmsu fleiru. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta er í spjalli um Olísdeild karla og svo einnig um hugmyndir Einars varðandi kvennalandsliðið og umgjörðina í kringum liðið. Hvernig vill hann sjá þetta í framtíðinni? Svanhvít er svo á línunni um Subway deild karla í körfubolta en óvænt úrslit urðu í gær og svið spáum í leiki kvöldsins ásamt að spá í spilin í enska boltanum og svo einhverjir molar með. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Ég vil svo minna á tippleik BK-kjúklings hjá okkur á Facebook varðandi leik Tottenham og Chelsea á sunnudag

Tuesday Dec 03, 2024
968.þáttur. Mín skoðun.03122024
Tuesday Dec 03, 2024
Tuesday Dec 03, 2024
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála KSÍ er á línunni og við tölum um VAR á Íslandi. Er VAR á leiðinni á næstu leiktíð? Kristinn Kærnested spjallar við mig um VAR, enska boltann og fleira til. Svanhvít fer yfir gang mála í körfuboltanum hér heima, Subway deildina, þjálfaraskipti, leikmannaskipti og næstu leiki ásamt því að spá í leikina í enska boltanum. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta ræðir svo við mig um Olísdeildina og næstu leiki, íslenska kvennalandsliðið á EM og stórleikinn gegn Þýskalandi og einnig um Ómar Inga Magnússon og meiðslin sem hann varð fyrir um helgina. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.

Wednesday Nov 27, 2024
967.þáttur. Mín skoðun.27112024
Wednesday Nov 27, 2024
Wednesday Nov 27, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í fjórum aðilum. Fyrst í Ægi Þór Steinarssyni landsliðsmanni í körfubolta og við tölum um landsliðið og deildina hér heima. Því næst er það Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta. Við ræðum um kvennalandsliðið, Olísdeild karla og svo dóm aganefndar vegna leiks Hauka og ÍBV. Því næst er Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings á línunni frá Armeníu og við tölum um Víkings liðið og allt í kringum evrópukeppnina og ég spyr hann hvort landsliðþjálfara umræðan trufli hann eitthvað. Síðast er svo Svanhvít á línunni, við tölum um meistaradeildina í fótbolta, enska boltann og sitthvað fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta og Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Wednesday Nov 20, 2024
966.þáttur. Mín skoðun.20112024
Wednesday Nov 20, 2024
Wednesday Nov 20, 2024
Heil og sæl. Í dag er Guðjón Þórðarson á línunni og við förum yfir lansleikinn gegn Wales og rýnum til gagns. Guðjón segir sína skoðun á hvað er að og margt fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölum aðeins um íslenska landsliðið í fótbolta, sem og enska boltann sem rúllar aftur af stað, íslenska karlalandsliðið í körfubolta sem mætir Ítalíu á föstudag og förum aðeins í handboltann í gær. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.

Friday Nov 15, 2024
965.þáttur. Mín skoðun.15112024
Friday Nov 15, 2024
Friday Nov 15, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Guðjóni Þórðarsyni og við spáum í leiki Íslands í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales ásamt því að velta fyrir okkur þjálfaramálum hjá landsliðinu og fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölu um körfuboltann hér heima sem og handboltann og förum nokkuð vel yfir þetta allt saman. Við spáum einnig í leiki Íslands í Þjóðdadeildinni og viljum svo minna á Faceebook síðu þáttarins, MÍN SKOÐUN, en þar kemur inn í kvöld spá ykkar fyrir leikinn gegn Svartjallandi. Vinningshafinn fær gjafabréf að upphæð 10.000kr. frá BK-kjúklingi. Takk fyrir að hlusta og takk fyrir BK-Kjúklingur.

Tuesday Nov 12, 2024
964.þáttur. Mín skoðun.12112024
Tuesday Nov 12, 2024
Tuesday Nov 12, 2024
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kára Kristjáni Kristjánssyni handboltasnillingi og við ræðum ítarlega um landsliðið okkar og sitthvað fleira. Þá hringi ég í Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik og þjálfara karlaliðs Tindastóls og við tölum um kvennalandsliðið okkar og aðeins um Bónusdeildina. Þá heyri ég i henni Svanhvíti og við tölu ítarlega um Bónusdeildina og einnig um fréttir og slúður, ásamt nokkrum Krummasögum og fleiru því tengdu í íslenska fótboltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Nov 08, 2024
963.þáttur. Mín skoðun.08112024
Friday Nov 08, 2024
Friday Nov 08, 2024
Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur og mikið fjör. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótboltanum spjalllar við mig um Víking í evrópukeppninni, Grindavík og næsta sumar, evrópuboltann, enska, spænska og ítalska boltann. Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í handbolta ræðir við mig um landsliðið okkar, Olísdeildina og ferðalag Hauka til Azerbaijan. Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í körfubolta er á línunni um Bónusdeildina, hans lið og deildina ásamt að tala um Wendell Green sem Keflavík lét fara. Þá er Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta á línunni og hann upplýsir okkur um þá fjármuni sem eru að koma í Bestu deildina og einnig hvað Víkingur er að fá í sinn hlut fyrir þessa frábæru frammistöðu Sambandsdeildinni, mjög athyglisvert. Ég er líklega að gleyma einhverju en takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur, besti kjúklingastaður landsins.

