Episodes

Wednesday Mar 01, 2023
740.þáttur. Mín skoðun. 01032023
Wednesday Mar 01, 2023
Wednesday Mar 01, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Svanhvíti Valtýsd. og við tölum um enska bikarinn, ensku deildina og ítölsku deildina ásamt því að tala um Val í handboltanum og sitthvað fleira. Þá heyri ég í Sigmundi O. Steinarssyni íþróttasérfræðingi og ég spyr hann meðal annars um árangur íslenskra liða í evrópukeppninni í handbolta í gegnum tíðina. Njótið dagsins.

Monday Feb 27, 2023
739.þáttur. Mín skoðun. 27022023
Monday Feb 27, 2023
Monday Feb 27, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Hjartarsyni. Við förum um víðan völl sportsins. Enski boltinn og bikarinn. Við tölum um þýska boltann og þann ítalska, körfuboltalandsliðið okkar og svo að sjálfsögðu KSÍ þingið sem var haldið á laugardag. Njótið.

Friday Feb 24, 2023
738.þáttur. Mín skoðun. 24022023
Friday Feb 24, 2023
Friday Feb 24, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í tveimur köppum. Kristinn Hjartarson er í spjalli um evrópuboltann í gær og svo um enska boltann um helgina. Við tölum líka aðeins um KSÍ þingið sem er á morgun og fleira. Böddi Bergs er svo á línunni og við tölum um Val, handbolta landsliðið, körfubolta landsliðið, enska boltann, 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, KSÍ þingið, golf og margt fleira. Njótið helgarinnar.

Wednesday Feb 22, 2023
737.þáttur. Mín skoðun. 22022023
Wednesday Feb 22, 2023
Wednesday Feb 22, 2023
Heil og sæl. Í dag eru tveir viðmælendur. Svanhvít Valtýsd. er á línunni og við tölum um meistaradeildina í gær og í kvöld. Evrópudeildina á morgun, valsmenn í handboltanum og körfubolta landsliðið okkar sem mætir Spáni á morgun. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í handbolta er svo á línunni og við ræðum um liðið hans, framtíðina og landsliðið. Njótið dagsins.

Monday Feb 20, 2023
736.þáttur. Mín skoðun. 20022023
Monday Feb 20, 2023
Monday Feb 20, 2023
Heil og sæl. Í dag eru tveir viðmælendur. Kristinn Hjartarson spjallar við mig um boltann í evrópu og einnig hér á landi. Við ræðum um söluna á Man.Utd. og þær sviptingar sem þar eru í gangi og margt margt fleira. Viðar Halldórsson formaður aðalsstjórnar FH er svo í viðtali um KSÍ þingið og ársskýrslu sambandsins. Við förum nokkuð ítarlega í þetta allt saman og margt fleira í boltanum. Njótið og eigið góðan dag.

Friday Feb 17, 2023
735.þáttur. Mín skoðun. 17022023
Friday Feb 17, 2023
Friday Feb 17, 2023
Heil og sæl. Í dag eru tveir viðmælendur, Kristinn Hjartarson og Böðvar Bergsson. Við förum svo sannarlega um víðan völl í dag. Enski boltinn, meistaradeildin, evrópudeildin, körfuboltinn hér heima og handboltinn. KSÍ þingið, salan á Man.Utd. og svo fréttir og slúður og margt margt fleira. Njótið helgarinnar.

Wednesday Feb 15, 2023
734.þáttur. Mín skoðun. 15022023
Wednesday Feb 15, 2023
Wednesday Feb 15, 2023
Heil og sæl. Í dag komum við Kristinn Hjartarson víða við í sportinu. Við fjöllum ítarlega um meistaradeildina í fótbolta en í þar var leikið í gær og svo eru leikir í kvöld. Við tölum um Val í handboltanum og svo um enska boltann ásamt fréttum og slúðri. Njótið dagsins.

Monday Feb 13, 2023
733.þáttur. Mín skoðun. 13022023
Monday Feb 13, 2023
Monday Feb 13, 2023
Heil og sæl. Í dag förum ég og Kristinn Hjartarson yfir víðan völl í sportinu. Íslenski fótboltinn, handboltinn og körfuboltinn. Enski boltinn er á sínum stað og einnig meistaradeildin í fótbolta. Að auki förum við í fréttir og slúður og margt fleira. Njótið.

Friday Feb 10, 2023
732.þáttur. Mín skoðun. 10022023
Friday Feb 10, 2023
Friday Feb 10, 2023
Heil og sæl. Í dag hreyri ég í Bödda Bergs og við förum um víðan völl íþróttanna. Byrjum í golfinu, förum síðan í handboltann og dembum okkur svo í Manchester City málið. Enski boltinn er svo á sínum stað og sitthvað fleira. Njótið helgarinnar.

Wednesday Feb 08, 2023
731.þáttur. Mín skoðun. 08022023
Wednesday Feb 08, 2023
Wednesday Feb 08, 2023
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Sigga Helga en hann er mikill fótbolta aðdáandi og harður stuðningsmaður Manchester City. Við ræðum um mál enska knattspyrnusambandsins gegn félaginu og förum um víðan völl í þeirri umræðu. Mjög skemmtilegt. Njótið dagsins.