Episodes

Friday Mar 12, 2021
276.þáttur. Mín skoðun. 12032021
Friday Mar 12, 2021
Friday Mar 12, 2021
276.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Stórsöngvarinn og snillingurinn Magni er Tippari vikunnar að þessu sinni. Magni er að vanda bráðskemmtilegur og segir margar skemmtilegar sögur auk þessa að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Þórhallur Dan er svo í spjalli og við förum um víðan völl, Evrópudeildina, enska boltann, Dominsodeild karla, Golf og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Mar 11, 2021
275.þáttur. Mín skoðun. 11032021
Thursday Mar 11, 2021
Thursday Mar 11, 2021
275.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og góðan dag. Sebastian Alexandersson þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram í handbolta fékk uppsagnabréf um helgina og verður ekki með félagið á næstu leiktíð. Uppsögn Sebastians kom handboltaáhugamönnum verulega á óvart en Fram hefur verið að gera mjög góða hluti í Olísdeild karla í vetur. Sebastian er í viðtali vegna þessa en hann verður með liðið út yfirstandandi leiktíð. Ég og Þóhallur Dan tökum síðan boltann og ræðum þetta mál og Tóti liggur ekki á skoðunum sínum. Við ræðum einnig um fótboltann og svo um körfuboltann og margt fleira. Njótið

Wednesday Mar 10, 2021
274.þáttur. Mín skoðun. 10032021
Wednesday Mar 10, 2021
Wednesday Mar 10, 2021
274.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF (íslensks topp fótbolta) er í viðtali í dag. Við ræðum um stöðu fótboltans hér á landi, ÍTF, sjónvarpssamninga og margt fleira. Ég og Þórhallur Dan ræðum síðan um Meistaradeildina í gær og í kvöld og við skiljum ekki þetta VAR lengur. Það er bara þannig. Njótið og eigið þið góðan dag.

Tuesday Mar 09, 2021
273.þáttur. Mín skoðun. 09032021
Tuesday Mar 09, 2021
Tuesday Mar 09, 2021
273.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Jónas Kristinsson framkvæmdastjóri KR er í viðtali í dag þar sem við tölum um íslenskan fótbolta. Hver er staðan? Hver er staðan hjá Íslenskum Topp fótbolta(ÍTF) ? Þessar og margar aðrar spurningar í ítarlegur spjalli okkar. Þórhallur Dan spáir svo í leiki dagsins í Meistaradeildinni og fleira til. Njótið og vonandi eigið þið frábæran dag.

Monday Mar 08, 2021
272.þáttur. Mín skoðun. 08032021
Monday Mar 08, 2021
Monday Mar 08, 2021
272.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og til hamingju með daginn konur, jú það er alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag. Þórhallur Dan og ég erum í spjalli dagsins um helgina og fórum yfir boltann og fleira. Tóti er sérstaklega ánægður með sína menn í Man.United eftir sigur á City. Þá hringdi ég í afmælisbarn dagsins, Siggi Hlö hinn eini sanni á afmæli í dag og hann segir okkur stöðu mála á fótboltaferðum til Englands og fleira til. Njótið

Friday Mar 05, 2021
271.þáttur. Mín skoðun. 05032021
Friday Mar 05, 2021
Friday Mar 05, 2021
271.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl elskulega fólk. Tippari vikunnar þennan ágæta föstudaginn er formaður fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson. Við tölum um margt tengt honum og Willum segir frá sínu uppáhaldsliði sem er Chelsea. En afhverju Chelsea? Skemmtilegt spjall við skemmtilegan mann. Þórhallur Dan er svo á línunni og við tölum meðal annars um VAR í enska boltanum og einnig töluvert um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að taka frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardal undir rafíþróttamót en frjálsíþróttafólkið okkar sem er að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana, og að reyna að ná lágmörkum fyrir leikana, getur ekkert æft í húsnæðinu í Laugardal í 6 vikur. Ótrúleg ákvörðun. Tóti liggur ekki á skoðunum sínum í þessu máli. Njótið elskurnar og góða helgi.

Thursday Mar 04, 2021
270.þáttur. Mín skoðun. 04032021
Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
270.þáttur. Mín skoðun. Mikil umræða hefur verið um ársþing KSÍ sem var haldið um síðustu helgi. Þar hefur farið fremst umræða um fjölgun leikja í efstu deild sem ekkert varð af. Formenn FH, KR og Vals hafa t.d. stigið fram og eru ósáttir með margt og meðal annars ÍTF (íslenska topp fótbolta). Í þætti dagsins er ég með viðtal við Orra Hlöðversson formann Íslensks Topp Fótbolta en Orri er jafnframt formaður Breiðabliks. Þá er Þórhallur Dan að sjálfsögðu á línunni. Við ræðum um enn eitt 0-0 jafntfefli Man.Utd. VIð förum í leiki dagsins og Tóti fer einnig inná dómgæslu í Dominosdeild kvenna og margt margt fleira. Njótið elskurnar.

Wednesday Mar 03, 2021
269.þáttur. Mín skoðun. 03032021
Wednesday Mar 03, 2021
Wednesday Mar 03, 2021
269.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag erum við Þórhallur Dan í stuði. Við ræðum um KSÍ þingið, fjölgun liða sem ekki gekk eftir og hvar við stöndum í dag. Engin breyting og okkar félagsliða fótbolti er að sitja eftir. Við ræðum einnig um enska boltann og svo Zlatan og margt margt fleira. Njótið

Tuesday Mar 02, 2021
268.þáttur. Mín skoðun. 02032021
Tuesday Mar 02, 2021
Tuesday Mar 02, 2021
268.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um ársþing KSÍ og förum þar yfir fjölgun og ekki fjölgun liða og önnur þingskjöl á þinginu. Einnig ræðum við um dómstól HSÍ og margt , margt fleira. Njótið.

Monday Mar 01, 2021
267.þáttur. Mín skoðun. 01032021
Monday Mar 01, 2021
Monday Mar 01, 2021
267.þáttur. Mín skoðun. Viðar Halldórsson formaður FH er í viðtali vegna ársþings KSÍ sem var um helgina. Viðar liggur sem fyrr ekki á skoðunum sínum og studdi meðal annars tillögu samstarfshóps KSÍ og ÍTF um fjölgun leikja. Þórhallur Dan er svo á línunni og við ræðum meðal annars um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni sem enn og aftur er til umræðu. Njótið

