Episodes

Monday Nov 01, 2021
435.þáttur. Mín skoðun. 01112021
Monday Nov 01, 2021
Monday Nov 01, 2021
435.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Það er nóg um að vera í dag. Ég og Þórhallur Dan förum yfir sviðið um helgina. Enski boltinn, Tottenham, Man.Utd, Liverpool, West Ham, Man.City og fleira. Er Conte að taka við Tottenham? Ítalski boltinn, Milan vann og Zlatan er einstakur. Messi og Barcelona koma við sögu, Krummasögur eru svo á sínum stað og góðir bitar þar á ferð. Þetta og margt fleira. Njótið og lifið heil.

Friday Oct 29, 2021
434.þáttur. Mín skoðun. 29102021
Friday Oct 29, 2021
Friday Oct 29, 2021
434.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég fyrst í Þórhall Dan og við ræðum um tvær skeytasendingar sem mér barst á messenger á Mín skoðun á Facebook. Krummasaga dagsins kemur úr röðum stjórnar KSÍ. Við förum yfir körfuboltann og handboltann. Ræðum um leiki helgarinnar og margt fleira. Tippari vikunnar er enginn annar en Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Símans og leikari með meiru. Mikill snillingur þar á ferð og við tölum um leikina 5 á Lengjunni auk þess að ræða um daginn og veginn. Njótið helgarinnar.

Thursday Oct 28, 2021
433.þáttur. Mín skoðun. 28102021
Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
433.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í gær var ótrúlegur dagur í sportinu og þá einkum í fótboltanum. Koeman rekinn frá Barca, Juve tapaði enn og aftur, Man.City var slegið út úr deildarbikarnum eftir að hafa unnið þá keppni s.l. fjögur ár, stærsti ósigur Bayern frá 1978 leit dagsins ljós í gær og margt fleira þarna. Krummasögur eru í dag og þær snúa að stjórn KSÍ og formannskjöri ásamt sögu Tóta úr skipulagi fótboltamóta yngri flokka. Þetta og sitthvað fleira. Njótið og lifið heil.

Wednesday Oct 27, 2021
432.þáttur. Mín skoðun. 27102021
Wednesday Oct 27, 2021
Wednesday Oct 27, 2021
432.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan ræðum um margt í dag. Við byrjum á landsleiknum í gær þar sem stelpurnar okkar völtuðu yfir Kýpur. Síðan förum við í stjórn og nefndir KSÍ og öll þau mál. Tölum um ítalska boltann og einnig þann enska. Nýtt í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs og förum svo í fréttir og slúður. Njótið og lifið heil.

Tuesday Oct 26, 2021
431.þáttur. Mín skoðun. 26102021
Tuesday Oct 26, 2021
Tuesday Oct 26, 2021
431.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag ræðum ég og Þórhallur Dan um landsleik Íslands og Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta og spáum í úrslitin. Þá tölum við nokkuð mikið um stöðuna hjá Manchester United. Er Conte að fara að taka við eða verður Solskjær áfram? Við tölum einnig um deildarbikarinn í kvöld, förum aðeins í ítalska boltann og svo fréttir og slúður. Er Salah að leika sitt síðasta tímabil fyrir Liverpool? Njótið.

Monday Oct 25, 2021
430.þáttur. Mín skoðun. 25102021
Monday Oct 25, 2021
Monday Oct 25, 2021
430.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan spjöllum saman í þætti dagsins. Við tölum um stórleikinn um helgina á milli Man.United og Liverpool. Hvað er til ráða hjá United? Við spjöllum einnig um um önnur lið í deildinni, svosem West Ham, Chelsea, Tottenham og fleiri. Þá förum við yfir gang mála á Spáni, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og víða. Kvennalandsliðið okkar er einnig aðeins tekið fyrir en nánar um það á morgun þar sem stelpurnar okkar mæta Kýpur á morgun í undankeppni HM. Njótið.

Friday Oct 22, 2021
429.þáttur. Mín skoðun. 22102021
Friday Oct 22, 2021
Friday Oct 22, 2021
429.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í fyrra viðtali dagsins ræðum ég og Þórhallur Dan um sportið vítt og breytt. Körfuboltinn hér heima, stjórn KSÍ og kosning varaformanns, ÍTF (íslenskur toppfótbolti), kvennalandslið sem mætir tékkum í kvöld í undankeppni HM, Mourinho og hans menn voru teknir í kennslustund af Bodo/Glimt í gær, enski boltinn, þýski handboltinn, fréttir og slúður og margt margt fleira. Tippari vikunnar er Egill Einarsson(Gillzenegger). Við ræðum um myndina Leynilögga ásamt því að Egill tippar á 5 leiki á Lengjunni. Njótið helgarinnar og takk fyrir að hlusta þessa vikuna.

Thursday Oct 21, 2021
428.þáttur. Mín skoðun. 21102021
Thursday Oct 21, 2021
Thursday Oct 21, 2021
428.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan ræðum um ýmislegt í dag. Meistaradeildina í gær og Man.United. Tóti er ekki ánægður með sína menn skal ég segja ykkur. FIFA listi karla og kvenna er tekinn fyrir en íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli á listanum. Hver verður næsti stjóri Newcastle. Fréttir og slúður og margt fleira. Njótið.

Wednesday Oct 20, 2021
427.þáttur. Mín skoðun. 20102021
Wednesday Oct 20, 2021
Wednesday Oct 20, 2021
427.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl í boltanum. Meistaradeildin í gær og í dag er tekin fyrir og Tóti er ánægður með settið hjá Viaplay í keppninni þar sem Sigurður Hrannar Björnsson, Rúrik Gíslason og Freyr Alexandersson voru í gær. Brottrekstur Steve Bruce frá Newcastle og hverjir eru nefndir sem arftakar og þar eru nokkur athyglisverð nöfn. Við ræðum um stöðuna hjá Man.Utd. og hvort Zidane sé að fara að taka við af Solskjær. Íslenska kvennalandiðið kemur við sögu sem og karlaliðið og margt fleira. Njótið.

Tuesday Oct 19, 2021
426.þáttur. Mín skoðun. 19102021
Tuesday Oct 19, 2021
Tuesday Oct 19, 2021
426.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég í Þórhall Dan Jóhannsson. Við komum víða við. Tölum um AGF og Jón Dag Þorsteinsson, Heimi Hallgrímsson, Þrótt Vogum sem var að fá nýjan þjálfara og förum aðeins í Lengjudeildina. Meistaradeildin í dag er tekin fyrir, fótboltinn hér heima og Krummasögur. KSÍ og staða yfirmanns knattspyrnumála og margt og mikið meira er tekið fyrir í dag. Njótið.

