Episodes

Friday Nov 17, 2023
#852 | Dagskránni lokið hjá þjálfarateymi landsliðsins - Hringja í Arnar
Friday Nov 17, 2023
Friday Nov 17, 2023
Heil og sæl. Það var fjör hjá okkur í dag. Landsliðið var tekið fyrir og staða landsliðsþjálfara rædd. Á KSÍ ekki að hringja í Arnar Gunnlaugsson núna? Einnig spáðum við í spilin í öðrum EM leikjum og spáum sérstaklega í Portúgalsleikinn. Þetta og miklu, miklu meira í þætti dagsins. Góða helgi og takk fyrir að hlusta og horfa.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Nov 15, 2023
#851 | Gísli Þorgeir ætlar að vera klár í slaginn
Wednesday Nov 15, 2023
Wednesday Nov 15, 2023
Heil og sæl. Í dag erum við þríeykið saman á ný. Gísli Þorgeir Kristjánsson handbolta snillingur er í frábæru spjalli? Er hann að verða klár í slaginn eftir meiðslin og aðgerðina? Við fáum svar. Ísland mætir Slóvakíu á morgun í undankeppni EM. U21 er líka að spila. Það er allt í rugli hjá Man.Utd. Fer Arnar Gunnlaugs til Svíþjóðar? Fréttir og slúður og margt fleira. Takk fyrir að horfa og hlusta.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Monday Nov 13, 2023
#850 | Stendur HSÍ með félögunum í landinu?
Monday Nov 13, 2023
Monday Nov 13, 2023
Heil og sæl. Í dag er stútfullur þáttur hjá okkur Kidda, Svanhvíti og Stebba. Við förum ítarlega í enska boltann og góða stigasöfnun Manchester United þessa dagana. Einnig ræðum við körfuboltann, skoðum stóra HSÍ skandalinn og kvennalið ÍBV. Slúðrið er að sjálfsögðu á sínum stað og dagarnir okkar góðu og margt fleira. Takk fyrir að hlusta.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Friday Nov 10, 2023
#849 | Eru Færeyingar að taka framúr Íslendingum í íþróttum?
Friday Nov 10, 2023
Friday Nov 10, 2023
Heil og sæl. Þátturinn í dag er með tveimur frábærum gestum en Andri Steinn og Stebbi Sæbjörns koma í þáttinn til að leysa af Valtý og Svanhvíti sem eru erlendis. Í dag tölum við um Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, Enska boltann, Spurningakeppni, fréttir í íslenska boltanum, og svo margt fleira. Takk fyrir að hlusta og horfa.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Nov 08, 2023
Wednesday Nov 08, 2023
Heil og sæl. Í dag er Börkur Edvards formaður knattspyrnudeildar Vals í ítarlegu viðtali. Ætlar hann að bjóða sig fram til formanns KSÍ? Kiddi Hjartar kemur svo og við tölum um Meistaradeildina, Evrópudeildina, Sambandsdeildina, landsliðið í fótbolta, Tottenham - Chelsea , fréttir í íslenska boltanum, og svo margt fleira. Takk fyrir að hlusta og horfa.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Monday Nov 06, 2023
847.þáttur. Mín skoðun. 06112023
Monday Nov 06, 2023
Monday Nov 06, 2023
Heil og sæl. Í dag er fjör hjá mér, Kidda og Svanhvíti. Íslenska handboltalandsliðið fer vel af stað undir stjórn Snorra Steins. Það var allt á hvolfi í enska VAR boltanum um helgina en það er víst sagan endalausa. Meistaradeildin er á morgun. Harry Kane, Rashford, Tottenham - Chelsea, dagatalið og svo margt fleira. Takk fyrir að hlusta.
Fáðu þér áskrift og sjáðu Mína skoðun með Valtý Birni og alla aðra þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Oct 04, 2023
833.þáttur. Mín skoðun. 04102023
Wednesday Oct 04, 2023
Wednesday Oct 04, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að tala. Ég og Kiddi Hjartar og Svanhvít förum um víðan völl. Besta deildin, Meistaradeildin, Evrópudeildin, og Sambandsdeildin og Breiðablik. Hvað er að hjá Man.United? UEFA og EM 2028, FIFA með tilkynningu varðandi Rússa. Olísdeildir karla og kvenna. Fréttir og slúður og sitthvað fleira. Njótið og ég minni á að á föstudag erum við í hljóðveri og verðum eftir það í áskrift. Mér þætti afar vænt um að þið verðið áfram með okkur. TAKK FYRIR.

Monday Oct 02, 2023
832.þáttur. Mín skoðun. 02102023
Monday Oct 02, 2023
Monday Oct 02, 2023
Heil og sæl. Í þætti dagsins, sem er í lengra lagi, er nóg um að tala. Kiddi Hjartar og Svanhvít tala við mig um Bestu deild karla og Lengjudeildina. Enski boltinn um helgina og VAR skandalar, Meistaradeildin er á morgun, Olísdeild karla, aðeins komið inná þýska handboltann og Ryder Cup og svo er viðtal mitt við Herra Vestra, hinn eina og sanna Samúel. Njótið dagsins.

Friday Sep 29, 2023
831.þáttur. Mín skoðun. 29092023
Friday Sep 29, 2023
Friday Sep 29, 2023
Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag höfum við Kiddi Hjartar og Svanhvít nóg um að tala. Besta deild karla, efri- og neðri hluti voru í gangi í gær og næst síðasta umferð verður á sunnudag. Besta deild kvenna, efri hluti, verður í gangi á morgun, Vestri-Afturelding í úrslitaleik Lengjudeildarinnar er á morgun, Olís deildir karla og kvenna eru í fullum gangi um helgina. Enski boltinn, aðeins í ítalska boltann og svo Barcelona og mútumálin. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og góða helgi.

Wednesday Sep 27, 2023
830.þáttur. Mín skoðun. 27092023
Wednesday Sep 27, 2023
Wednesday Sep 27, 2023
Heil og sæl. Í dag förum við Kiddi og Svanhvít um víðan völl. Besta deild karla. Kvennalandsleikurinn í gær, enski deildarbikarinn og Olísdeildirnar í handboltanum. Þá birtum við hvað dómarar fá greitt fyrir leiki hjá KSÍ, HSÍ og KKÍ sem er mjög athyglisvert. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið.