Episodes

Monday Oct 18, 2021
425.þáttur. Mín skoðun. 18102021
Monday Oct 18, 2021
Monday Oct 18, 2021
425.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sviðið í sportinu. Víkingur varð um helgina bikarmeistari, við tölum um Bundesliguna í fótbolta og handbolta, enska boltann, ítalska boltann, íslensku liðin í evrópukeppninni í handbolta og svo margt margt fleira. Því næst hringi ég svo til Þýskalands og heyri í handboltasnillingnum Ómari Inga Magnússyni leikmanni Magdeburg sem hafa unnið alla sína leiki í deildinni það sem af er. Við ræðum um leikstíl liðsins, heimsmeistaratitil félagsliða og spyr Ómar Inga, sem er aðeins 24 ára, hvort hann eigi sér draumalið að spila fyrir í framtíðinni. Þetta og fleira til. Njótið.

Friday Oct 15, 2021
424.þáttur. Mín skoðun. 15102021
Friday Oct 15, 2021
Friday Oct 15, 2021
424.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan hefjum leik í þætti dagsins. Við tölum um haukastelpur í evrópukeppninni í körfubolta, handbolta, enska boltann, bikarúrslitaleikinn á morgun á milli ÍA og Víkings, ráðningu nýs þjálfara hjá Stjörnunni og fréttir og slúður og margt fleira. Tippari vikunnar er enginn annar en Logi Bergmann, sá bráðskemmtilegi maður. Hann er Man.United aðdáandi og einnig harður Víkingur. Logi tippar á 5 leiki á Lengjunni ásamt því að við spjöllum um heima og geima og Logi hefur sínar skoðanir á fótboltanum eins og hann er spilaður í dag svo dæmi sé tekið úr viðtalinu. Njótið helgarinnar.

Thursday Oct 14, 2021
423.þáttur.Mín skoðun. 14102021
Thursday Oct 14, 2021
Thursday Oct 14, 2021
423.þáttur.Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sportið í dag. Við ræðum um blikastelpur sem kepptu í gær í meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid. Við tölum einnig um haukastelpur sem í kvöld brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu þegar þær mæta franska liðinu Villeneuve d’Ascq í Euro Cup en leikið verður á Ásvöllum. Við tölum einnig um fangelsisdóm Lucas Hernandez leikmanns Frakklands og Bayern München og Tóti segir sína skoðun á kaupum sádí arabanna á Newcastle. Fleiri fréttir og slúður eru svo á sínum stað. Njótið.

Wednesday Oct 13, 2021
422.þáttur. Mín skoðun. 13102021
Wednesday Oct 13, 2021
Wednesday Oct 13, 2021
422.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan Jóhannsson förum í dag yfir víðan völl í spjalli okkar. Við byrjum á að fara í U-21 árs landsleik Íslands og Portúgals sem fór fram í gær. Því næst förum við í KSÍ mál og nýtt bréf sem stjórn sambandsins barst 27.september varðandi meint ofbeldi landsliðsmanna. Þar á eftir tölum við um leik Real Madrid og Breiðabliks í meistaradeild kvenna en leikurinn er í kvöld. Að lokum förum við í aðrar fréttir og slúður. Njótið.

Tuesday Oct 12, 2021
421.þáttur. Mín skoðun. 12102021
Tuesday Oct 12, 2021
Tuesday Oct 12, 2021
421.þáttur. Mín skoðun. Góðan daginn. Ég og Þórhallur Dan förum í dag yfir landsleikinn í gær. Tóti segir sitt mat á leik liðsins og dregur ekkert undan að vanda. Við ræðum einnig um 21.árs liðið sem mætir Portúgal í dag á Víkingsvellinum og við erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir hönd okkar pilta. Við spjöllum einnig um handboltann í gær og svo förum við í fréttir og slúður og Tóti er ekki alveg sáttur við Ole Gunnar Solskjaer stjóra Man.Utd. Njótið.

Monday Oct 11, 2021
420.þáttur. Mín skoðun. 11102021
Monday Oct 11, 2021
Monday Oct 11, 2021
420.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan víða. Við ræðum um íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Förum yfir leikinn gegn Armeníu, tökum fyrir leikinn í kvöld og einnig hvað er að gerast með liðið okkar. Við ræðum einnig um innviði KSÍ, Ómar Ingi handboltakappi kemur við sögu og svo margt margt fleira. Tóti talar út úr skegginu í dag. Njótið.

Friday Oct 08, 2021
419.þáttur. Mín skoðun. 08102021
Friday Oct 08, 2021
Friday Oct 08, 2021
419.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag ræði ég við Þórhall Dan Jóhannsson og við förum um víðan völl. Tölum um stjórn KSÍ, formann KSÍ, Breiðablik-PSG í meistaradeild kvenna og spyrjum afhverju var leikurinn ekki sýndur í sjónvarpi á Íslandi. Við förum aðeins í þjálfaramál og tökum fyrir eigendaskipti Newcastle og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Armeníu. Tóti stillir upp sínu liði og kemur með spá. Njótið helgarinnar.

Thursday Oct 07, 2021
418.þáttur. Mín skoðun. 07102021
Thursday Oct 07, 2021
Thursday Oct 07, 2021
418.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag byrja ég á að heyra í Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ. Við ræðum um nýjan styrktaraðila sambandsins, tölum um fjárhagsstöðuna og svo um stöðuna á heimaleikjum karla-og kvennalandsliðanna okkar. Verður t.d. leikurinn gegn Rússlandi í HM karla sem á að fara fram í nóvember hér heima, leikinn á erlendis? Því næst heyri ég í Benedikt Guðmundssyni þjálfara karlaliðs Njarðvíkur í körfuboltanum en Njarðvík er spáð efsta sæti í deildarkeppninni. Benni fer yfir stöðuna á liðinu sínu og margt fleira. Að lokum hringi ég svo í Þórhall Dan og við förum um víðan völl að vanda. Blikastelpur í meistaradeildinni, leikmannamál, þjálfaramál, Krummasögur og slúður svo eitthvað sé nefnt. Njótið.

Wednesday Oct 06, 2021
417.þáttur. Mín skoðun. 06102021
Wednesday Oct 06, 2021
Wednesday Oct 06, 2021
417.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég í Ásthildi Helgadóttur og við ræðum um leik Breiðabliks og PSG í meistaradeild kvenna í fótbolta en leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli. Ásthildur útskýrir í viðtalinu hvert ljósmagnið af flóðljósunum á vellinum þarf að vera til að UEFA samþykki en Breiðablik fékk undanþágu frá UEFA. Þá hringi ég í Þórhall Dan og við förum um víðan völl að vanda. Landslið karla er tekið fyrir, valið og svo einnig þjálfarinn og margt í kringum það allt saman. Njótið.

Tuesday Oct 05, 2021
416.þáttur. Mín skoðun. 05102021
Tuesday Oct 05, 2021
Tuesday Oct 05, 2021
416.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan spjöllum saman í dag. Við förum í KSÍ mál, landsliðið, landsliðsval, Krummasögur, enska boltann og Sir Alex og tölum einnig um nýjan formann KSÍ og svo margt margt fleira. Njótið.

