Episodes

Wednesday Apr 06, 2022
544.þáttur. Mín skoðun. 06042022
Wednesday Apr 06, 2022
Wednesday Apr 06, 2022
544.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan komum víða við í dag. Meistaradeildin í fótbolta í gær og í kvöld er tekin fyrir. Enski boltinn, Subwaydeildin í körfubolta karla, Tiger Woods og The Masters er til umfjöllunar, KSÍ, Paul Pogba og margt margt fleira. Njótið.

Tuesday Apr 05, 2022
543.þáttur. Mín skoðun. 05042022
Tuesday Apr 05, 2022
Tuesday Apr 05, 2022
543.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag heyri ég í Magnúsi Val Böðvarssyni (Magga Bö), en hann er vallarstjóri hjá KR. Við ræðum um gras og gervigras. Verður KR-völlurinn tilbúinn 25.apríl? Og margt fleira. Þórhallur Dan er svo að sjálfsögðu á línunni. Við spjöllum um ítalska boltann, enska boltann, meistaradeildina, Subwaydeildina í körfubolta og margt margt fleira. Njótið.

Monday Apr 04, 2022
542.þáttur. Mín skoðun. 04042022
Monday Apr 04, 2022
Monday Apr 04, 2022
542.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum ég og Þórhallur Dan um víðan völl. Við spjöllum um grasvelli og gervigrasvelli. Landslið karla í fótbolta er tekið fyrir. Pistill Sæbjörns Þórs Þórbergssonar Steinke inná fótbolti.net er tekinn fyrir. Enski boltinn, ítalski boltinn og VAR og fleira til. Njótið.

Friday Apr 01, 2022
541.þáttur. Mín skoðun. 01042022
Friday Apr 01, 2022
Friday Apr 01, 2022
541.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Fyrst hringi ég í Benedikt Guðmundsson þjálfara Njarðvíkur í körfubolta en Njarðvík varð í gær deildarmeistari í Subwaydeildinni. Því næst heyri ég í Ólafi Kristjánssyni yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki og að lokum er Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings frá Ólafsvík í spjalli. Þórhallur Dan notaði 1.apríl til að skreppa til útlanda. Ekkert grín þar í gangi. Góða helgi.

Thursday Mar 31, 2022
540.þáttur. Mín skoðun. 31032022
Thursday Mar 31, 2022
Thursday Mar 31, 2022
540.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum í dag um víðan völl. Handbolti hér innanlands, KSÍ er til umfjöllunar, meistaradeild kvenna í fótbolta, fréttir og slúður og margt fleira. Þá hringi ég í Svala Björgvinsson körfuboltagúrú en lokaumferðin í Supwaydeild karla er í kvöld. Við spjöllum um leiki dagsins og fleira í þeim dúr. Njótið.

Wednesday Mar 30, 2022
539.þáttur. Mín skoðun. 30032022
Wednesday Mar 30, 2022
Wednesday Mar 30, 2022
539.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um íslenska U21 árs landsliðið og stöðu liðsins. Við förum síðan ítarlega í A-landsliðið okkar og það má eiginlega segja að um uppgjör sé að ræða. Umspil HM er tekið fyrir, lazer ruglið sem leikmenn Egyptlands urðu fyrir í leiknum gegn Senegal, ÍBV og FH mætast í kvöld í Olísdeild karla og margt fleira. Njótið.

Tuesday Mar 29, 2022
538.þáttur. Mín skoðun. 29032022
Tuesday Mar 29, 2022
Tuesday Mar 29, 2022
538.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um Subwaydeild karla en þar er mikil spenna fyrir síðustu umferðina. U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Kýpur í dag og A-landsliðið leikur gegn spánverjum. Við spáum í spilin og Tóti velur sitt byrjunarlið. Við spáum einnig í leikina í umspili HM sem eru í kvöld. Fréttir og slúður er á sínum stað og Tóti svarar tveimur hlustendum sem sendu spurningar á Mín skoðun Facebook-síðu þáttarins.

Monday Mar 28, 2022
537.þáttur. Mín skoðun. 28032022
Monday Mar 28, 2022
Monday Mar 28, 2022
537.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag hringi ég til Akureyrar í Heimi Örn Árnason en hann er söðla um á vormánuðum, fer úr sportinu og í bæjarpólitíkina. Því næst heyri ég í Þórhalli Dan. Við förum yfir víðan völl. Handbolti hér innanlands og í Þýskalandi, körfubolti, A og U21 árs landsliðin í fótbolta karla. Undankeppni HM, fréttir og slúður. Sem sagt, nóg um að vera. Njótið.

Friday Mar 25, 2022
536.þáttur. Mín skoðun. 25032022
Friday Mar 25, 2022
Friday Mar 25, 2022
536.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan förum um víðan völl í dag. Íslensku landsliðin okkar, U21 og A-landsliðin og A-kvenna. Umspil HM er tekið fyrir en Ítalía féll úr leik í gær. Þýski handboltinn er til umfjöllunar og margt margt fleira blandast svo saman við þetta allt. Njótið helgarinnar.

Thursday Mar 24, 2022
535.þáttur. Mín skoðun. 24032022
Thursday Mar 24, 2022
Thursday Mar 24, 2022
535.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Ég og Þórhallur Dan ræðum í dag um Olísdeildir karla og kvenna. Við tölum einnig um körfuboltann hér heima og förum svo í umspil HM í fótbolta karla en fyrri leikirnir í umspilinu eru í kvöld. Við förum í hugsanleg byrjunarlið og fleira til. Meistaradeild kvenna er til umfjöllunar, fréttir og slúður og margt fleira. Njótið.

