Episodes

Wednesday Mar 09, 2022
524.þáttur. Mín skoðun. 09032022
Wednesday Mar 09, 2022
Wednesday Mar 09, 2022
524.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég í Pál Ólafsson handboltagoðsögn og við spáum í leikina í Final 4 í bikarkeppni karla sem eru í dag og við tölum einnig um aðstöðuleysi afreksfólks okkar. Þórhallur Dan er svo á línunni og við ræðum um leiki gærkvöldsins í meistaradeildinni og einnig um leiki kvöldsins. Aðstöðuleysi afreksfólksins okkar kemur við sögu ásamt Lengjubikarnum og fleira til. Njótið

Tuesday Mar 08, 2022
523.þáttur. Mín skoðun. 08032022
Tuesday Mar 08, 2022
Tuesday Mar 08, 2022
523.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag spjöllum við Þórhallur Dan um ýmislegt. Enski boltinn, staða Everton í deildinni. Meistaradeildin í kvöld. Líkleg byrjunarlið hjá Liverpool og Inter. Þá tölum við um fyrirkomulag Final 4 í handboltanum hér heima og slúður og fréttir eru svo á sínum stað. Í lokin hringi ég svo í hinn eina sanna Sigga Hlö en kappinn á afmæli í dag. Njótið.

Monday Mar 07, 2022
522.þáttur. Mín skoðun. 07032022
Monday Mar 07, 2022
Monday Mar 07, 2022
522.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í dag. Ítalski boltinn og Lengjubikarinn eru fyrst til umræðu og síðan tekur enski boltinn við. Kvennalandsliðið í handbolta vann Tyrkland í gær og svo ræðum við einnig um þýska handboltann ásamt fleiru. Herra Vestri, Samúel Samúelsson, er svo á línunni en loksins er Vestri búinn að ráða þjálfara. Njótið.

Friday Mar 04, 2022
521.þáttur. Mín skoðun. 04032022
Friday Mar 04, 2022
Friday Mar 04, 2022
521.þáttur. Mín skoðun. Sæl og blessuð. Í dag tölum við Þórhallur Dan um margt og mikið. Olísdeild karla, Subwaydeildin í körfubolta, enski boltinn um helgina og stórleikur Man.City og Man.Utd. Ítalski boltinn er til umfjöllunar, þýski handboltinn, slúður og margt margt fleira. Undir lok þáttar hringi ég til Ísafjarðar í herra Vestra,Samúel Samúelsson, og athuga stöðuna á þjálfaraleit félagsins. Njótið helgarinnar.

Thursday Mar 03, 2022
520.þáttur. Mín skoðun. 03032022
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
520.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, Lengjubikarinn er á sínum stað, enski bikarinn og einnig ítalski bikarinn. Við ræðum um sölu Abramovich á Chelsea og förum aðeins í slúður dagsins. Njótið.

Wednesday Mar 02, 2022
519.þáttur. Mín skoðun. 02032022
Wednesday Mar 02, 2022
Wednesday Mar 02, 2022
519.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um blikaliðið í fótbolta og einnig um Lengjubikar karla og kvenna. Við spjöllum um enska bikarinn en Tottenham féll úr leik í gær. Ítalski bikarinn er til umræðu, Tyrkland - Ísland í handbolta kvenna, Abramovich eigandi Chelsea og margt margt fleira. Njótið.

Tuesday Mar 01, 2022
518.þáttur. Mín skoðun. 01032022
Tuesday Mar 01, 2022
Tuesday Mar 01, 2022
518.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um ástandið í íþróttunum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Afleiðingarnar fyrir íþróttafólk í Rússlandi og fleira til. Lengjubikarinn er til umræðu, æfingaaðstaða yngri flokka í Kórnum þar sem bumbuboltinn fær að vera inni á meðan yngri flokkar æfa úti á sama tíma. FA-Cup, ítalski bikarinn og svo Krummasaga ofan af skaga. Njótið.

Monday Feb 28, 2022
517.þáttur.Mín skoðun. 28022022
Monday Feb 28, 2022
Monday Feb 28, 2022
517.þáttur.Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. KSÍ og nýr formaður. Ný stjórn og hvað ætlar KSÍ að gera varðandi Rússland? Enski boltinn og VAR og að sjálfsögðu bikarmeistarar Liverpool, íslenski boltinn er tekinn fyrir, körfuboltalandsliðið okkar og svo Ómar Ingi Magnússon töframaður. Njótið.

Friday Feb 25, 2022
516.þáttur. Mín skoðun. 25022022
Friday Feb 25, 2022
Friday Feb 25, 2022
516.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri í tveimur aðilum. Fyrst í Þórhalli Dan og við tölum um KSÍ-stjórnarkjörið. Hver verður næsti formaður? Það var dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í morgun, körfubolti og handbolti, pistill Jóns Rúnars inná Fótbolta.net og pistill Barkar Edvardssonar formanns Vals eru til umræðu og margt fleira. Síðan heyri ég í Benedikt Guðmundssyni þjálfara Njarðvíkur og við tölum um þennan stórkostlega sigur Íslands á Ítalíu í undankeppni HM í gær og stjörnuleikmanninn Tryggva Snæ Hlinason. Njótið helgarinnar og takk fyrir að hlusta.

Thursday Feb 24, 2022
515.þáttur. Mín skoðun. 24022022
Thursday Feb 24, 2022
Thursday Feb 24, 2022
515.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég í tvo aðila. Fyrst í Þórhall Dan og við tölum mikið um formannskjör KSÍ og allt í kringum það. Einnig tölum við um enska boltann, meistaradeildina og margt fleira. Seinna símtalið er við Kára Jónsson körfuboltasnilling en íslenska landsliðið okkar mætir Ítalíu í kvöld í undankeppni HM. Strákarnir okkar mæta til leiks fullir stjálfstrausts og ætla sér sigur og ekkert annað. ÁFRAM ÍSLAND.

