Episodes

Wednesday Feb 23, 2022
514.þáttur. Mín skoðun. 23022022
Wednesday Feb 23, 2022
Wednesday Feb 23, 2022
514.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag byrjum við Þórhallur Dan á að ræða um stjórnarkjör KSÍ. Við förum einnig í þær breytingatillögur sem liggja fyrir varðandi deildarfyrirkomulagið. Pistill Helga Hrannarrs Jónssonar hjá Stjörnunni sem er inná fotbolti.net er til umfjöllunar. Valsmenn halda áfram að styrkja sig í karlafótboltanum og svo förum við í meistaradeildina og ensku deildina í fótbolta. Njótið.

Tuesday Feb 22, 2022
513.þáttur. Mín skoðun. 22022022
Tuesday Feb 22, 2022
Tuesday Feb 22, 2022
513.þáttur. Mín skoðun. Komið þið sæl og blessuð. Í dag förum ég og Þórhallur Dan yfir sportið. Þjálfaramál Grindavíkur í körfubolta og Vestra í fótboltanum eru til umræðu. Mourinho kemur við sögu að sjálfsögðu enda alltaf eitthvað að frétta af þeim bæ. Meistaradeildin í fótbolta, slúður og fréttir og KSÍ en stjórnarkjör nálgast. Njótið.

Monday Feb 21, 2022
512.þáttur. Mín skoðun. 21022022
Monday Feb 21, 2022
Monday Feb 21, 2022
512.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag komum ég og Þórhallur Dan víða við í spjalli okkar. Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu eru að standa sig vel á móti í Bandaríkjunum. Við tölum um Lengjubikarinn í fótbolta, enski boltinn er að sjálfsaögðu á sínum stað og svo er farið í ársreikning KSÍ. Þetta og margt fleira. Njótið.

Friday Feb 18, 2022
511.þáttur. Mín skoðun. 18022022
Friday Feb 18, 2022
Friday Feb 18, 2022
511.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag höldum við Þórhallur Dan áfram að ræða brotthvarf Þorgríms Þráinssonar frá KSÍ og margt sem því tengist. Kvennalandsliðið í fótbolta kemur við sögu sem og Magdeburg í þýska handboltanum. Subway-deildin er til umfjöllunar, enski boltinn og slúður í kringum Mbappe. Fer hann til Liverpool? Lengjubikarinn er á fullu um helgina og við förum yfir leikina. Þetta og margt fleira. Takk fyrir að hlusta þessa vikuna. Njótið.

Thursday Feb 17, 2022
510.þáttur. Mín skoðun. 17022022
Thursday Feb 17, 2022
Thursday Feb 17, 2022
510.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum yfir ýmislegt í dag. Þættinum barst bréf í Krummasögum og það varðar stjórnarhætti ÍTF en þetta bréf var tekið fyrir á aðalfundi ÍTF síðasta þriðjudag. Við ræðum innihald bréfsins og tölum einnig um ótrúleg vinnubrögð KSÍ er varðar brotthvart Þorgríms Þráinssonar sem liðsstjóra hjá KSÍ. Meistaradeildin er á sínum stað og svo aðeins um körfubolta. Njótið.

Wednesday Feb 16, 2022
509.þáttur. Mín skoðun. 16022022
Wednesday Feb 16, 2022
Wednesday Feb 16, 2022
509.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir víðan völl. Við byrjum á að tala um opið bréf Öfga til Sævars Péturssonar vegna framboðs hans til formanns KSÍ. Því næst tölum við um leik Man.Utd. í gær og að sjálfsögðu um meistaradeildina í fótbolta. Mbappe og félagar í PSG mörðu Real Madrid í gær. Við spáum í leiki kvöldsins og margt fleira. Njótið.

Tuesday Feb 15, 2022
508.þáttur. Mín skoðun. 15022022
Tuesday Feb 15, 2022
Tuesday Feb 15, 2022
508.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan og við förum yfir þjálfaramál Vestra, enska boltann, meistaradeildina, Ralf Rangnick og 10 efstu liðin í sponsor málum og margt fleira. Því næst heyri ég í Inga Sigurðssyni eyjapeyja sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki áfram í stjórn KSÍ. Ingi tjáir sig um brotthvarf sitt og er einlægur í þessu spjalli okkar eins og hans er von og vísa. Talar um skýrslu ÍSÍ, aðdraganda afsagnar stjórnar KSÍ, ÍTF og fleira. Njótið.

Monday Feb 14, 2022
507.þáttur. Mín skoðun. 14022022
Monday Feb 14, 2022
Monday Feb 14, 2022
507.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í dag. Við tölum um Breiðablik og Atlantic Cup, Lengjubikarinn, KSÍ-stjórnarmál koma við sögu, handbolti og körfubolti, Mourinho og ítalski boltinn, enski boltinn og launamál í íslenska boltanum. Þetta og margt fleira. Njótið.

Friday Feb 11, 2022
506.þáttur. Mín skoðun. 11022022
Friday Feb 11, 2022
Friday Feb 11, 2022
506.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. Við byrjum á að tala um Reykjavíkurmeistaratitil Þróttar en enginn bikar var á staðnum í gær þegar Þróttur varð meistari. Lengjubikarinn kemur við sögu hjá okkur, Michael Antonio leikmaður West Ham, enski boltinn, Jose Mourinho og svo margt margt fleira. Í lokin kemur svo nýtt tvist í söguna um bikarinn sem Þróttur átti að fá í gærkvöldi. Njótið.

Thursday Feb 10, 2022
505.þáttur. Mín skoðun. 10022022
Thursday Feb 10, 2022
Thursday Feb 10, 2022
505.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag spjöllum ég og Þórhallur Dan um mörg málefni. Við byrjum á Twitterumræðu og fjölmiðlum, Kurt Zouma er umræðuefni, enski boltinn í gær og í kvöld. Körfuboltinn, sögur af Tóta í boltanum og margt margt fleira. Njótið.

