Episodes

Friday Sep 02, 2022
643.þáttur. Mín skoðun. 02092022
Friday Sep 02, 2022
Friday Sep 02, 2022
643.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir kvennalandsleikinn í dag á milli Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM. Við tölum um Mjólkurbikarinn þar sem FH er komið í úrslit gegn Víkingi og við tölum um leiki helgarinnar í Bestu deildinni. Enski boltinn, leikmannaglugginn og leikir helgarinnar. Milan-Inter og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Sep 01, 2022
642.þáttur. Mín skoðun. 01092022
Thursday Sep 01, 2022
Thursday Sep 01, 2022
642.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum við Þórhallur Dan yfir undanúrslitin í Mjólkurbikarnum en Víkingur vann Breiðablik í gær og FH og KA mætast í dag. Erling Haaland er að slá í gegn í enska boltanum og valskonur fá tékknesku meistarana í næstu umferð meistaradeildarinnar. Geir Þorsteinson vandar KSÍ ekki kveðjurnar í pistli um 2.deild kvenna. Þetta og margt fleira. Njótið.

Wednesday Aug 31, 2022
641.þáttur. Mín skoðun. 31082022
Wednesday Aug 31, 2022
Wednesday Aug 31, 2022
641.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Þórhallur Dan yfir mörg mál. Enski boltinn er á sínum stað og við tölum aðeins um Erling Haaland. Breiðablik og Víkingur mætast í kvöld í undanrúslitum Mjólkurbikarsins. Hvar stendur KSÍ ári eftir að formaður sambandsins sagði af sér? Afhverju er UEFA Pro gráða nausðynleg til að geta sótt um stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ? Þetta og og fleira til er í þætti dagsins. Njótið.

Tuesday Aug 30, 2022
640.þáttur. Mín skoðun. 30082022
Tuesday Aug 30, 2022
Tuesday Aug 30, 2022
640.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag tölum við Þórhallur Dan um nýja varabúninginn hjá landsliðunum í fótbolta? Besta deild karla er til umfjöllunar, enski boltinn þar fyrsti þjálfarinn var rekinn í dag og margt fleira. Njótið.

Monday Aug 29, 2022
639.þáttur. Mín skoðun. 29082022
Monday Aug 29, 2022
Monday Aug 29, 2022
639.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er nóg um að tala hjá mér og Þórhalli Dan. Besta deild karla, Lengjudeildin, Valur bikarmeistari og Ísland vann Úkraínu í undankeppni HM í körfubolta. Er VAR ekkert á leiðinni til Íslands í fótboltanum? Rory McIlroy vann Fedex golfmótið og um leið 18 milljónir dollara. Enski boltinn er á sínum stað og margt margt fleira. Njótið.

Friday Aug 26, 2022
638.þáttur. Mín skoðun. 26082022
Friday Aug 26, 2022
Friday Aug 26, 2022
638.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag komum við Þórhallur Dan víða við. Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs er til umfjöllunar. Körfuboltalandsliðið, meistaradeildin, Besta deildin og Lengjudeildin eru tekin fyrir sem og úrslitaleikur Breiðabliks og Vals í Mjólkurbikar kvenna. Þetta og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Aug 25, 2022
637.þáttur. Mín skoðun. 25082022
Thursday Aug 25, 2022
Thursday Aug 25, 2022
637.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag fjöllum við Þórhallur Dan um mál stúlku í Skautafélagi Akureyrar sem varð fyrir áreitni þjálfara síns og hvernig ÍSÍ tók á málinu eða réttara sagt tók ekki á málinu. Við tölum um körfuboltalandslið karla, evrópuboltinn er á sínum stað, slúður og margt fleira. Njótið.

Wednesday Aug 24, 2022
636.þáttur. Mín skoðun. 24082022
Wednesday Aug 24, 2022
Wednesday Aug 24, 2022
636.þáttur. Mín skoðun. Velkomin til leiks. Í dag ræðum við Þórhallur Dan um starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ sem er laust til umsóknar. Besta deild kvenna er til umfjöllunar sem og Lengjudeild karla en Fylkir er nánast öruggt í Bestu deildina á næstu leiktíð. Við svörum vangaveltum sem komu í gegn Facebook síðu þáttarins(Mín skoðun á Facebook) og margt fleira. Njótið.

Tuesday Aug 23, 2022
635.þáttur. Mín skoðun. 23082022
Tuesday Aug 23, 2022
Tuesday Aug 23, 2022
635.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag fjöllum við Þórhallur Dan um leikina í Bestu deild karla í gær en nú eru fjórar umferðir eftir af deildinni áður en til skiptingar í deildinni kemur til þar sem fimm leikjum er bætt við á hvert lið. Við tölum einnig um Man.Utd.-Liverpool og förum síðan í leiki Lengjudeildarinnar sem eru í kvöld. Njótið.

Monday Aug 22, 2022
634.þáttur. Mín skoðun. 22082022
Monday Aug 22, 2022
Monday Aug 22, 2022
634.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag komum við Þórhallur Dan víða við. Valur í meistaradeild kvenna, enski boltinn um helgina og svo stórleikur Man.Utd. og Liverpool í kvöld. Besta deildin er tekin fyrir um helgina og svo leikir kvöldsins. Við spáum í spilin og tölum svo að lokum um uppákomuna sem átti sér stað í leik HK og Breiðabliks síðasta föstudag. Njótið.