Episodes

Wednesday Apr 28, 2021
306.þáttur. Mín skoðun. 28042021
Wednesday Apr 28, 2021
Wednesday Apr 28, 2021
306.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins fjalla ég um íslenska karlalandsliðið í handbolta og hringi í Óskar Bjarna Óskarsson handboltaþjálfara. Þar kemur maður ekki að tómum kofanum skal ég segja ykkur. Þá er Andri Steinn Birgisson fótboltasérfræðingur í spjalli um Meistaradeildina og einnig um Evrópudeildina ásamt þvi að við förum í nýjustu frétt dagsins um að Gary Martin var rekinn frá ÍBV. Njótið dagsins.

Tuesday Apr 27, 2021
305.þáttur. Mín skoðun. 27042021
Tuesday Apr 27, 2021
Tuesday Apr 27, 2021
305.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Þórhallur Dan er á línunni í dag og við ræðum um ýmislegt, þar á meðal KSÍ, enska boltann, ítalska boltann og fleira. Þá heyri ég í Einari Andra Einarssyni handboltaþjálfara en Ísland mætir Ísrael í dag í undankeppni EM í handbolta karla en leikið er ytra. Einar Andri er afar fróður og gaman að spjalla við hann sem fyrri daginn. ÁFRAM ÍSLAND.

Monday Apr 26, 2021
304.þáttur. Mín skoðun. 26042021
Monday Apr 26, 2021
Monday Apr 26, 2021
304.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og gleðilegan mánudag. Í þætti dagsins ræði ég við Andra Stein Birgisson um enska boltann um helgina. Við förum í VAR og einnig um Mjólkurbikarinn hér heima. Þá heyri ég í Ingó Veðurguð en hann var tippari vikunnar s.l. föstudag. Þá hringi ég í Kristin Jakobsson fyrrum dómara og við ræðum ítarlega um VAR á Englandi og víðar. Njótið.

Friday Apr 23, 2021
303.þáttur. Mín skoðun. 23042021
Friday Apr 23, 2021
Friday Apr 23, 2021
303.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Tippari vikunnar er að þessu sinni enginn annar en gleðigjafinn Ingó Veðurguð. Við spjöllum um lífið og tilveruna ásamt því að Ingó tippar á 5 leiki á Lengjunni. Þá heyri í að sjálfsögðu í Þórhalli Dan. Við förum yfir gang mála í boltanum og veltum upp skuldum liðanna 12 sem ætluðu að stofna Super League. Þær tölur koma aldeilis á óvart. Njótið helgarinnar elskurnar og hafið það sem allra best.

Wednesday Apr 21, 2021
302.þáttur. Mín skoðun. 21042021
Wednesday Apr 21, 2021
Wednesday Apr 21, 2021
302.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Síðasti vetrardagur í dag og því ber að fagna þar sem jú þá er sumardaguirnn fyrsti á morgun. Ég og Þórhallur Dan eigum í dag gott spjall um Super League dæmið allt saman sem hrundi eins og spilaborg í gær sem betur fer. Við tölum einnig um kvennalandsliðið í handbolta og Sebastian Alexandersson og margt margt fleira. Njótið og gleðilegt sumar.

Tuesday Apr 20, 2021
301.þáttur. Mín skoðun.20042021
Tuesday Apr 20, 2021
Tuesday Apr 20, 2021
301.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum við Þórhallur Dan yfir Super League umræðuna og allt því tengt. Nýjar fréttir berast á hverri klukkustund og við tjáum okkur ítarlega um þessa vitleysu. Þá vildi Tóti endilega hefja þáttinn á smá sóttvarnarumræðu og þurfti að létta á hjarta sínu. Þá má ekki gleyma lagi sem er um Tóta og mér var sent í gær. Ég spila bút úr laginu sem er að finna á Youtube. Njótið elskurnar.

Monday Apr 19, 2021
300.þáttur. Mín skoðun. 19042021
Monday Apr 19, 2021
Monday Apr 19, 2021
300.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins tala ég við Þórodd Hjaltalín yfirmann dómaramála í fótboltanum hér á landi. Við förum um víðan völl í okkar spjalli. Þá er Þórhallur Dan á línunni og við tölum meðal annars um þessa Ofurdeild í fótboltanum sem er verið að setja á laggirnar. Það er allt vitlaust útaf þessu og Tóti liggur ekki á skoðunum sínum í þessum málum né sóttvarnarmálum hér á landi. Þetta og margt margt fleira. Njótið.

Friday Apr 16, 2021
299.þáttur. Mín skoðun. 16042021
Friday Apr 16, 2021
Friday Apr 16, 2021
299.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Tippari vikunnar er að þessu sinni hinn eini sanni Eyfi, (Eyjólfur Kristjánsson). Eyfi verður 60 ára á morgun og hann heldur með Þrótti og Manchester United. Gaman að því. Þórhallur Dan er svo að sjálfsögðu á línunni en við förum yfir boltann í gær og tölum svo aðeins um umboðsmenn í fótboltanum og fleira því tengt. Við fjöllum um íslenska kvennalandsliðið í handbolta sem leikur í dag gegn Slóveníu í umspili HM og Þórhallur Dan biðlar til sóttvarnaryfirvalda um að stöðva ekki íþróttir aftur. Njótið helgarinnar elskurnar.

Thursday Apr 15, 2021
298.þáttur. Mín skoðun. 15042021
Thursday Apr 15, 2021
Thursday Apr 15, 2021
298.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í þætti dagsins hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson þar sem við förum yfir Meistaradeildina í gær og Evrópudeildina í kvöld. Við ræðum um Zlatan, slúður og margt margt fleira. Af nógu að taka og njótið vel.

Wednesday Apr 14, 2021
297.þáttur. Mín skoðun. 14042021
Wednesday Apr 14, 2021
Wednesday Apr 14, 2021
297.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan Jóhannsson yfir sviðið í sporti dagsins. Meistaradeildin tekin fyrir í gær og í kvöld. Tölum um VAR og við tölum einnig nokkuð um sóttvarnarmálin og fleira tengt því. Þá förum við aðeins í slúður dagsins og margt margt fleira. Njótið og njótið.

