Episodes

Monday Sep 20, 2021
405.þáttur. Mín skoðun. 20092021
Monday Sep 20, 2021
Monday Sep 20, 2021
405.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir sviðið í sportinu. PepsiMax deildin, Lengjudeildin, 2.deildin, 3.deildin, körfubolti, handbolti, enski boltinn, ítalski boltinn svo eitthvað sé nefnt. Tóti ræðir nokkuð um Fylki og stöðu félagsins og svo einnig um afhverju KSÍ setur ekki fallbaráttuleikina á sama tíma nú um helgina. Njótið.

Friday Sep 17, 2021
404.þáttur. Mín skoðun. 17092021
Friday Sep 17, 2021
Friday Sep 17, 2021
404.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Tippari vikunnar í dag er Ásmundur Einar Daðason, Félags-og barnamálaráðherra. Við ræðum um fótboltann, körfuboltann og íþróttir almennt og svo um pólitíkina auk þess að tippa á 5 leiki á Lengjunni. Því næst hringi ég í Þórhall Dan og við förum yfir Litlu-tippkeppnina okkar, spjöllum um PepsiMax, enska boltann, handboltann, körfuboltann og slúður og svo margt, margt fleira. Tóti er snillingur. Þriðji viðmælandinn í dag er svo Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeildinni. Við förum yfir leiki morgundagsins, tökum einnig fyrir 2.deild og 3.deild og spjöllum aðeins um slúður í þjálfarakapalnum. Njótið helgarinnar.

Thursday Sep 16, 2021
403.þáttur. Mín skoðun. 16092021
Thursday Sep 16, 2021
Thursday Sep 16, 2021
403.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Vestramenn eru kátir í dag eftir sigur á Val í Mjólkurbikarnum í gær. Að því tilefni hringi ég í Herra Vestra, Samúel Samúelsson, og við spjöllum um leikinn, þjálfaramál, leikmannamál og margt fleira. Því næst hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson. Við förum yfir gang mála í Mjólkurbikarnum í gær, Meistaradeildina, handboltann, Evrópudeildina og svo þjálfarakapalinn hér innanlands í fótboltanum. Njótið.

Wednesday Sep 15, 2021
402.þáttur. Mín skoðun. 15092021
Wednesday Sep 15, 2021
Wednesday Sep 15, 2021
402.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir ansi margt. Við byrjum á Meistaradeildinni, förum síðan í Mjólkurbikarinn og blöndum Heimi Guðjóns inní þá umræðu. Lárus Orri Sigurðsson er ekki alveg sáttur með Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara og sendi honum kveðju á Twitter í gær. Við ræðum það aðeins. Undanúrslit í bikarnum í handbolta eru klár og við tölum um Laugardalshöll og allt það bull. Inní það tal okkar blandast svo einhvernveginn tal okkar um lífeyrissjóði og þá steypu hér á landi og allt í kringum það. Við erum nú meiri mennirnir, ég og Tóti Dan. Njótið.

Tuesday Sep 14, 2021
401.þáttur. Mín skoðun. 14092021
Tuesday Sep 14, 2021
Tuesday Sep 14, 2021
401.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sportið í dag. Litla tippkeppnin er rædd og svo einnig Meistaradeildartippið hjá okkur félögum. Þá ræðum við um formannskjör KSÍ og veltum upp nöfnum í Krummasögum dagsins og þá förum við aðeins í þjálfarakapalinn, bikarinn í handbolta og margt margt fleira. Njótið.

Monday Sep 13, 2021
400.þáttur. Mín skoðun. 13092021
Monday Sep 13, 2021
Monday Sep 13, 2021
400.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan Jóhannsson ræðum málin í dag. Við vörum yfir gang mála í PepsiMax deildinni en þar er staðan í Litlu-tippkeppninni, mjög ójöfn. Við förum einnig í landsliðsmál, enska boltann og svo margt og mikið meira. Njótið.

Friday Sep 10, 2021
399.þáttur. Mín skoðun. 10092021
Friday Sep 10, 2021
Friday Sep 10, 2021
399.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Tippari vikunnar er Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA. Við förum yfir leikina 5 sem ég valdi fyrir hann á Lengjunni ásamt því að ræða um málefni KA, KSÍ og hvort Sævar sé á leiðinni í framboð til formanns KSÍ. Þá heyri ég í Andra Steini Birgissyni sérfærðingi mínum í Lengjudeildinni. Við förum yfir leiki helgarinnar og ræðum einnig um þann mikla þjálfarakapal sem er framundan í Lengjudeildinni. Þá hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson og við Tóti ræðum um leikina í PepsiMax sem eru um helgina. Við spjöllum svo um málefni KSÍ og komum víða við þar. Njótið helgarinnar.

Thursday Sep 09, 2021
398.þáttur. Mín skoðun. 09092021
Thursday Sep 09, 2021
Thursday Sep 09, 2021
398.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan förum í dag yfir landsleikinn í gær. Tóti liggur ekki á skoðunum sínum gagnvart liðsvali og fleira og við ræðum um framtíðina. Hvernig verður þetta í næstu keppni? Ísland er í næstneðsta sæti síns riðils og ekki miklar líkur á að okkar strákar nái að fara ofar í riðlinum. Við ræðum einnig um aðra leiki sem voru í gær, blikastúlkur sem mæta Osijek í Meistaradeildinni í dag og margt margt fleira. Njótið.

Wednesday Sep 08, 2021
397.þáttur. Mín skoðun. 08092021
Wednesday Sep 08, 2021
Wednesday Sep 08, 2021
397.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um landsleikinn í kvöld gegn Þýskalandi og einnig um U21 árs liðið sem gerði jafntefli við Grikkland í gær. Tóti velur sitt byrjunarlið og spáir síðan í leikinn ásamt því að við tölum um ýmislegt fleira. Þá hringi ég í Voga á Vatnsleysuströnd og heyri í Herra Þrótti Vogum, Marteini Ægissyni. Þróttur V leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist. Njótið og ÁFRAM ÍSLAND.

Tuesday Sep 07, 2021
396.þáttur. Mín skoðun. 07092021
Tuesday Sep 07, 2021
Tuesday Sep 07, 2021
396.þáttur. Mín skoðun. Góðan og blessaðan daginn. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um helstu málefni sportsins, U21 árs landsliðið, Lengjudeildina, þjálfaramál, KSÍ, Facebookfærslu Sigurðar G.Guðjónssonar, formannsefni KSÍ og margt margt fleira. Njótið.

