Episodes

Friday Dec 09, 2022
702.þáttur. Mín skoðun. 09122022
Friday Dec 09, 2022
Friday Dec 09, 2022
702.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag eru tveir viðmælendur. Sá fyrri er Gísli Þorgeir Kristjánsson handboltasnillingur sem farið hefur á kostum með Magdeburg í Þýskalandi. Við tölum um hann og lífið, HM í handbolta, væntingar og svo miklu meira. Seinni viðmælandinn er Böddi Bergs. Við tölum um HM í fótbolta og Böddi spáir í leikina í 8-liða úrslitunum. Við tölum einnig um Val í handbolta og landsliðið í handbolta og margt, margt fleira. Njótið helgarinnar.

Wednesday Dec 07, 2022
701.þáttur. Mín skoðun. 07122022
Wednesday Dec 07, 2022
Wednesday Dec 07, 2022
701.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag fjöllum við Kristinn Hjartarson um HM í fótbolta. Ronaldo er tekinn fyrir og leikir gærkvöldsins. 8-liða úrslitin er til umræðu og margt fleira. Valsmenn gerðu jafntefli í gær í Evrópudeildinni í handbolta. Þetta og margt fleira í dag. Njótið.

Tuesday Dec 06, 2022
700.þáttur. Mín skoðun. 06122022
Tuesday Dec 06, 2022
Tuesday Dec 06, 2022
700.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er nýr aðili kynntur til leiks. Svanhvít Valtýsdóttir er í spjalli í dag. Við tölum um HM, leiki gærkvöldsins og leiki kvöldsins. Handboltinn og körfuboltinn hér innanlands, hvað er í gangi hjá KR í körfunni? Valur er að spila í Evrópudeildinni í dag, við förum í fréttir dagsins og slúðrið er á sínum stað. Þetta og eitthvað fleira. Njótið.

Monday Dec 05, 2022
699.þáttur. Mín skoðun. 05122022
Monday Dec 05, 2022
Monday Dec 05, 2022
699.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er nýr maður kynntur til leiks, Kristinn Hjartarson. Við förum yfir HM leiki helgarinnar og í kvöld og tökum einnig fyrir að dómarar vilja ekki dæma leiki á fótbolta.net mótinu í ár. Þá er óvænt uppákoma í byrjun þáttar. Njótið.

Friday Dec 02, 2022
698.þáttur. Mín skoðun. 02122022
Friday Dec 02, 2022
Friday Dec 02, 2022
698.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag ræðum við Kristinn Kærnested um ýmislegt. HM í Katar en riðlakeppninni lýkur í dag og 16-liða úrslitin byrja á morgun. KR er í næstneðsta sæti Subway-deildar karla og við tölum um það. Það er allt í steik hjá Juventus og væntanlega annað Calciopoli mál á leiðinni. Þetta og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Dec 01, 2022
697.þáttur. Mín skoðun. 01122022
Thursday Dec 01, 2022
Thursday Dec 01, 2022
697.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag er tímamótaþáttur þar sem Þórhallur Dan kveður en hann ætlar að taka sér hvíld. Við ræðum í dag um HM í Katar, Geir Þorsteinsson sem er hættur hjá ÍA, leikmannamál hér innanlands og svo margt fleira. Njótið.

Wednesday Nov 30, 2022
696.þáttur. Mín skoðun. 30112022
Wednesday Nov 30, 2022
Wednesday Nov 30, 2022
696.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum við Þórhallur Dan um víðan völl. HM er mikið til umræðu og við tölum einnig um KSÍ og málefni tengd þeim. Valsmenn voru í eldlínunni í gær í evrópskum handbolta og margt margt fleira er til umfjöllunnar. Njótið.

Monday Nov 28, 2022
695.þáttur. Mín skoðun. 28112022
Monday Nov 28, 2022
Monday Nov 28, 2022
695.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag komum við Þórhallur Dan víða við. HM í fótobolta er til umræðu, væntanlegir kaupendur á Liverpool, KSÍ og Sádí Arabíu-málið, íslenska kvennalandsliðið í körfubolta og margt, margt fleira. Njótið.

Friday Nov 25, 2022
694.þáttur. Mín skoðun. 25112022
Friday Nov 25, 2022
Friday Nov 25, 2022
694.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag á svörtum föstudegi förum ég og Þórhallur Dan yfir það helsta í sportinu. HM, FIFA, landsliðið okkar í fótbolta karla og körfubolta kvenna. Hverjir vilja kaupa Man.Utd.? Hvaða lið eru best á HM og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.

Wednesday Nov 23, 2022
693.þáttur. Mín skoðun. 23112022
Wednesday Nov 23, 2022
Wednesday Nov 23, 2022
693.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl. Í dag förum við Þórhallur Dan um víðan völl. FIFA er mikið í umræðunni er varðar HM og fleira, Valur og Flensburg mættust í gær í Evrópudeildinni í handbolta, Ronaldo, Man.Utd. er til sölu, Guardiola, KSÍ og formaður KSÍ og eitthvað fleira. Njótið.