Episodes

Friday Feb 26, 2021
266.þáttur. Mín skoðun. 26022021
Friday Feb 26, 2021
Friday Feb 26, 2021
266.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Tippari vikunnar í dag er rithöfundurinn og fótboltaáhugamaðurinn Einar Kárason. Hann hefur frá mörgu skemmtilegu að segja úr boltanum og fleiru til. Ég og Þórhallur Dan tökum langt viðtal við Þóri Hákonarson íþróttastjóra Þróttar. KSÍ ársþingið er um helgina og fyrir liggur að breyting verður á fyrirkomulagi deildanna, í það minnsta efstu deild. Þá ræðum við einnig um aðstöðuleysi Þróttar og margt margt fleira. Njótið elskurnar og góða helgi.

Thursday Feb 25, 2021
265.þáttur. Mín skoðun. 25022021
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
265.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl elskurnar. Í dag er yndislegur dagur. Ég og Þórhallur Dan ræðum um allt og allt en förum þó sérstaklega í viðtal sem Harmageddon tók við Lilju Alfreðsdóttur um Rúv og auglýsingamarkaðinn annarsvegar og streymisveitur hinsvegar. Þetta og margt margt fleira. Njótið

Wednesday Feb 24, 2021
264.þáttur. Mín skoðun. 24022021
Wednesday Feb 24, 2021
Wednesday Feb 24, 2021
264.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl á þessum fallega degi. Já veðrið er fallegt. Ég og Þórhallur Dan förum yfir víðan völl í þætti dagsins. Meistaradeildina, enska boltann, Tiger Woods, spyrjum okkur að því hvort Liverpool nái inná topp fjögur í ensku deildinni og fáum réttan framburð á nafni þjálfara Chelsea. Þetta og margt fleira. Njótið

Tuesday Feb 23, 2021
263.þáttur. Mín skoðun. 230232021
Tuesday Feb 23, 2021
Tuesday Feb 23, 2021
263.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í þætti dagsins, allt frá íþróttum og ótrúlegt en satt fórum við aðeins inní pólitík. Gerist ekki aftur :) Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í handbolta er á línunni en Valsmenn fóru ansi létt með Aftureldingu í gær og eru að finna fjölina á ný. Snorri Steinn er eins og ávallt einlægur og skemmtilegur. Njótið elskurnar.

Monday Feb 22, 2021
262.þáttur. Mín skoðun. 22022021
Monday Feb 22, 2021
Monday Feb 22, 2021
262.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan mánudag. Ég og Þórhallur Dan förum yfir víðan völl í spjalli dagsins, enski boltinn, körfubolti, tennis, Viaplay, Rúv og Sýn og margt margt fleira. Njótið elskurnar.

Friday Feb 19, 2021
261.þáttur. Mín skoðun. 19022021
Friday Feb 19, 2021
Friday Feb 19, 2021
261.þáttur. Mín skoðun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er Tippari vikunnar hjá mér og það er mikið hlegið í þessu spjalli. Bráðskemmtilegt. Elvar Már Friðriksson landsliðsmaður í körfuknattleik er í sjöunda himni eftir að Ísland vann Slóvakíu í gær í undankeppni EM. Elvar Már er léttur, ljúfur og kátur og segir skemmtilegar sögur. Þá er Þórhallur Dan í skýjunum að vanda en hans menn unnu fótboltaleik í gær. Við ræðum um formannskjör ÍTF og fleira til. Njótið og góða helgi öllsömul.

Thursday Feb 18, 2021
260.þáttur. Mín skoðun. 18022021
Thursday Feb 18, 2021
Thursday Feb 18, 2021
260.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Það lítur út fyrir átakafund hjá Íslenskum Topp Fótbolta (ÍTF) í dag . Tveir eru í framboði til formanns a aðalfundi félagsins, þeir Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÍA og Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks. Þessir ágætu herramenn eru í viðtali hjá mér og Þórhalli Dan í þætti dagsins og njótið elskurnar. Áfram Ísland

Wednesday Feb 17, 2021
259.þáttur. Mín skoðun. 17022021
Wednesday Feb 17, 2021
Wednesday Feb 17, 2021
259.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan öskudag. Ég og Þórhallur Dan ræðum í þætti dagsins um allt og allt eða þannig. Förum í Meistaradeildina, enska boltann, hvað kostar fyrir Tottenham að reka Mourinho, afhverju leyfa sóttvarnaryfirvöld ekki áhorfendum að vera á leikjum og margt margt fleira. Njótið og munið eftir öskupokunum. Hvar er eiginlega sú hefð?

Tuesday Feb 16, 2021
258.þáttur. Mín skoðun. 16022021
Tuesday Feb 16, 2021
Tuesday Feb 16, 2021
258.þáttur. Mín skoðun. Í dag heyri ég í Einari Andra Einarssyni handboltagúru og við förum yfir Olísdeild karla í handbolta. Maður kemur svo sannarlega ekki að tómum kofanum þar. Algjör viskubrunnur. Þórhallur Dan fer yfir enska boltann með mér og við erum ánægðir með Moyes og West Ham. Það er bara málið og þá förum við í Meistaradeildina og margt fleira. Sprengidagur í dag og njótið elskurnar.

Monday Feb 15, 2021
257.þáttur. Mín skoðun. 15022021
Monday Feb 15, 2021
Monday Feb 15, 2021
257.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan BOLLUDAG. Allir í stuði er það ekki? Ég og Þórhallur Dan er að minnsta kosti léttir, ljúfir og kátir í þætti dagsins. Við ræðum um enska boltann, Viaplay og íslenskan fjölmiðlamarkað, handbolta og svo pínulítið um ítalska boltann og margt margt fleira. Njótið

