Episodes

Monday Nov 15, 2021
445.þáttur. Mín skoðun. 15112021
Monday Nov 15, 2021
Monday Nov 15, 2021
445.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag heyri ég í Orra Hlöðverssyni formanni Breiðabliks og ÍTF(íslensks topp fótbolta). Við tölum um Breiðablik en Orri er að hætta þar sem formaður og arftakinn er klár. ÍTF er rætt og samningamál þar á bæ og stjórn KSÍ er rædd og afhverju hann var ekki boðaður á fund stjórnarinnar og meira til. Orri tjáir sig ítarlega um þessi mál öll. Þórhallur Dan er svo á línunni og við ræðum um íslenska kvennalandsliðið í körfubolta, karlalandsliðið í fótbolta sem lauk leik í gær í undakeppni HM. Tóti segir sína skoðun á landsliðinu og einnig förum við í aðrar fréttir og slúður. Njótið og lifið heil.

Friday Nov 12, 2021
444.þáttur. Mín skoðun. 12112021
Friday Nov 12, 2021
Friday Nov 12, 2021
444.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Arnar Grétarsson þjálfari KA í fótbolta er í spjalli í dag. Við ræðum um viðtalið sem ég tók við forseta bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Aðstöðuleysi íþróttaliðanna á Akureyri er í brennidepli þessa dagana. Arnar tjáir sig um það og einnig um landsleikinn gegn Rúmeníu í gær. Því næst spjöllum við Þórhallur Dan saman. Við förum í landsleikinn og leikinn gegn N-Makedóníu. Mál Vals og Hannesar Þórs Halldórssonar ber á góma, U-21 árs liðið og kvennalandsliðið í körfubolta og margt fleira. Njótið og góða helgi.

Thursday Nov 11, 2021
443.þáttur. Mín skoðun. 11112021
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
443.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Það gustar um bæjarstjórn Akureyrar þessa dagana og tveir þjálfarar KA hafa meðal annarra komið fram og sagt frá aðstöðuleysi og einnig hefur verið talað um metnaðarleysi bæjarstjórnar. Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnar og ég heyrði í henni um málið. Því næst heyri að sjálfsögðu í Þórhalli Dan og við ræðum þetta mál ásamt að við förum í landsliðið okkar í fótbolta karla og körfuboltalandslið kvenna. Tottenham kemur við sögu, Pogba, Gerrard og margt fleira. Njótið og lifið heil.

Wednesday Nov 10, 2021
442.þáttur. Mín skoðun. 10112021
Wednesday Nov 10, 2021
Wednesday Nov 10, 2021
442.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Breiðabliksstelpur náðu í gær í sitt fyrsta stig í meistaradeildinni, við Þórhallur Dan tökum þetta fyrir. Tölum einnig um Ísland og Rúmeníu sem er á morgun í undankeppni HM, Orri Hlöðversson er að hætta sem formaður Breiðabliks og hver ætli sé að taka við? Það er allt vitlaust á Akureyri, hver þjálfarinn á fætur öðrum kemur fram og ræðir um aðstöðuleysi og viljaleysi bæjarstjórnar. Þetta og aðrar fréttir og svo slúður. Njótið og lifið heil.

Tuesday Nov 09, 2021
441.þáttur. Mín skoðun. 09112021
Tuesday Nov 09, 2021
Tuesday Nov 09, 2021
441.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Blikastúlkur mæta Karkhiv í Úkraínu í dag í meistaradeild kvenna í fótbolta. Ég og Þórhallur Dan ræðum um leikinn og möguleika blika. Það er stríð á milli Ultras(aðal stuðningsmenn) hjá AC Milan og Hakan Chalanoglu leikmanns Inter eftir jafntefli liðanna á sunnudagskvöld. Rimman er orðin ansi hörð á samfélagsmiðlum. Við förum í málið og einnig ræðum við um Eddie Howe hjá Newcastle, Pogba, Gerrard, fréttir og slúður og ein Krummasaga. Njótið og lifið heil.

Monday Nov 08, 2021
440.þáttur. Mín skoðun. 08112021
Monday Nov 08, 2021
Monday Nov 08, 2021
Í dag förum ég og Þórhallur Dan yfir sportið um helgina. Man.Utd.-Man.City, West Ham-Liverpool og Milan-Inter. Það gekk mikið á í þessum leikjum. Er Solskjaer á förum frá United? Tveir stjórar voru reknir um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Enn tapar Mourinho. Fréttir og slúður og margt fleira. Njótið og lifið heil.

Friday Nov 05, 2021
439.þáttur. Mín skoðun. 05112021
Friday Nov 05, 2021
Friday Nov 05, 2021
439.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Það er nóg um að vera í þætti dagsins. Valur var í gær að fá tvo flotta leikmenn til sín fyrir átökin næsta sumar. Aron Jóhannsson er komin heim úr atvinnumennsku og garðbæingurinn Heiðar Ægisson ákvað að skipta yfir í Val. Ég ræði ítarlega við þá kappa. Þar á eftir hringi ég í Þórhall Dan og við förum um víðan völl. Evrópudeildin, enski boltinn, ítalski boltinn, Covid 19 og stjórn KSÍ koma meðal annars við sögu hjá okkur og margt fleira. Njótið helgarinnar og takk fyrir að hlusta í vikunni.

Thursday Nov 04, 2021
438.þáttur. Mín skoðun. 04112021
Thursday Nov 04, 2021
Thursday Nov 04, 2021
438.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Landsliðshópur karla í fótbolta, sem mætir Rúmeníu og N-Makedóníu í undankeppni HM, var valinn í dag. Við Þórhallur Dan förum yfir valið og Tóti Dan segir sína skoðun á valinu ásamt fleiru. Við ræðum um meistaradeildina en Tóti var óvenju getspakur í gær og við tölum einnig um evrópudeildina en fjölmargir leikir eru þar. Valsmenn koma við sögu og svo fréttir og slúður. Njótið og lifið heil.

Wednesday Nov 03, 2021
437.þáttur. Mín skoðun. 03112021
Wednesday Nov 03, 2021
Wednesday Nov 03, 2021
437.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Þátturinn í dag er fjörugur að vanda. Þórhallur Dan er í stuði og er ekki sáttur með leik sinna manna í Man.Utd. Við förum yfir meistaradeildina í gær og það sem er framundan í dag. Krummasögur eru á sínum stað og þar tölum við aðeins um Val. Njótið og lifið heil.

Tuesday Nov 02, 2021
436.þáttur. Mín skoðun. 02112021
Tuesday Nov 02, 2021
Tuesday Nov 02, 2021
436.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir málin í sportinu. Emil Pálsson knattspyrnukappi fær okkar bestu kveðju, bikarinn í körfubolta, þjálfararnir Conte og Emery koma við sögu, við förum í leikina í meistaradeildinni og Krummasaga dagsins kemur úr handboltanum. Njótið og lifið heil.

