Episodes

Wednesday Dec 30, 2020
226.þáttur. Mín skoðun. 30122020
Wednesday Dec 30, 2020
Wednesday Dec 30, 2020
226.þáttur. Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golklúbbsins er á línunni þar sem við ræðum afar undarlega lokun klúbbsins en er Viggó búinn að opna aftur? Ég og Þórhallur Dan fórum síðan yfir það sem um var að vera í gærkvöldi og Þórhallur Dan svarar spuriningunni, hvað var eftirminnilegast á árinu. Þetta og margt fleira að vanda. Ég vil óska öllum gleðilegs árs og friðar. Heyrumst aftur 4.janúar. Áfram Ísland

Tuesday Dec 29, 2020
225.þáttur. Mín skoðun. 29122020
Tuesday Dec 29, 2020
Tuesday Dec 29, 2020
225.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir málin í sportinu. Ræddum um Aron Pálmarsson, kjör íþróttamanns ársins, spurðum afhverju Þórir Hergeirsson er ekki á lista þriggja manna yfir valið á besta þjálfaranum og margt margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.

Monday Dec 28, 2020
224.þáttur. Mín skoðun. 28122020
Monday Dec 28, 2020
Monday Dec 28, 2020
224.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir gang mála í sportinu og ræddum nánast um allt, Fótbolta, handbolta, körfubolta og svo fórum við aðeins inná bóluefnið við Covid 19 sem er komið til landsins. Njótið dagsins.

Wednesday Dec 23, 2020
223.þáttur. Mín skoðun. 23122020
Wednesday Dec 23, 2020
Wednesday Dec 23, 2020
222.þáttur. Ég og Þórhallur Dan erum í góðu jólaspjalli um fótbolta og handbolta yfir hátíðarnar. Við tölum um nýja landsliðsþjálfara Íslands, förum í aðgerðir ríkisstjórnarinnar, förum yfir það sem um er að vera yfir jólin og margt margt fleira. Gleðileg jól elskurnar.

Monday Dec 21, 2020
221.þáttur. Mín skoðun. 21122020
Monday Dec 21, 2020
Monday Dec 21, 2020
221.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið í heimi íþróttanna um helgina. Tóti elskar Hurðaskelli og við ræðum um það og fleira. Einnig um Liverpool og ekki síst Mourinho. Þetta og margt margt fleira.

Friday Dec 18, 2020
220.þáttur. Mín skoðun. 18122020
Friday Dec 18, 2020
Friday Dec 18, 2020
220.þáttur. Jóhannes Lange einn sá fróðasti um evrópskan kvennahandbolta var á línunni um EM kvenna og spáði í spilin fyrir úrslitahelgina. Hverjir verða meistarar í Evrópu? Og hann er einnig með nokkuð stóra frétt af mótinu. Ég hringdi í Þórhall Dan og ræddi við hann um valið á besta knattspyrnufólkinu hjá FIFA. Við fórum einnig yfir leiki helgarinnar og fleira til. Njótið og góða helgi.

Thursday Dec 17, 2020
219.þáttur. Mín skoðun. 17122020
Thursday Dec 17, 2020
Thursday Dec 17, 2020
219.þáttur. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR er á línunni um mál KR gegn KSÍ. Ávallt gott að ræða við Pál og margt athyglisvert sem hann segir. Ég og Þórhallur Dan fórum svo yfir gang mála í boltanum. Völdum knattspyrnufólk ársins og Tóti tjáði sig um Mourinho og fleira til. Njótið.

Wednesday Dec 16, 2020
218.þáttur. Mín skoðun. 16122020
Wednesday Dec 16, 2020
Wednesday Dec 16, 2020
218.þáttur. Ásgrímur Helgi Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fram var á línunni en Fram hefur ákveðið að áfrýja dómi dómstóls KSÍ til dómstóls ÍSÍ. Ásgrímur svarar einnig spurningunni hver sé hans uppáhaldsjólasveinn. Þórhallur Dan var að vanda í spjalli og við fórum yfir leiki gærkvöldsins í boltanum og í kvöld. Fórum aðeins inná þjálfaramál KSÍ og margt margt fleira. Njótið

Tuesday Dec 15, 2020
217.þáttur. Mín skoðun. 15122020
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
217.þáttur. Víðir Sigurðsson er viðtali í dag þar sem við förum yfir útgáfu bókarinnar, Íslensk knattspyrna 2020 sem er að koma út. Um er að ræða merkisútgáfu og við förum yfir það allt ásamt því að Víðir tjáir sig um hvern hann velji sem íþróttamann ársins 2020. Þórhallur Dan er á línunni og við förum yfir víðan völl að vanda og skemmtum okkur vel. Njótið

Monday Dec 14, 2020
216.þáttur. Mín skoðun. 14122020
Monday Dec 14, 2020
Monday Dec 14, 2020
216.þáttur. Ég og Þórhallur Dan ræddum um allt sem um var að vera um helgina . Handbolti og fótbolti. Man.Utd. Liverpool, West Ham, Dortmund, EM í handbolta og margt margt fleira

