Episodes

Monday Feb 06, 2023
730.þáttur. Mín skoðun. 06022023
Monday Feb 06, 2023
Monday Feb 06, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Kristinn Hjartarson yfir víðan völl. Enski boltinn, ítalski boltinn, íslenski boltinn og margt fleira þar. Handboltinn í Þýskalandi er til umfjöllunnar og svo margt, margt fleira. Njótið dagsins.

Friday Feb 03, 2023
729.þáttur. Mín skoðun. 03022023
Friday Feb 03, 2023
Friday Feb 03, 2023
Heil og sæl. Í dag komum við Kristinn Hjartarson víða við. Íslenski körfuboltinn, og handboltinn hér heima. Fram er Reykajvíkurmeistari karla í fótbolta. Arnar Gunnlaugs þjálfari Víkings var ekki sáttur eftir leikinn í gær. Mason Greenwood er til umræðu, enski boltinn, ítalski boltinn og við fögnum þessum degi því hún Svanvhít sem hefur verið hér í þættinum, fæddi litla prinsessu í nótt. Endalausar hamingjuóskir.

Thursday Feb 02, 2023
728.þáttur. Mín skoðun. 02022023
Thursday Feb 02, 2023
Thursday Feb 02, 2023
Heil og sæl. Í dag er Kristinn Hjartarson á línunni og við komum víða við. Íslenski fótboltinn, enski boltinn og félagsskiptaglugginn. Við tölum um úthlutun ÍSÍ úr afrekssjóðnum en körfuboltasambandið færist úr A flokki í B sem gæti haft gríðarleg áhrif á starf sambandsins. Þetta og margt fleira í þætti dagsins. Njótið dagsins.

Monday Jan 30, 2023
727.þáttur. Mín skoðun. 30012023
Monday Jan 30, 2023
Monday Jan 30, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri í Sigga Sveins og við gerum upp HM í handbolta sem lauk í gær með sigri dana enn og aftur. Því næst hringi ég í Svanhvíti Valtýsd. og við tölum um ítalska boltann, þýska boltann, enska boltann og svo förum við í fréttir og slúður. Njótið dagsins.

Friday Jan 27, 2023
726.þáttur. Mín skoðun. 27012023
Friday Jan 27, 2023
Friday Jan 27, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Óskar Bjarni Óskarsson handboltaþjálfari og Siggi Sveins goðsögn eru á línunni um HM í handbolta en keppni lýkur þar á sunnudag. Böddi Bergs er svo í spjalli um fótboltann í útlöndum ásamt því að við tölum aðeins um handboltalandsliðið okkar og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Thursday Jan 26, 2023
725.þáttur. Mín skoðun. 26012023
Thursday Jan 26, 2023
Thursday Jan 26, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Svanhvíti Valtýsd. og við spjöllum um enska boltann, þýska boltann, ítalska boltann, Mourinho og margt fleira. Þá heyri ég í Sigga Sveins og við tölum um HM í handbolta en á morgun eru undanúrslit mótsins og við ræðum meðal annars um 17 marka sigur dana á ungverjum. Njótið dagsins.

Monday Jan 23, 2023
724.þáttur. Mín skoðun. 23012023
Monday Jan 23, 2023
Monday Jan 23, 2023
Heil og sæl. Í dag er uppgjör eftir HM í handbolta hjá íslenska landsliðinu. Siggi Sveins og Viggó Sig. tjá sig um mótið og leik okkar manna. Þá er Böddi Bergs á línunni og við ræðum um handboltann og einnig um enska boltann þar sem skyttur Arsenal halda áfram að fara á kostum. Njótið dagsins.

Friday Jan 20, 2023
723.þáttur. Mín skoðun. 20012023
Friday Jan 20, 2023
Friday Jan 20, 2023
Heil og sæl og til hamingju með daginn bændur þessa lands. Í dag er aðal umfjöllunin um Ísland-Svíþjóð á HM í handbolta sem er í kvöld. Handbolta goðsagnirnar Siggi Sveins og Viggó Sig. eru á línunni. Böddi Bergs er svo á línunni um leikinn í kvöld sem og enska boltann um helgina. ÁFRAM ÍSLAND.

Wednesday Jan 18, 2023
722.þáttur. Mín skoðun. 18012023
Wednesday Jan 18, 2023
Wednesday Jan 18, 2023
Heil og sæl. Í dag er fjör. Svanhvít er á línunni um enska boltann, Söru Bjarkar-málið og margt fleira. Handbolta goðsagnirnar Siggi Sveins og Valdi Gríms eru svo á línunni en Valdi og fjölskylda er á línunni á ferðalagi sínu frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar. ÁFRAM ÍSLAND.

Monday Jan 16, 2023
721.þáttur. Mín skoðun. 16012023
Monday Jan 16, 2023
Monday Jan 16, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í þremur snillingum. Siggi Sveins og Viggó Sig. handboltagoðsagnir eru á línunni og við ræðum um HM og strákana okkar. Að lokum heyri ég svo í Bödda Bergs og við tölum um handboltalandsliðið, bikarinn í körfu, enska boltann og svo margt fleira. Njótið og ÁFRAM ÍSLAND.