Episodes

Friday May 28, 2021
326.þáttur. Mín skoðun. 28052021
Friday May 28, 2021
Friday May 28, 2021
326.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Tippari vikunnar er Hjörtur Hjartarson sem afrekaði það í vikunni að setja nýtt markamet í íslenska boltanum, 222 mörk. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar ásamt því að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Andri Steinn Birgisson er sérfræðingur minn í Lengjudeild karla og hann er á línunni. Þá heyri ég í Þórhalli Dan og við tölum um landsliðsval á U21, fréttamola, Dominsodeild karla og kvenna, PepsiMax kvenna og förum svo aðeins í slúður og aðrar fréttir. Njótið helgarinnar.

Thursday May 27, 2021
325.þáttur. Mín skoðun. 27052021
Thursday May 27, 2021
Thursday May 27, 2021
325.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta í sportinu. Tap Man.Utd. í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Slúður og fréttir eru á sínum stað en það gengur mikið á í þjálfaramálum í Evrópu. Dominosdeild karla og Olísdeildir karla og kvenna eru teknar fyrir. Við förum í hópinn hjá U21 árs landsliðinu vegna bréfs sem þættinum barst og svo í þjálfaramál í PepsiMax karla. Þetta og margt margt fleira. Þá minni ég á Facebook síðu þáttarins, Mín skoðun, endilega að vera með þar og koma með spurningar og vangaveltur. Njótið.

Wednesday May 26, 2021
324.þáttur. Mín skoðun. 26052021
Wednesday May 26, 2021
Wednesday May 26, 2021
324.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan ræðum um margt og mikið í þætti dagsins. Fyrst komum við inná höfuðmeiðsli sem sonur Þórhalls, Dagur Dan, leikmaður Fylkis varð fyrir í gær og var fluttur á sjúkrahús. Við ræðum um leikina í PepsiMax og svo um landsliðið og enn eru leikmenn að afboða. Man.Utd. og Villarreal mætast í kvöld í úrslitum Evrópudeildarinnar og tveir leikir eru í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í kvöld. Við förum í fréttir og slúður og margt fleira. Njótið dagsins.

Tuesday May 25, 2021
323.þáttur. Mín skoðun. 25052021
Tuesday May 25, 2021
Tuesday May 25, 2021
323.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir sviðið í sportinu. Enski boltinn og Aquero, franski boltinn og Lille, ítalski boltinn og Donnarumma, þýski boltinn og Lewandowski, íslenski boltinn, KR stjórnarumræða og margt margt fleira. Njótið dagsins.

Friday May 21, 2021
322.þáttur. Mín skoðun. 21052021
Friday May 21, 2021
Friday May 21, 2021
322.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Það er langur þáttur í dag og mikið að gerast. Tippari vikunnar er hinn eini sanni Einar Bárðarson, fjölmiðlamaður, tónlistarmaður með miklu meiru. Hann spáir í 5 leiki á Lengjunni ásamt því að tippa á gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision á morgun. Andri Steinn Birgisson er sérfræðingur minn í Lengjudeild karla í fótbolta og hann fer yfir gang mála þar spáir í leiki helgarinnar. Þórhallur Dan er svo að sjálfsögðu á línunni. Við förum yfir PepsiMax karla, enska boltann, Dominosdeild karla, ítalska boltann og margt, margt fleira. Njótið elskurnar og eigið góða helgi.

Thursday May 20, 2021
321.þáttur. Mín skoðun. 20052021
Thursday May 20, 2021
Thursday May 20, 2021
321.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir sviðið í sportinu. Enski boltinn, ítalski boltinn, PepsiMax kvenna, úrslitakeppnin í körfubolta, landsliðið okkar og þjálfaramál, slúður og fréttir og umræða um það og margt margt fleira er það sem við tölum um. Njótið dagsins.

Wednesday May 19, 2021
320.þáttur. Mín skoðun. 19052021
Wednesday May 19, 2021
Wednesday May 19, 2021
320.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Logi Gunnarsson körfuboltagoðsögn er á línunni í þætti dagsins. Við ræðum um hann og Njarðvík. Förum í úrslitakeppnina sem nú stendur yfir og tölum um yfirlýsingu ÍSÍ varðandi mismunun í bólusetningum. Þar er ég að tala um þátttakendur Íslands í Eurovision-söngvakeppninni annarsvegar og afreksíþróttafólk hinsvegar. Þá hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson og við ræðum um enska boltann, mismunun í áðurnefndum bólusetningum, KSÍ og landsliðþjálfaramál, PepsiMax kvenna, agnanefnd KSÍ, enska boltann og svo slúður og margt fleira. Njótið

Tuesday May 18, 2021
319.þáttur. Mín skoðun. 18052021
Tuesday May 18, 2021
Tuesday May 18, 2021
319.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í þætti dagsins byrja ég á að ræða við Þórhall Dan um boltann í gær. Við förum yfir leikina í Pepsi karla og einnig ræðum við um enska boltann og baráttuna um meistaradeildarsæti þar í landi. Þá hringi ég norður til Akureyrar og spjalla við Arnar Grétarsson þjálfara KA en norðanmenn eru á toppi PepsiMaxdeildarinnar ásamt FH, Víkingi Val. KA menn eru í vandræðum með sinn heimavöll og við Arnar tölum um það og gengi liðsins ásamt að fara í meiðslalistann hjá liðinu og fleira til. Njótið vel.

Monday May 17, 2021
318.þáttur. Mín skoðun. 17052021
Monday May 17, 2021
Monday May 17, 2021
318.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins ræði ég við Andra Stein Birgisson um Lengjudeildina í fótbolta og Andri Steinn tjáir sig um leikina og liðin og ef einhver fylgist vel með gangi mála í þessari deild þá er það hann. Þórhallur Dan er svo á línunni og við förum um víðan völl. Pepsideildin, enski boltinn, Alisson markið og Liverpool, ítalski boltinn og Ronaldo. Er Ronaldo á förum frá Juve? Olís deild kvenna og Dominosdeild karla eru svo tekin fyrir ásamt fleiru. Njótið.

Friday May 14, 2021
317.þáttur. Mín skoðun. 14052021
Friday May 14, 2021
Friday May 14, 2021
317.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins er nóg um að vera. Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeild karla er á línunni og við förum yfir gang mála í þeirri deild. Tippari vikunnar er Ásthildur Helgadóttir fyrrum landsliðskona í fótbolta. Hún segir frá hvert uppáhaldslið hennar er í enska boltanum og afhverju og meira til. Þá ræði ég við Þórhall Dan um eiginlega allt sem er í gangi. Domoniosdeildina, Olísdeildina, enska boltann, ítalska, Twitter og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.

