Episodes

Friday Jul 12, 2024
932.þáttur. Mín skoðun. 12072024
Friday Jul 12, 2024
Friday Jul 12, 2024
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera og mikið fjör. Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít spá á spekúlera um EM og Bestu deildina. Við tölum einnig um kvennalandsleikinn í dag, Fram og KR í gær og fleira og fleira. Þá hringi ég í framkvæmdastjóra Vals út af hegðun stjórnarmanna albanska liðsins í gær en það mál er komið inn á borð UEFA og Ríkislögreglustjóra sem síðan tilkynnti þetta til Interpol. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins og takk BK-Kjúklingur fyrir að vera með okkur sem fyrr.

Tuesday Jul 09, 2024
931.þáttur. Mín skoðun, 09072024
Tuesday Jul 09, 2024
Tuesday Jul 09, 2024
Heil og sæl. Í dag eru sem fyrr Krstinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít að spá og spekúlera í leikina í BK-Tippleiknum okkar. Við tölum að sjálfsögðu um Bestu deildina, leiki Víkings, Vals, Stjörnunnar og Breiðabliks í evrópukeppninni ásamt fleiru þessu tengt svo sem leikmannaskiptum. Fréttir og slúður er svo á sínum stað og að sjálfsögðu dagatalið góða. Njótið og takk BK-kjúklingur.

Friday Jul 05, 2024
930.þáttur. Mín skoðun, 05072024
Friday Jul 05, 2024
Friday Jul 05, 2024
Heil og sæl. Í dag eru Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít í stuði. VIð tölum um Bestu deildina, EM í fótbolta, Meistaradeild kvenna og að sjálfsögðu spáum við í spilin í BK-tippleiknum okkar. Halli í BK kemur óvænt inn með sína spá. Við förum aðeins í fréttir og slúður og sitthvað fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur.

Tuesday Jul 02, 2024
929.þáttur. Mín skoðun, 02072024
Tuesday Jul 02, 2024
Tuesday Jul 02, 2024
Það er nóg um að ræða í dag kæru hlustendur. Viðmælendur dagsins eru Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít Valtýsd. Við tölum að sjálfsögðu um EM og spáum í spilin fyrir lokaleikina í 16-liða úrslitunum og förum yfir gengi okkar í BK-tippleiknum. Íslenski boltinn fær sinn skerf, fréttir og slúður, Albert Guðmunds, golf og sitthvað fleira. Njótið dagsins. Takk BK-kjúklingur.

Friday Jun 28, 2024
928.þáttur. Mín skoðun, 28062024
Friday Jun 28, 2024
Friday Jun 28, 2024
Heil og sæl. Í dag er fjör á bænum. EM og Bestu deildar umræða. Við,(VBV,Svanvhít, Þórhallur Dan og Kristinn Kærnested), förum yfir BK-tippleikinn okkar og spáum í spilin fyrir 16-liða úrslit. Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta er á línunni um veðmál leikmanna, Genius Sport sem sér um tölfræði en það eru aðilar sem eru að stela því efni af leikjum hér heima, og svo tölum við um VAR. Hvenær kemur VAR í íslenska boltann? Þetta og margt margt fleira. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Jun 25, 2024
927.þáttur. Mín skoðun, 25062024
Tuesday Jun 25, 2024
Tuesday Jun 25, 2024
Heil og sæl. Í dag er spáð í spilin í EM í fótbolta. Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan, Svanhvít og ég förum yfir gang mála og spáum í leikina sem eftir eru í riðlakeppninni auk þess að tala um enska liðið og fleiri lið. Við tölum einnig um Bestu deildina og förum aðeins yfir það, t.d KR liðið sem breytti um þjálfara og alla hina leikina. Einhverjar fréttir úr slúðurheimum og sitthvað fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur.

Friday Jun 21, 2024
926.þáttur. Mín skoðun, 21062024
Friday Jun 21, 2024
Friday Jun 21, 2024
Heil og sæl. Í dag er mikil EM umræða og svo einnig umræða um Bestu deildina. Það er af nógu að taka fyrir okkur, Þórhallur Dan, Kristinn Kærnested, Svanhvít og VBV. Fréttir og slúður er á sínum stað og ein Krummasaga tengd KR. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Jun 18, 2024
925.þáttur. Mín skoðun, 18062024
Tuesday Jun 18, 2024
Tuesday Jun 18, 2024
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera að vanda. Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan, Svanhvít og ég spáum í EM í fótbolta og einnig í Bestu deildina sem loksins fer af stað að nýju. Spekingarnir fjalla um leikina af sinni alkunnu snilld og þekkingu og við förum einnig í fréttir og slúður. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Jun 14, 2024
924.þáttur. Mín skoðun 14062024
Friday Jun 14, 2024
Friday Jun 14, 2024
Heil og sæl. Í dag er fjör því að EM byrjar í dag. Ég, Svanhvít, Þórhallur Dan og Kristinn Kærnested spáum í spilin og tippum á leikina fyrstu fjóra dagana sem og hverjir verða Evrópumeistarar ásamt öðru spjalli sem er líka bráð skemmtilegt. Við tölum einnig um íslenska boltann að sjálfsögðu og svo fréttir og slúður utan úr heimi og fleira til. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur að vera með okkur.

Tuesday Jun 11, 2024
923.þáttur. Mín skoðun 11062024
Tuesday Jun 11, 2024
Tuesday Jun 11, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Hannesi S.Jónssyni framkvæmdastjóra KKÍ og við ræðum ítarlega um þann kostnað sem keppnisfólk unglingalandsliða KKÍ þarf að greiða úr eigin vasa til að geta tekið þátt í t.d evrópu-heims eða norðurlandamóti. Ég, Svanhvít og Andri Steinn förum síðan í landsleikina gegn Englandi og Hollandi og tölum meira um Hollands leikinn. Einnig er umræða um bikarkeppni KSÍ karla og kvenna, Lengjudeildina, 2.deildina, Óskar Hrafn og KR og margt fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur að vera með okkur.

