Episodes

Friday Sep 01, 2023
819.þáttur. Mín skoðun. 01092023
Friday Sep 01, 2023
Friday Sep 01, 2023
Heil og sæl. Kiddi Hjartar og Svanhvít eru með mér í dag. Við fölum að sjálfsögðu um riðlana í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og ekki síst Sambandsdeildinni þar sem Breiðablik verður meðal þátttökuliða. Besta deild karla og kvenna eru til umræðu og spáð í spilin þar sem og Lengjudeildin og enski boltinn. Það er nokkuð mikið um að vera í fréttum og slúðri á þessu síðasta degi leikmannagluggans í Evrópu í fótboltanum. Njótið helgarinnar.

Wednesday Aug 30, 2023
818.þáttur. Mín skoðun. 30082023
Wednesday Aug 30, 2023
Wednesday Aug 30, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að tala. Ég og Kiddi Hjartar og Svanhvít förum yfir landsliðsvalið á karlaliðinu okkar í fótbolta fyrir leikina gegn Luxembourg og Bosníu. Besta deildin er til umræðu, Breiðablik í evrópukeppninni, Lengjudeildin, Besta deild kvenna, fréttir og slúður og sitthvað fleira. Njótið vel.

Sunday Aug 27, 2023
817.þáttur. Mín skoðun. 27082023
Sunday Aug 27, 2023
Sunday Aug 27, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Ég, Kiddi Hjartar og Svanhvít förum út um allt í okkar spjalli. Enski boltinn og allt sem gekk á þar. Besta deild karla, Breiðabliks-dæmið, Víkingur og Arnar Gunnlaugs, Valur og Arnar Arnar Gunnlaugs. Besta deild kvenna þar sem Valur á titilinn vísan. Blikar í veseni. Lengjudeildin. ÍA og Afturelding eru nú jöfn að stigum á toppnum. Liverpool og geggjaður sigur þeirra, West Ham, forseti spænska knattspyrnusambandsins er enn við völd, sem er stórskrítið. Þetta og margt fleira. Njótið.

Thursday Aug 24, 2023
816.þáttur. Mín skoðun. 24082023
Thursday Aug 24, 2023
Thursday Aug 24, 2023
Heil og sæl. Í þættinum í dag kem ég víða við með Svanhvíti og Kidda Hjartar. Enski boltinn, Besta deildin, Arnar Gunnlaugs, Breiðablik í evrópukeppninni, Lengjudeildin, fréttir og slúður og sitthvað fleira að mig minnir hahaha. Njótið helgarinnar.

Tuesday Aug 22, 2023
815.þáttur. Mín skoðun. 22082023
Tuesday Aug 22, 2023
Tuesday Aug 22, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins fer ég ásamt Kidda og Svanhvíti um víðan völl. Besta deildin, orðföfnuður stuðningsmanna ÍBV á leik gegn Val í eyjum og aganefnd tók málið fyrir þar sem orðsöfnuðurinn er tíundaður. Enski boltinn er á sínum stað, dómgæsla þar á bæ. Lengjudeildin og Breiðablik í evrópukeppninni. Einnig kíkjum við aðeins á laun þjálfara og íþróttamanna er kemur fram í tímaritinu Frjálsri Verslun. Þetta og sitthvað fleira. Njótið.

Sunday Aug 20, 2023
814.þáttur. Mín skoðun. 20082023
Sunday Aug 20, 2023
Sunday Aug 20, 2023
Heil og sæl. Í þættinum í dag er nóg um að tala. Besta deild karla og Vikingar fljúga hátt þetta tímabilið. HM kvenna lauk í dag með spænskum sigri, Lengjudeildin er til umfjöllunar, enski boltinn og ég spyr hvað stóð uppúr eftir helgina. Fréttir og slúður eru á sínum stað og svo dagurinn í dag. Þetta og sitthvað fleira. Njótið.

Thursday Aug 17, 2023
813.þáttur. Mín skoðun. 17082023
Thursday Aug 17, 2023
Thursday Aug 17, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins förum ég og Kiddi og Svanhvít yfir víðan völl í sportinu. Við sáðum í leikina og stöðuna í Bestu deild karla og Lengjudeild karla, Super Cup UEFA leikurinn, Breiðablik og KA í evrópukeppninni, enski boltinn um helgina er til umfjöllunar og Harry Kane ásamt fréttum og slúðri. Njótið sem allra best.

Tuesday Aug 15, 2023
812.þáttur. Mín skoðun. 15082023
Tuesday Aug 15, 2023
Tuesday Aug 15, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins er margt til umfjöllunar hjá mér og Kidda og Svanhvíti. Besta deild karla og kvenna, Lengjudeildin, Þróttur R. að styrkja sig, Breiðablik og KA í evrópukeppninni, KÍ Klaksvik, Man.Utd. og Wolves, HM kvenna, og svo fréttir og slúður. Njótið dagsins kæru hlustendur.

Sunday Aug 13, 2023
811.þáttur. Mín skoðun. 13082023
Sunday Aug 13, 2023
Sunday Aug 13, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins förum við Kiddi og Svanhvít yfir það helsta í sportinu. Við förum ítarlega í Bestu deildina og ensku úrvalsdeildina, golfið, körfuboltalandsliðið, fréttir utan úr heimi og slúður og svo er ein Krummasaga er varðar bréf sem KSÍ sendi frá sér. ÉG er örugglega að gleyma einhverju sem við tölum um en um að gera að hlusta. Njótið dagsins.

Thursday Aug 10, 2023
810.þáttur. Mín skoðun. 10082023
Thursday Aug 10, 2023
Thursday Aug 10, 2023
Heil og sæl. Í þessum þætti er fjórir vitringar að spá og spekúlera um enska boltann en keppni hefst þar í úrvalsdeildinni nú um helgina. Kristinn Hjartarson, Svanhvít Valtýsd., Willum Þór Þórsson og Kristinn Kærnested spá í spilin. Þau raða liðunum í sæti og útkoman er ansi skemmitleg. Við tölum aðeins um Bestu deild karla og KA og Breiðablik í Evrópukeppninni en enski boltinn er málið í dag. Njótið og góða helgi.