Episodes

Friday Mar 26, 2021
286.þáttur. Mín skoðun. 26032021
Friday Mar 26, 2021
Friday Mar 26, 2021
286.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks þennan ágæta föstudag. Tippari vikunnar er að þessu sinni enginn annar en fótboltagoðsögnin Ásgeir Sigurvinsson. Auk þess að tippa á 5 leiki á Lengjunni þá spjalla ég aðeins við hann um U21 árs leik Íslands og Rússlands í gær og að sjálfsögðu tölum við um leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari hjá Stjörnunni í Garðabæ er á línunni og við ræðum um þessa tvo landsleiki okkar í gær í fótboltanum sem fóru illa.
Þá er Þórhallur Dan að sjálfsögðu í spjalli um leiki gærdagsins og við rýnum í næstu leiki okkar manna sem eru á sunnudag. Njótið helgarinnar og Áfram Ísland.

Thursday Mar 25, 2021
285.þáttur. Mín skoðun. 25032021
Thursday Mar 25, 2021
Thursday Mar 25, 2021
285.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í dag er landsleikjadagur hjá okkar mönnum í karlafótboltanum. A-landslið Íslands hefur leik í undankeppni HM og andstæðingurinn er fjórfaldir heimsmeistarar Þýskalands á útivelli. U21 árs landslið karla hefur svo leik í úrslitakeppni EM og andstæðingurinn er Rússland en leikið er í Ungverjalandi. Þórhallur Dan er á línunni og við förum yfir líkleg byrjunarlið Íslands í dag og ræðum um leiki gærdagsins og aðra leiki kvöldsins. Þá er Willum Þór Þórsson alþingismaður og fyrrum þjálfari og leikmaður á línunni um leiki dagsins en Willum Þór á tvo drengi í U21 árs landsliðinu. Það er mikið að gera í þinginu og Willum Þór svarar því hvernig hann ætlar að horfa á leikina ásamt því að spá fyrir um úrslit í dag. Njótið og ÁFRAM ÍSLAND.

Wednesday Mar 24, 2021
284.þáttur. Mín skoðun. 24032021
Wednesday Mar 24, 2021
Wednesday Mar 24, 2021
284.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl og blessuð. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir stöðu mála hjá íslenska A-landsliðinu í fótbolta og einnig U21 árs liðsins. Tóti velur sitt byrjunarlið gegn Þýskalandi og fleira og fleira. Þá heyri ég í Ágústi Jóhanssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands í handbolta kvenna en Ísland mætir Slóveníu í umspili fyrir HM. Ágúst er mikill viskubrunnur og gaman að hlusta á hann. Njótið og eigið góðan dag.

Tuesday Mar 23, 2021
283.þáttur. Mín skoðun. 23032021
Tuesday Mar 23, 2021
Tuesday Mar 23, 2021
283.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul og til hamingju með daginn. Ég og Þórhallur Dan komum víða við í dag. Tölum um kvennalandsliðið í handbolta, hugsanleg þjálfaraskipti hjá Juventus, Gísli Þorgeir handboltakappi meiddist á öxl um helgina og við ræðum aðeins um það sem og um A-landslið karla og U21 árs landsliðið. Tóti hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég stilli upp fyrstu tillögu að byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi. Njótið dagsins.

Monday Mar 22, 2021
282.þáttur. Mín skoðun 22032021
Monday Mar 22, 2021
Monday Mar 22, 2021
282.þáttur. Mín skoðun. Þórhallur Dan og ég förum yfir víðan völl í dag svo vægt sé tekið til orða. Covid, enski boltinn, Lewandowski, Tryggvi Guðmundsson, Gylfi Sigurðsson og margt margt fleira. Hann Tóti liggur ekki á skoðunum sínum og talar hreina og klára íslensku. Njótið

Friday Mar 19, 2021
281.þáttur. Mín skoðun. 19032021
Friday Mar 19, 2021
Friday Mar 19, 2021
281.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Tippari vikunnar er enginn annar en fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson. Sigmar er að vanda bráðskemmtilegur og segir okkur afhverju hann heldur með Arsenal og fleira til. Ég og Þórhallur Dan ræðum síðan um Meistaradeildina og Evrópudeildina í fótbolta. Tökum fyrir körfuboltann hér innanlands, tölum töluvert um Mourinho og hrakfarir Tottenham og komum svo við hjá KSÍ. Þetta og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Mar 18, 2021
280.þáttur. Mín skoðun. 18032021
Thursday Mar 18, 2021
Thursday Mar 18, 2021
280.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta sem er í fréttum og byrjum á mest lesnu fréttinni inná Mannlíf.is þar sem umfjöllun er um Eið Smára og hans meintu ölvun í þættinum Völlurinn á Símanum síðasta sunnudag. Við förum einnig yfir gang mála í Evrópudeildinni og þar tölum við aðallega um leik AC Milan og Man.Utd. sem er í kvöld og förum yfir líkleg byrjunarlið. Þetta og margt fleira. Njótið og eigið góðan dag.

Wednesday Mar 17, 2021
279.þáttur. Mín skoðun.17032021
Wednesday Mar 17, 2021
Wednesday Mar 17, 2021
279.þáttur. Mín skoðun. Íslenski landsliðshópurinn í knattspyrnu sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM síðar í þessum mánuði var valinn í dag. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir hópinn. Við fórum einnig aðeins í Olísdeild karla og margt margt fleira. Njótið

Tuesday Mar 16, 2021
278.þáttur. Mín skoðun. 16032021
Tuesday Mar 16, 2021
Tuesday Mar 16, 2021
278.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Þórhallur Dan og ég ræðum um boltann í þætti dagsins. Förum í lstöðu Liverpool, U21 árs landsliðshópinn sem fer á EM og margt margt fleira. Njótið

Monday Mar 15, 2021
277.þáttur. Mín skoðun. 15032021
Monday Mar 15, 2021
Monday Mar 15, 2021
277.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul og gleðilegan mánudag. Ársþing KKÍ (körfuknattleikssamband Íslands) var haldið um helgina. Nokkuð var tekist á um hin ýmsu mál og Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er í viðtali dagsins. Hann fer yfir málefni þingsins með mér ásamt því að upplýsa okkur um styrki FIBA og íslenska ríkisins. Þórhallur Dan er að sjálfsögðu á línunni. Við förum yfir íþróttir helgarinnar og Tóti er ánægður með að hans menn unnu á sjálfsmarki. Njótið dagsins.

