Episodes

Monday Dec 11, 2023
#862 | Stóru liðin í enska boltanum í brasi
Monday Dec 11, 2023
Monday Dec 11, 2023
Heil og sæl. Í dag er mikið um að vera hjá Kidda og Svanhvíti, skipstjórinn sat veikur heima í dag en við létum það ekki á okkur fá og fórum ítarlega yfir íþróttir helgarinnar. Enski boltinn er á dagskrá, er Aston Villa í titlbaráttu? Allt í rugli í rauða hluta Manchester og er Moyes sá næsti sem verður rekinn? Við förum yfir handboltann hér heima, árangur kvennalandsliðsins á HM, körfuna hér heima og margt fleira. Slúðrið, meistaradeildar spáin og dagarnir okkar góðu eru að sjálfsögðu á sínum stað. Takk BK-kjúklingur, slysalögmenn.is og Marpól hreinlætisvörur.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Friday Dec 08, 2023
#861 | Tóti Dan vill Valtý á listamannalaun
Friday Dec 08, 2023
Friday Dec 08, 2023
Heil og sæl. Í dag er svo mikið fjör að það hálfa væri nóg. Þórhallur Dan er í heimsókn hjá okkur Kidda og Svanvhíti og þar er ekki töluð vitleysan. Við förum bókstaflega yfir allt íþróttasviðið, KSÍ, handbolti, körfubolti, aðstöðuleysi, listamannalaun, spáin fyrir helgina og ég er örugglega að gleyma einhverju. Takk BK-kjúklingur, Slysalögmenn.is og Marpól hreinlætisvörur.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Dec 06, 2023
#860 | Magnús Ragnarsson hjá Símanum vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar
Wednesday Dec 06, 2023
Wednesday Dec 06, 2023
Það er nóg um að vera í þætti dagsins. Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum er í viðtali í dag og þar förum við í nýjan samning ensku úrvalsdeildarinnar og Magnús vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar. Hann tjáir sig um fullt af öðrum hlutum. Svanhvít og Kiddi fara síðan yfir gang mála í enska boltanum, íslenska kvennalandsliðinu. Körfuboltinn hér heima, handboltinn, fjölmiðlabann Man.Utd., dagatalið fræga og margt fleira. Takk fyrir okkur, Slysalögmenn.is, BK-kjúklingur og Marpól.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Monday Dec 04, 2023
#859 | Íslendingar eignast fleiri þjálfara á Norðurlöndunum
Monday Dec 04, 2023
Monday Dec 04, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Enski boltinn og spáin.( ítalski boltinn, þýski boltinn, spænski og fleira)...Íslenska kvennalandsliðið í handbolta á HM, Íslenska kvennalandsliðið í Þjóðadeildinni mætir Danmörku úti á morgun. Arnar Gunnalaugs og Jóhannes Karl eru orðaðir við Norrköping. Fréttir og slúður hér innanlands og útí heimi. Stjarnan lék tvo æfingaleiki á laugardag í fótboltanum hér heima. Hvað er að frétta með þennan fjölda frábærra fótboltastráka í Garðabænum? Evrópukeppni félagsliða í handbolta er til umræðu, Valur og FH fóru áfram en ÍBV féll úr leik. Ætlar Þorvaldur Örlygs fram til formanns KSÍ? Þetta og sitthvað fleira. Takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Friday Dec 01, 2023
#858 | Enginn þorir fram gegn Guðna
Friday Dec 01, 2023
Friday Dec 01, 2023
Heil og sæl. Í dag er mikið fjör förum við um víðan völl. FIFA listinn þar sem Ísland er ekki að gera góða hluti. Formannskjör KSÍ, íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er að spila gegn Wales og við tölum um það. Við spáum í leiki kvennalandsliðsins í handbolta á HM. VIð spáum í spilin í enska boltanum og fleiri deildum um helgina. Kiddi er með athyglisverðan punkt varðandi Guðna Bergsson. EM félagsliða í handbolta er í gangi hjá þremur íslenskum liðum um helgina. Ætli HSÍ viti af því hvaða lið eru að mæta íslensku liðunum? Fréttir og slúður hér innanlands of utanlands. Blikar eru til umræðu og margt, margt fleira. Takk fyrir að hlusta og horfa á okkur á Brotkast.is og við þökkum BK-kjúklingi og Slysalögmönnum(slysalogmenn.is) kærlega fyrir okkur.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Nov 29, 2023
#857 | Hláturinn lengir lífið og Kiddi heldur að hann sé Múhameð
Wednesday Nov 29, 2023
Wednesday Nov 29, 2023
Heil og sæl. Það er mikið bull og bull í þætti dagsins. Hláturinn lengir lífið er einhversstaðar sagt og það eru orð að sönnu. Nýr jólasveinn er kynntur til leiks. Meistaradeildin, Blikar í Evrópu. Kvennalandsliðið í handbolta, Körfuboltinn hér heima, örlítið um HSÍ og svo fréttir af karlaliðum okkar í evrópukeppni. Fréttir og slúður hér innanlands, m.a. af formannskjöri KSÍ. Dagatalið okkar er á sínum stað og margt margt fleira. Takk takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Monday Nov 27, 2023
#856 | Besta hjólhestaspyrnumark sögunnar
Monday Nov 27, 2023
Monday Nov 27, 2023
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera og það er fjör hjá okkur í þætti dagsins. Enski boltinn og markið hans Garnacho. Við veljum besta hjólhesta-spyrnumark hin síðari ár og minnum á kosninguna á Facebook síðu þáttarins. Við förum ítarlega í leiki helgarinnar. Handboltinn er til umræðu sem og körfuboltinn. Við spáum í leikina í Meistaradeildinni. Dagatalið er á sínum stað. Þetta og margt fleira. Takk fyrir að hlusta og horfa á okkur á Brotkast.is.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Friday Nov 24, 2023
#855 | Meðan laufin (HSÍ) sofa liggja spaðarnir andvaka
Friday Nov 24, 2023
Friday Nov 24, 2023
Heil og sæl. Stóra HSÍ málið er til umræðu í dag. FH og Hafnarfjarðarbær eru í átökum og Arnar Grétars við KA. Við spáum í enska boltann, ítalski boltinn og körfuboltinn hér heima og dagatalið að sjálfsögðu ásamt einhverju fleiru. Takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Wednesday Nov 22, 2023
Wednesday Nov 22, 2023
Heil og sæl. Í dag er Haukur Guðberg Einarsson í viðtali og fer yfir málin hjá fótboltanum í Grindavík. Hvernig er staðan þar á bæ? Svanhvít og Kiddi eru í spjalli þar sem við förum yfir landsliðið í fótbolta, Heimi Hallgríms, Brasilía-Argentína og undankeppni EM. Staðan hjá Man.Utd. er tekin fyrir og við förum yfir gang mála í Olís deildinni og Subway deildinni. Fréttir og slúður og dagatalið okkar. Takk fyrir að hlusta á okkur á Brotkast.is og Slysalögmenn.is og BK kjúklingur fá okkar bestu þakkir.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

Monday Nov 20, 2023
#853 | Þórðargleði Íslendinga
Monday Nov 20, 2023
Monday Nov 20, 2023
Heil og sæl. Í dag er geggjað spjall um strákana okkar í landsliðinu í fótbolta. Það eru ekki allir sammála og þannig er það nú oft. Var þetta góður leikur þrátt fyrir enn eitt tapið? Nánari umræða um EM og hugsanlega mótherja okkar í umspilinu ef við förum þangað? Við tölum um körfuboltann hér heima, fréttir og slúður og Kiddi fer í pílu umræðu. Þetta og margt fleira. Takk fyrir að hlusta.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/