Episodes

Tuesday Apr 13, 2021
296.þáttur. Mín skoðun. 13042021
Tuesday Apr 13, 2021
Tuesday Apr 13, 2021
296.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins er ég með ítarlegt viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson landsliðsmann í handbolta og leikmann með Magdeburg. Gísli Þorgeir er einn okkar albesti handboltamaður en hann hefur enn og aftur þurft að gangast undir aðgerð á öxl vegna meiðsla en þrátt fyrir þessi áföll er hann fullur bjartsýni. Þá er Þórhallur Dan á línunni en við förum yfir stöðuna í boltanum og tölum töluvert um stöðu mála í sóttvarnarmálum og svo um leik PSG og Bayern í meistaradeildinni í kvöld. Njótið og eigið góðan dag.

Monday Apr 12, 2021
295.þáttur. Mín skoðun. 12042021
Monday Apr 12, 2021
Monday Apr 12, 2021
295.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins förum við Þórhallur Dan yfir ýmislegt sem var í gangi um helgina, svo sem, sóttvarnarreglurnar, (en við skiljum ekki afhverju íþróttir eru ekki leyfðar á Íslandi), krummasögur eru svo strax á eftir og þessi í dag er ágæt, förum í leikina á Englandi um helgina þar sem VAR og Mourinho koma við sögu. Við tölum aðeins um Masters í golfi og margt margt fleira. Njótið

Friday Apr 09, 2021
294.þáttur. Mín skoðun. 09042021
Friday Apr 09, 2021
Friday Apr 09, 2021
294.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Tippari vikunnar er enginn annar en Bogi Ágústsson fréttamaður. Okkar ástsælasti fréttalesari um árabil. Bogi er mikill aðdáandi Tottenham og segir söguna af því afhverju hann varð stuðningsmaður þess liðs. Við ræðum um margt er varðar þennan merka mann og Bogi svarar meðal annars þeirri spurningu, hvaða starf hann myndi velja ef hann væri ekki fréttamaður. Þórhallur Dan er svo að sjálfsögðu á línunni og við félagar er mjög ósáttir með sóttvarnaryfirvöld að leyfa ekki íþróttir. Við förum einnig yfir leiki helgarinnar og aðeins í Masters í golfi og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Apr 08, 2021
293.þáttur. Mín skoðun. 08042021
Thursday Apr 08, 2021
Thursday Apr 08, 2021
293.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl og blessuð. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan Jóhannsson yfir það helsta í sportinu. Við tölum um Masters í golfi, Meistaradeildina og Evrópudeildina í fótbolta. Tölum um ítalska boltann og styrkleikalista FIFA og margt fleira. Njótið

Wednesday Apr 07, 2021
292.þáttur. Mín skoðun. 07042021
Wednesday Apr 07, 2021
Wednesday Apr 07, 2021
292.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins fer ég ásamt Þórhalli Dan yfir það sem gerðist í gær í meistaradeildinni í fótbolta. Við ræðum um þau vafaatriði sem áttu sér stað í leikjunum tveimur og förum svo í leiki kvöldsins þar sem við komum einnig við á Ítalíu. Mourinho kemur aðeins við sögu en hann er í sérlegu uppáhaldi hjá Tóta. Þá förum við aðeins í stöðuna á Covid faraldrinum og meira til. Njótið.

Tuesday Apr 06, 2021
291.þáttur. Mín skoðun. 06042021
Tuesday Apr 06, 2021
Tuesday Apr 06, 2021
291.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og vonandi hafið þið átt gleðilega páska. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir gang mála um helgina en það var spilað í boltanum í Evrópu. Tóti hefur mikið dálæti á Jose Mourinho þjálfara Tottenham(NOT) og við ræðum um það og förum í leiki helgarinnar. Ásamt því að við förum í slúður og þar er Tóti með slúður er varðar landsliðið og KSÍ. Eigið góðan dag.

Wednesday Mar 31, 2021
290.Mín skoðun. 31032021
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
290.þáttur. Mín skoðun. AUKAÞÁTTUR. Heil og sæl öllsömul. Landsleikjahrinu hjá U21 árs liðinu og A-landsliðinu í fótbolta er lokið. U21 árs lið er úr leik í úrslitakeppni EM en A-landsliðið náði að vinna Liechtenstein auðveldlega. Ég og Þórhallur Dan Jóhannsson ræðum um þessa leiki og margt fleira í þessum aukaþætti. Njótið og gleðilega Páska.

Wednesday Mar 31, 2021
289.þáttur. Mín skoðun. 31032021
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
289.þáttur. Mín skoðun. Komiði sæl og blessuð. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir landsleiki Íslands sem eru í dag. U21 árs liðið mætir Frakklandi og A-landsliðið leikur gegn Liechtenstein. Við tölum einnig um KSÍ, mál Viðars Arnar Kjartanssonar og margt margt fleira. Hlustið og njótið og við félagarnir verðum með þátt strax að leik loknum. ÁFRAM ÍSLAND

Tuesday Mar 30, 2021
288.þáttur. Mín skoðun. 30032021
Tuesday Mar 30, 2021
Tuesday Mar 30, 2021
288.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Mikið er rætt og ritað um landsliðin okkar í fótbolta í karlaflokki, þar á ég við U21 árs landsliðið og A-landsliðið. Jákvæð og neikvæð umræða hefur verið í gangi og til að ræða við mig um þessi mál hringdi ég í Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings og fyrrum landsliðsmann. Hann er í góðu og ítarlegu spjalli við mig í dag og segir sína skoðun. Njótið og eigið góðan dag.

Monday Mar 29, 2021
287.þáttur. Mín skoðun. 29032021
Monday Mar 29, 2021
Monday Mar 29, 2021
287.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í þætti dagsins er umræðuefnið U21 árs landsliðið sem og A-landsliðið í fótbolta. Það gekk ekki vel um helgina, reyndar afleitlega. Þórhallur Dan er á línunni og ég skal segja ykkur það að hann talar með tveimur hrútshornum. Njótið og eigið góðan dag.

