Episodes

Friday Aug 30, 2024
942.þáttur. Mín skoðun. 30082024
Friday Aug 30, 2024
Friday Aug 30, 2024
Heil og sæl. Loksins loksins er kominn nýr þáttur. Vegna bilunar í tækjabúnaði varð smá hlé hjá okkur en nú er þetta, eða á að vera komið í lag. Böddi Bergs og Svanhvít spá í spilin með mér í dag. Besta deild karla og Besta deild kvenna. Lengjudeildin, enski boltinn, íslenska karla landsliðið í fótbolta eru til umræðu. Fréttir og slúður úr boltanum, Orri Steinn og svo margt margt fleira. Njótið og takk BK-kjúlkingur fyrir að vera með okkur og ég vil minna á BK-tippleikinn á Mín skoðun á Facebook, Man.Utd.-Liverpool.

Thursday Aug 22, 2024
941.þáttur. Mín skoðun. 22082024
Thursday Aug 22, 2024
Thursday Aug 22, 2024
Velkomin til leiks. Þáttur dagsins er óvenjulegur að mörgu leiti. Hann er tekinn upp í gær miðvikudag og í dag. Í gær talaði ég við Andra Stein Birgisson og Svanhvíti. Lengjudeildin, Besta deildin, Víkingur í evrópukeppninni og enski boltinn. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR er svo á línunni í dag vegna kæru KR útaf framkvæmd leiksins HK-KR en dómstóll KSÍ kvað upp úrskurð sinn í morgun. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Thursday Aug 15, 2024
940.þáttur. Mín skoðun. 15082024
Thursday Aug 15, 2024
Thursday Aug 15, 2024
Heil og sæl. Í þætti dagsins spá fimm spekingar í ensku úrvalsdeildina sem hefst á morgun og setjá liðin í sæti. Kristinn Kærnested, Þorvaldur Örlygsson, Svanhvít Valtýs, Þórhallur Dan og Haraldur Hannesson(Halli í BK) eru spekingarnir miklu. Auk þess er spjallað um íslenska boltann, Bestu deildina og úrslitlaeik kvenna í bikarnum og Víking í Sambandsdeildinni. Þá eru tvær Krummasögur í þætti dagsins og þar koma Valur, Víkingur og Fram við sögu. Við spáum í leiki helgarinnar hér heima og á Englandi ásamt miklu fleiru. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Thursday Aug 08, 2024
939.þáttur. Mín skoðun. 08082024
Thursday Aug 08, 2024
Thursday Aug 08, 2024
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl, Besta deildin þar sem við spáum í spilin fyrir helgina og einnig um leikinn í kvöld hjá HK og KR. Enski boltinn og Samfélagsskjölduirnn og fréttir og slúður þaðan, Víkingur í evrópukeppninni, þrjár Krummasögur, ein frá Val, ein frá KR og ein frá Stjörnunni. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur og hann Halli í BK á afmæli í dag, fimmtudag. Endilega kastið á hann kveðju

Monday Aug 05, 2024
938.þáttur. Mín skoðun. 05082024
Monday Aug 05, 2024
Monday Aug 05, 2024
Heil og sæl. Í dag spjalla ég við Svanhvíti og Þórodd Hjaltalín. Fótboltinn hér heima, Arnar Grétars, Óskar Hrafn, Mikki og KFA, Besta deild karla, fréttir og slúður og svo dómaramál. Þar sem Þóroddur er spurður um málið með Gunnar Odd dómara í leiknum Þróttur-Fjölnir og fleira tengt dómaramálum. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur

Tuesday Jul 30, 2024
937.þáttur. Mín skoðun. 30072024
Tuesday Jul 30, 2024
Tuesday Jul 30, 2024
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Ég hringi í þrjá aðila, Guðjón Þórðarson, Svanhvíti og síðan í Sigga Hlö. við ræðum um Bestu deild karla, Bestu deild kvenna, evrópuleiki íslensku liðanna í vikunni, Visitor.is, fréttir hér innanlands og svo slúður út í boltanum erlendis. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Jul 26, 2024
936.þáttur. Mín skoðun. 26072024
Friday Jul 26, 2024
Friday Jul 26, 2024
Í þætti dagsins er nóg um að tala. Ég, Svanhvít og Guðjón Þórðarson förum yfir leiki íslensku liðanna í Sambandsdeildinni í gær og framhaldið hjá liðunum. Við tölum einnig um Bestu deildina en það eru leikir um helgina og við spáum í spilin. Fréttir og slúður hér heima og erlendis er svo einnig á sínum stað ásamt einhverju fleiru. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Tuesday Jul 23, 2024
935.þáttur. Mín skoðun. 23072024
Tuesday Jul 23, 2024
Tuesday Jul 23, 2024
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru þrír viðmælendur. Guðjón Þórðarson er á línunni og við ræðum um íslenska boltann og svo aðeins um Gareth Southgate fyrrum landsliðsþjálfara Englands. Guðmundur Torfason, formaður Knd.Fram og fyrrum leikmaður St.Mirren, er í spjalli um St.Mirren sem mætir Val í evrópukeppninni á fimmtudag og svo heyri ég Svanhvíti og við ræðum um boltann hér heima og í spjalli okkar eru tvær athvyglisverðar Krummasögur úr herbúðum KR. Njótið vel og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

Friday Jul 19, 2024
934.þáttur. Mín skoðun. 19072024
Friday Jul 19, 2024
Friday Jul 19, 2024
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Frábærir viðmælendur, Þórhallur Dan, Guðjón Þórðarson og Svanhvít. Við ræðum um Bestu deildina, árangur íslensku liðanna í evrópukeppninni, EM, leiki helgarinnar, MLS deildina, fréttir og slúður og margt margt fleira ásamt fösutdagslaginu. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur og endilega heimsækið þann frábæra stað á Grensásvegi númer 5.

Tuesday Jul 16, 2024
933.þáttur. Mín skoðun. 16072024
Tuesday Jul 16, 2024
Tuesday Jul 16, 2024
Heil og sæl. Í dag er sigurvegari í krýndur í BK-tippleiknum okkar á EM í fótbolta. Ég heyri í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl, EM að sjálfsögðu, íslenski boltinn og svo evrópuleikir okkar liða í vikunni. Afhverju fer leikur leikur Vllaznia og Vals fram í Albaníu eftir lætin og hótanirnar sem áttu sér stað í fyrri leiknum? Ein lítil Krummasaga er í þættinum og svo er birtur listinn yfir þá sem hugsanlega taka við af Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins. Þetta og sitthvað fleira. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.

